Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 22
650 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Heilabrot ÞAÐ sem vór köllum dægradvalir e8a gestaþrautir, er á alþjóðamáli nefnt „topology", og er talin ein grein stærð- fræðinnar og einhver sú skemmtileg- asta. Hún fæst við þau viðfangsefni, sem talin eru óleysanleg og reynir að finna lausn á þeim. Bezta nafnið á henni á íslenzku er því heilabrot- Það kemur þráfaldlega fyrir í daglegu lífi, að menn verða að brjóta heilan um eitt og annað, og finna svo máske á því einfalda lausn, þótt öllum öðrum finnist það óskiljanlegt. Er þá oft talað um að sá geri öðrum sjónhverfingar, sem getur leyst það, er öllum þykir óleysanlegt. Til þess að skýra þetta skulum vér taka hnúta á bandi. Hér á myndinni má sjá tvo hnúta á sama bandi. Þeir eru svo lausir, að færa má þá eftir bandinu fram og aftur. Nú er haldið í báða enda og þér sagt að leysa hnút- ana. Með því að færa þá saman kemstu að raun um að hægt er að smeygja öðrum hnútnum í gegn um hinn en þeir eru að vísu báðir óleystir fyrir þvi Þetta er því ein af þeim þrautum, sem enginn hefir enn getað leyst. Vera má, að meðan þú ert að reyna við þrautina breytist hnútarnir og verði eins og sýnt er til vinstri á næstu mynd. En ef þú bætir nr við brögðum og smeygir öðrum lausa endanum í gegn eins og sýnt er til hægri á mynd- inni, þá raknar hnúturinn sjálfkrafa þegar tekið er í endana Samt sem áður er ekki víst að bú getir leyst þessa þraut þótt þér sé þannig sýnt hvemig á að fara að því, en þá ætt- irðu að reyna aftur og reikna hvemig hnútarnir geta leyst sig. Band í hneppslu Þú sikalt binda bandlykkju á end- ann á blýant, og lykkjan verður að vera styttri en blýanturinn. Svo skaltu stinga blýantinum i gegnum hneppslu á jakka einihvers, eins og sýnt er á b. og herða síðan að eins og sýnt er á c. Biddu svo einhvern að leysa blýantinn, án þess að slíta band- lykkjuna (né rífa út úr hneppslunni). Það má vera að mönnum veitist það erfitt, ef þeir hafa ekki séð hvernig þú festir blýantinn í hneppslunni. — Önnur samskonar þraut er að leysa skæri. Þá er bandlykkja sett í kapp- mellu í annað skæraaugað, en endarn- ir dregnir í gegnum hitt augað. Síð- an er bundin á endana svo stór tala, að hún geti ekki komist í gegn um augað. Og nú er vandinn sá að leysa skærin, án þess að skerða bandið né slíta af töluna. Þetta er vel hægt. Farðu úr vestinu. Ein þraut er sú, sem vefjast mun fyrir mörgum manninum, og hún er að klæða sig úr vestinu án þess að fara úr jakkanum fyrst. Jakkinn má vera óhnepptur, en sá sem leysir þrautina má ekki fara með hendur úr ermunum. Gott er að vestið sé nokk- uð vítt, það auðveldar manni að leysa þrautina. Bandingjar Fáðu þér band, sem er svona einn metri á lengd og hnýttu endunum ut- an um úlfliðina á þér. Samskonar bandi áttu að binda um úlfiiðina á kunningja þínum, þó þannig að það sé brugðið yfir bandið á þér og þið séuð þann- ig heftir saman. Nú áttu að leysa ykk- ur sundur, án þess að slíta böndin. Þetta virðist efcki auðvelt, en það er hægt. Landi skift Auðugur bóndi átti stórt land. Það var í þremur jafnstórum skákum eins og sést hér á myndinni. Nú and- aðist bóndi og lét eftir sig erfðaskrá. Var þar svo fyrirmælt, að synir hans fjórir skyldu eignast landið og skifta því á milli sín þannig að hver fengi jafnan hlut. Hann lagði einnig svo fyrir, að land hvers þeirra yrði að hafa nákvæmlega sömu lögun og land hans hafði haft. Hvemig áttu bræð- urnir að skifta þannig? Peningana á borðið Afmarkaðu 36 reita á borð, þannig að 6 séu í hverri röð. Legðu svo sex peninga á borðið, einn í hvern reit, þannig að engir tveir séu í sömu röð þvert yfir, upp og niður eða í ská- horn. Aðeins einn peningur má vera á hverjum reit og í hverri röð. Að leysa innsigli. Náðu þér í stífan pappír og skerðu hann þannig, að hann sé 6 þuml á lengd og 3 þuml.,á breidd. Skerðu svo tvær samhliða raufar i hann neðar- lega. Skal hvor rauf vera 3 þuml. á lengd og % þuml. á milli þeirra. Þar fyrir ofan gerirðu svo kringlótt gat á pappírinn og má það ekki vera víðara en % þuml. í þvermál. Nú þræðir þú band milli raufanna og stingur svo endunum í gegn úm gat- ið. Því næst bindur þú stóra tölu á hvorn enda, eða svo stórar að þær komist ekki í gegnum gatið. Bezt er að bandið sé um 12 þuml. á lengd. Á myndinni geturðu séS hvernig þessu er komið fyrir. Nú sfcaltu biðja einhvern kunningja þinn að losa bandið með tölunum úr i t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.