Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1965, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1965, Blaðsíða 7
----------- SÍMAVIÐTALID ______ Einn Laugarnesskóli árlega — 20628. — Góðan dag, þetta er hjá Lesbók Morgunblaðsins. Tala ég við Birgi ísl. Gunnarsson? — Já. — Nú líður senn að lokum þessa kjörtímabils ykkar borg- arfulltrúanna, aðeins átta mán- uðir til borgarstjórnakosninga. Er sú staðreynd ekki farin að setja svipmót á borgarstjórn- arfundi? — Því verður ekki neitað, að þetta er farið að hafa áhrif á málflutning andstæðinga borg- arstjórnarmeirihlutans. Þeir eru farnir að taka fram „stóru orðin“, eins og sagt er, og flytja tillögur í kosningastíl, sem blöð in taka síðan upp í feitletraðar írásagnir. Kosningaskjálfti er sem sagt að byrja að gera vart við sig, og búast má við auk- inni hörku í málflutningi. Ann- ars má segja, að allt kjörtíma- bilið verði ávallt annað veifið harðar umræður í borgarstjórn, þannig að fólk gæti haldið, að samstarf hinna ýmsu flokka í borgarstjórn væri heldur bág- borið. í rauninni er þó samstarf ið ágætt, til dæmis í borgarráði, þar sem flest mál eru flutt ágreiningslaust. Það er ekki fyrr en þið blaðamennirnir komið á vettvang á borgar- st jórnarfundum, að fulltrúar setja sig í stellingar og halda þrumuræður fyrir ykkur! — Hver eru helztu málin, sem unnið hefur verið að á þessu kjörtímabili? — Fyrir síðustu borgarstjórn arkosningar (1982) bar þrjú mál hæst: gatnagerð, hitaveitu- framkvæmdir og aðalskipulag borgarinnar. Aætlanir um meiri átök en áður höfðu þekkzt í þessum efnum voru gerðar í öllum þremur mála- flokkunum. Þannig var gerð áætlun um að ljúka malbikun og gangstéttagerð á öllum göt- um gatnakerfisins á næstu tíu árum (1963 til 1972). Ennfrem- ur var ákveðið að leggja hita- veitu í öll skipulögð hverfi borgarinnar á fjórum árum og að ljúka við aðalskipulag Reykjavíkur. — Hvernig hafa svo þessar áætlanir staðizt? — Við þær hefur staðið í öllum aðalatriðum. Gatnagerð hefur miðað áfram hraðari skrefum en nokkurn tíma áð- ur í sögu borgarinnar. Þá hefur hitaveituframkvæmdum miðað mjög vel áfram. Síðasta hverfið, sem hitaveituáætlunin gerði ráð fyrir að fengi heitt vatn, er Smá íbúðahverfið. Verið er nú að vinna að hitalögn þar og undir- búningi. Aðalskipulag borgar- innar var samþykkt nú í sumar eftir mjög umfangsmikla undir búningsvinnu sérfræðinga, inn- lendra sem erlendra, og borgar- fulltrúa. Niðurstöður þessarar undirbúningsvinnu munu koma út í sérstakri bók, sem verið er að prenta, og kemur væntan- lega út í lok þessa árs. — Hvað um aðrar fram- kvæmdir borgarinnar? — Þær eru svo mikiar og margvíslegar, að of langt mál yrði að telja þær allar upp hér. Nefna má þrjár stórbyggingar, sem nú eru á lokastigi, þ.e. íþrótta- og sýningahúsið í Laug ardal, sem stórbæta mun alla aðstöðu til innanhússíþrótta í borginni, sundlaugina í Laugar- dal og Borgarsjúkrahúsið. Þá eru skólabyggingar alltaf stór liður í framkvæmdum borgar- innar á hverju ári, en á und- anförnum fimm árum hefur verið byggt skólahúsnæði í Reykjavík, sem svarar til þess, að á hverju ári hafi verið reist- ur skóli á stærð við Laugarnes- skóla, en þar eru um tuttugu kennslustofur. — Hvað viljið þér segja um framkvæmdir í byggingum barnaheimila? — Barnaheimili á vegum borgarinnar eru þrenns konar: Dagheimili, þar sem börnin dveljast daglangt, leikskólar, þar sem þau dveljast hálfan daginn, og vistheimili, þar sem börnin búa að staðaldri. Borgin hefur nána samvinnu við Barnavinafélagið Sumargjöf um rekstur dagheimila og leik- skóla. Borgin byggir heimilin, en Sumargjöf tekur að sér reksturinn, og borgarsjóður veitir styrki, sem greiða rekstr- arhallann á ári hverju. Nýjustu heimilin eru dagheimilið Hamraborg við Grænuhlíð og vistheimilið Skáli við Kapla- skjólsveg. í byggingu eru dag- heimili við Dalbraut og vist- heimili við Dalbraut. Nú er ver ið að bjóða út byggingu tveggja leikskóla. Á síðastliðnu vori fór fram samkeppni meðal