Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 645 séra Páll kom þangað, að jarða skyldi einhvern. En er líkmenn voru komn- ir með kistuna út og byrjaðir að snúa, reis upp ágreiningur milli þeirra út af því hve margir væri snúningar komnir, sögðu sumir þrjá, en sumir ekki nema tvo. Þá sagði séra Páll: „Og snúið þið, snúið þið, piltar, aldrei verður of oft snúið“. Þetta varð til þess að menn sneypt- ust, og síðan hefir líkkistum ekki ver- ið snúið í Grímsey. Merkilegasta sagan um séra Pál er þó um það þegar hann vígði björg- in í Grímsey. Slysasamt hafði verið venju fremur í Grímsey um þær mundir er séra Páll kom þangað. Höfðu menn hver eftir annan hraþað þar við eggjasig í björgunum og beðið bana. Er senni- legt að það hafi stafað af ófullkomn- um útbúnaði, en Grímseyingar kenndu það illvættum þeim, sem í björgun- um ættu heima, og töldu sig nú illa vanta Guðmund biskup góða til þess að vígja björgin að nýu. Séra Páll bauðst þá til þess að vígja björgin, ef þeir vildu gjalda til prests ákveðna tölu fugla og eggja frá hverjum búanda. Gengu eyar- skeggjar óðfúsir að þessu, enda skyldi prestur ábyrgjast þeim árangur vígsl- unnar. Prestur fekk sér nú trausta festi og þaulvígði hana. Safnaði hann svo saman flestu fólki eyarinnar ákveð- inn dag, og gekk hempuskrýddur í broddi fylkingar út á bjargið. Lét hann binda sig í festina og búa vel um. Tók svo latneska málfræði úr barmi sínum og las í henni lítið eitt í hálfum hljóðum, og heldu Grims- eyingar það vera særingar. Skipaði prestur svo að láta sig síga, en fólk- ið skyldi syngja stöðugt meðan hann væri í bjarginu, en þá allra hæst ef það heyrði högg og hávaða í bjarg- inu, því að nú mundi alls við þurfa. Prestur seig nú í bjargið, og á með- an söng fólkið af öllum lífs og sál- arkröftum. Prestur söng einnig, en þegar er hann var úr augsýn fólks- ins, dró hann hamar upp úr hempu- vasa sínum og braut með honum hvassar brúnir, sem áður höfðu skor- ið lélegar festar sigamanna. Jafn- framt ruddi hann og niður lausa- grjóti. Varð af þessu hinn mesti glumrugangur. Heldu Grímseyingar hávaðann stafa af harðri viðureign prests við illvættirnar. Fór prestur þannig um mestan hluta bjargsins og ítrekaði jafnan við fólkið að syngja, og syngja hátt. Lét hann svo um mælt að siginu og vígslunni lokinni, að ekki mundi nú slysast við sigið framar. Varð og svo, að slys urðu ekki við bjargsig í eynni eftir það um alllangt skeið, og lögðu Grímsey- ingar trúnað á mátt og kunnáttu hans og andríki. Hefir það eflaust verið skopleg sjón að sjá alla Grímseyinga hábeljandi á bjargbrúninni allan tímann meðan prestur var í bjarginu. Páll losnaði úr Grímsey 1835 og fekk þá Miðdal í Laugardal. Þar var hann prestur til 1843, en þá vildi honum til sú skyssa, að eiga barn framhjá konu sinni með stúlku þeirri er Þórey hét Guðmundsdóttir og átti heima á Brekku í Biskupstungum. Var það drengur og hét Guðmundur. Missti séra Páll þá hempuna um skeið, en fekk skjótt uppreisn og Knappstaði í Stíflu. Lét hann þá reka kýr sínar alla leið sunnan úr Laugar- dal norður í Fljót. Fól hann það vinnukonu sinni, sem Guðrún hét og kölluð var Gunna eineygða. Lét hann gera henni skó með járnsólum til þess að þeir þyldu gönguna norður. Nú þegar Páll var kominn norður, þótti honum kostnaðarsamt að gefa með Guðmundi litla suður í Biskups- tungur. Brá hann sér því suður árið eftir að sækja drenginn, sem þá mun hafa verið tveggja ára. Batt hann strák ofan á milli á tússahesti og helt norður. Var hann þá oft drukkinn. Einhvers staðar á leiðinni mætti hon- um maður og bað Guð að hjálpa sér. Hafði þá snarast á trússahestinum, svo að klyfberinn með drengnum við- bundnum var kominn undir kvið. Hafði klerkur ekki tekið eftir þessu En svo ^vel vildi til, að drenginn hafði ekki sakað. Kona Páls reyndist drengnum sem móðir og ólst hann upp á Knappstöðum. Eru afkomend- ur hans margir á lífi. Þau Páll og kona hans áttu nokk- ur böm. Sonur þeirra hét Páll, annál- aður gleðimaður og hagyrðingur. Eft- ir hann er hin alkunna vísa: Vaxa fíflar fróni á fæst því ríflegt heyið, ó, hve líflegt er að sjá ofan í Stíflu greyið. Páll andaðist ungur og varð mörg- um harmdauði. Annar sonur séra Páls hét Tómas, einnig mikill fjörmaður, en drykkfelldur. Eitt sinn kom hann þeysandi á góðhesti. Varð þá fyrir honum kerling, er Salome hét. Tómas sló í klárinn, er hann var alveg kom- inn að henni og stökk hesturinn þá yfir kerlingu, svo að sakaði hvergi. En hestur og maður komu niður i pytt og fóru þar á bólakaf. Var þess- ari sögu haldið á loft til að sýna hve ógætnir og kærulausir menn væri þegar þeir væri ölvaðir. Annars áttu þeir bræður ekki langt að sækja fjörið, því að séra Páll var annálaður fjörkálfur á yngri árum. Með honum var í skóla annar fjör- kálfur, eldri að árum, Guðmundur skáld Torfason sem seinna var prest- ur á Torfastöðum. Eldu þeir stund- um grátt silfur. Einu sinni lenti þeim saman, og var Páll óstyrkari. En hann hafði hamar í hendi og laust honum í höfuð Guðmundi svo að hann steinrotaðist. Er mælt að þá hafi Páll þreifað í áverkann og sagt: „Hér er enginn botn“. Er það til marks um kæruleysi hans. En svo raknaði Guðmundur úr rotinu og hugðist nú lumbra á Páli. En Páll lagði á flótta og hljóp altaf í kring- um kirkjuna á Bessastöðum og Guð- mundur á eftir. Þá var verið að gera við kirkjuþakið og var stigi reistur upp við hana. Nú er Páll sá sitt óvænna, hljóp hann upp stigann og Guðmundur á eftir. En Páll létti ekki fyr en hann var kominn upp á turn kirkjunnar, og þangað treystist Guð- mundur ekki að sækja hann. Kirkjuturninn var ferkantaður og allhár og upp úr honum járnstöng og stór málmkúla neðan til á hennL Efst á stönginni var gylltur vind- hani og undir honum önnur gyllt kúla minni. Gröndal segir að séra Páll hafi eitt sinn komizt upp á stóru kúluna og staðið þar á höfði, en óvíst hvort það var í þetta skipti eða ann- að. — — • - Séra Páll var talinn kvenhollur, uppstökkur, meinyrtur en þó stund-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.