Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 1
38. tbl. JltarininMalig inð GAMLÁRSDAGUR 1961 XXXVI. árg, Alagasteínn með ristum hjá Vegamótum í Garði Álagasteinninn (sá sem húfan liggur á). SUMARIÐ 1960 dvaldist eg um tíma í Hlíðardalsskóla í Ölfusi. Var þar margt annara sumargesta, þar á meðal Una Guðmundsdóttir frá Gerðum í Garði, fróðleikskona og velhyggjandi. Hún gaf sig eitt sinn á tal við mig og mælti: — Þú ættir að koma suður í Garð. Þar er ýmislegt markvert að sjá og eg er viss um að þér myndi þykja gaman að skyggnast þar um meðal gamalla minja. Eg spurði hvort ekki væri frem- ur fátt um fornminjar þar, því að hinn margfróði klerkur, Sigurður B. Sívertsen, hefði eigi getið um annað í sóknarlýsingu sinni 1839 heldur en Skagagarðinn, sem nú væri að mestu horfinn, og letur- steininn í Kistugerði hjá Hrafn- kelsstöðum, en sá steinn þætti nú ekki merkilegur. — Ef þig fýsir mest að sjá forn- minjar, mælti hún, þá er þarna annar steinn merkilegur og á sér sína sögu. Og svo sagði hún mér söguna af þeim steini: — Skammt frá bænum Vega- mótum í Garði, sem nú er kom- inn í eyði, er stór steinn hellu- laga og eru undir honum þrír steinar, sem hann hvílir á. Munn- mæli eru um að eitthvert letur hafi verið á honum, en það hefi eg aldrei séð og veit ekki af nein- um, sem hefir séð það, og ekki er mér heldur kunnugt um að neinn fróðleiksmaður hafi athug- að steininn til að ganga úr skugga um hvort letrið sé þar enn. Má vera að það hafi eyðst af stein- inum. En sögn er, að undir þess- um steini hvíli fornmaður nokk- ur, og steininn megi alls ekki hreyfa. Nú var það á öldinni sem leið, að á Lykkju í Garði bjó Þorsteinn Ólafsson, faðir Björns hafnsögu- manns í Hafnarfirði og afi séra

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.