arkitekta um nýjar gerðir dag- heimila og leikskóla. Er nú verið að ákveða, hvar reisa skuli fyrstu húsin, sem byggð verða eftir verðlaunateikning unum. NÝJAR hljómplötur komu fyrir nokkru í Fálkann, og þangað koma reyndar nýjar plötur í viku hverri. Þarna var tveggja laga plata sung- in af amerísku þjóðlagasöng konunni Joan Baez, lögin „It’s all over now, baby blue“ og „Daddy you been on my mind“. Bæði eru lög- in eftir Bob Dylan- og bæði góð. Joan gerir þeim frábær skil. Fjögurra laga plata sungin af Joan Baez kom einnig í Fálkann. Þar eru lögin „Silver Dagger“, „East Virginia“, „Plaisir d’amiour“ og „House of the rising Sun“. Þetta er sérstaklega góð plata, enda er Joan Baez afburða söngkona. Þá komu nokkrar plötur með enskum hljómsveitum og söngvurum. Ber þar fyrst að nefna Brian Poole & the Tremolas, sem hér voru fyrir nokkru. Þeir eru með lögin „Love me, baby“ og „I want candy“. Þetta er ágæt plata og leik- ur hljómsveitarinnar til fyr- irmyndar. Síðan koma „The Zombies“, sem eru ekki al- veg eins góðir með lögin „I love you“ og „Whenever you’re ready“ og þá reka „The Walker Brothers“ lest- ina með metsölulagi sínu ,,Make it easy on yourself“ og „But I do“. Það var sagt, að Walker Brothers stældu hina bandarísku „Righteous Brothers“ og það er svo sem ekki leiðum að líkjast, en Walker Brothers eru reynd- ar einum fleiri, þeir eru þrír, og syngja ekki af alveg eins mikilli „innlifun“. Þetta er samt ágæt plata og fyrra lag ið með því sbásta, sem heyrzt hefur af þessu tagi í langan tíma. Auðvitað kom mikið meira af litlum plötum í Fálkann um leið og framan- taldar, en þeim verða ekki gerð skil hér að þessu sinni. Á það má samt minnast, að úrval LP platna hefur mjög aukizt í Fálkanum, þar er að finna nýjar, frábærar jazz- plötur, sem eru nýkomnar á markaðinn í Ameríku. essg. Svcrv flf Gests sk :rifar ssm: hhh *• M Ý J A D P L ö T l I & ÍW m ■ i w H. r m flj1% HAGALAGÐAR Auragirnd og lygi Fyrir utan Vog lét Magnús sýslu- maður Ketilsson Fellsstrendinga gera brúarspotta yfir svokallaða Sporholls mýri. Hlýddu bændur því nauðugir, en mögluðu mjög, og orti sr. Jón Þorláksson um brúargerð þessa: Upp á þessa byggðu brú bið ég enginn stigi, utan „barasta" „en og nú“, auragirnd og lygi. „Barasta“ var orðtak Magnúsar sýslumanns, og mörgum þótti hann fégjarn. Þorsteinn Guðmundsson í Arnarbæli þótti ýkinn mjög og hafði „en og nú“ að orðtaki. Sagt var, að hann hefði hvatt sýslumann til að fyrirskipa brúargerðina. Þótti sr. Jón sveigja að þeim sýslumanni í vísunni. — Enn sér votta fyrir mann- virki þessu í mýrarsundinu, en sokk- ið er það, þar sem sundið er blautast. (Árbók Ferðafél. 1947) Afná.m helgidaga Með tilskipun 26. okt. 1770 voru afteknir þessir helgidagar í konungs- ins rikjum og löndum: Hinn 3. í jól- um, páskum og hvítasunnu, þrettándi jóla, kyndilmessa og Jóns messa skir- ara, vitjunardagur Maríu, Mikjáls- messa og allraheilagra messa. Allra heilagra messutextann skyldi þó þýða og bænina fyrir siðaskiptin lesa sunnudaginn eftir 1. nóv. Boðunardag ur Maríu var fluttur á 5. sunnudag í föstu. (Isl. kirkjuréttur). Var frúin ireð í rá'ðum? Áður var steinbogi yfir ána en hann var brotinn 1602. Þá var hall- æri mikið og hungursneyð og föru- mannastraumur mikill að Skálholti. Þá var þar biskup Oddur Einarsson. Er talið, að staðarbrytinn hafi staðið fyrir þessu verki með vitund, ef ei með ráði biskupsfrúarinnar, Helgu Jónsdóttur. Átti með þessum hætti að minnka förumannastrauminn að Skálholti. Líkaði Oddi biskupi stór- illa er hann frétti þetta tiltæki, og ávítaði brytann mjög og kvað að hvorki sér né honum mundi happ af standa. . . . Skömmu síðar drukknaði þessi bryti í Brúará, en bending nokk ur þótti á yngri börnum bisltups: Eiríkur hafði mikinn vitsmunabrest, Margrét var kvenna fríðust öðrum megin í andliti. Var önnur kinn henn- ar fagurrjóð og blóimleg, en hin hvít og visin. (Árbók Ferðafélagsins 1961) 31. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.