Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1965, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1965, Blaðsíða 3
komin heim til pabba og mömmu og litla bróður!“ 1 þessum dúr var allt hennar tal. Nú loksins er raunum hennar lokið, og það er gott. Ég sá hana í dag, þar sem hún lá í rúmi sínu liðið lík og ég vona að hún njóti jafn djúps friðar og and- lit hennar gefur tilefni til að ætla að hún njóti stríðuleysislegt og sælt. Nú virðist það ekki lengur alsett þeim hrukkum sem lífið fram á banastund var að rista í það á rúmum hundrað árum, því að nú hefur einhver blíða dregið úr þeim, og manni verður á að hugsa hvort nú hafi nýtt líf tekið við henni af dauðanum. Og það væri ekki nema maklegt, því hvað er meiri mót- setníng við upphaf hennar en kröm og dauði, hvað væri meiri mótsetníng við það undur sem bjó hana ríkulega blóma unaði og fleygum orðum að lifa við og, að því er virðist, ekki aðeins við sæmi- leg kjör heldur hamíngju sem á sér vængi! Andlit hennar harmabroddum stúng- ið . . . Hvaða fáránleiki er augljósari en þetta verk guðs, líf þessarar konu? Því þótt það hafi að vísu átt mikið kynngimagn í öndverðu slappaðist það eftir fyrsta sprett, líkt og saga sem ailt sitt líf á í .fyrsta kafla en heldur varla lífi upp frá því. „Mamma! Nú loksins er ég komin!" hrópaði hún frá sér numin. „Hvar er nú leggurinn minn með gula bandinu? Og hvar er hörpuskelin?" Undarlegt er að þannig skuli þessi lángi vegur enda, sem svo margt virt- ist liggja á bak við! Hér! og hríngur- inn lokast. Hér! Hvað þýðir þetta? Til hvers var allt þetta basl og bjástur? Vegna viljans, eða fyrir viljann? Já, samkvæmt hinni gáfuðustu há- speki. Framhald á bls. 15 HRÍNGUR Egsá hana daglega síðan ég tók herbergið á leigu, því hún var lángar stundir á gánginum að nokkurs konar leik. Hún ávarpaði eingöngu foreldra sína, sem hún nefndi barnslega pabba og mömmu. „Nú er ég hjá pabba og mömmu! Nú er ég komin til ykkar aftur! Og til þín elsku litli bróðir!“ sagði hún. „0 hve ég er fegin að vera •f jörð þinni sem drit og fara á ing um geiminn, flosna sundur «C hverfa. En þú hefur faðmað hnöttin» og hjúpað hann stillum svo að maður- inn fái lífi að halda! Þú veist að hann þakkar það klökkum huga ef hann f*r að anda golu þinni og skríða. Hann biður ekki um annað. Hann hefur ekki risið upp gegnt þér og heimtað frárri augu hvað þá heldur vængi, glæstan anda og hlutdeild í dýrð þinni. Kannski er það þá ekki til of mikils mælst þótt hann fái að skríða? Eða er það kannski vegna endurfæð- íngar hans að þú leyfir þessa hraklegu ferð í stað þess að velja þann auðvelda kost að þrengja ögn að honum svo að sundur slitni með ykkur? Mikli guð! I>ú hefur í raun og veru eisku á manninum! I>ú bíður þess rór alla ævi hans að sjá hann fæðast af sjalfum sér tiginn og máttugan í æði smu! Því í fyrsta og síðasta sinn, mjög sviplega, verður hann glæstur. Stór- kostlegt kraftaverk gerist! Nú fyrst stendur hann á fætur, eftir að hafa skriðið þessa áraleið. Hann fórnar höndum til himins og hrópar: „Hvers vegna er ég þreyttur! Ó, hvers vegna er ég þjakaður? Þó hef ég ekkert unnið!“ Og að því mæltu steyptist hann í gröf að anda án kvala og þreifa sig fram og guð hefur heyrt bænir hans. Hjálpar þú honum kannski vegna fagurra bæna hans, guð? Nei — því eru þær ekki lítilmótlegar? Aldrei verður mildi þín skilin góði guð. Það ert þú og enginn annar, sem fylgist með ferðum hans. Þú leyfir hon- um vissulega að stínga fíngrum í hnött þinn! Þegar hann hefur ekki lengur þor til að fálma á göngu af ótta við að falla í jarðsprúngur tekur hann að skríða. Guð, þú hefur horft á hann tímgast aí slímkenndri frumu án þess að grípa fram í, án þess að slíta þessa óveru og losa þig þar með við áhyggjur hennar vegna. Hvílík furða að þú skulir ekki kasta frá þér áhyggjum hans vegna og leyfa þessu fagra gulli þínu hnettinum ao geisa frjálsu um himnana! en þá mundu nasir þessarar óveru þenjast út og rifna, fíngur hennar ekki orka að Eftir Steinar Sigurjónsson Nú þylur hann sömu orð og hann hefur þulið frá öndverðu: Hver guð sé? hvar jaðrar tilverunnar séu? hvenær hnött- urinn muni hrapa til endimárka? hvort næsta dag eða þar næsta muni eldar geisa og aska leggjast yfir? Hann hefur löngum beðið um að fá VEGUR H= Lann sniglaðist yfir hæð, niður í dal, aftur upp á hæð og fram, yfir til- brevtinaarlausa slakka og hæðadrög. Myndhöggvarinn Eftir Svein Bergsveinsson Hve oft hef ég þreytt við granít og grástein og grátlega tekizt miður. Vandinn er mikill að velja steininn, þótt velti honum aðrir niður. Ég sá hvernig þeir með hnýttum höndum hjökkuðu og strekktu á taug. Þeir börðust við steininn, en þág voru launin, barnið fingurna saug. Loks fæ ég steininn í stofuna mína. Ég stari á þessa blökk. Þá ber fyrir augu hina meitluðu mynd og mannanna lof og þökk. Höggvi ég steininn, keisarar, kóngar krýna mig lárviðarsveig, umlukinn konum og ástföngnum meyjum og áfeng hin flórenska veig. Ég meitla í steininn meistaraverk og mennirnir dást að þeim. En þegar fólk dansar, þá hverf ég brott þreyttur í höndum tveim. Hugsi ég geng af gangstéttinni í gondóla í Venedig, hlaðinn lofi og heiðursmerkjum. — En hafði ég mótað þig? Þig sem ert dauðu efninu æðri, úr anda og tilfinning gjörð. Myndin er aðeins eftirlíking af ásýnd guðs á jörð. — í hyl ég varpaði hamri og meitli, því hlutverki varð að ljúka. Þú ert sjálft lífið og þig að móta þurfa hendur sem — strjúka. Berlín-V armalandi. Lokið 29.8. 1965. ÞBÍR ÞÆTTIR 31. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.