Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 643 hefði þó áður farið eftir öllum helgireglum, sem þessu fylgja. Menn verða að fasta og lifa hreinu lífi nokkra daga áður en athöfnin hefst. Margir hafa horft á eldgöngur. Mbengga-menn hafa sýnt í Suva hvað eftir annað, og þeir hafa jafnvel farið til Nýa Sjálands og sýnt þar í viðurvist fjölda manna. Einu sinni var nefnd lækna send til að vaka yfir þeim, og rann- saka allt atferli þeirra á vísinda- legan hátt. Margar getgátur hafa komið fram um það hvernig á því standi að þessir menn bregða sér ekki við hita. Vegna þess að Mbengga- menn setja það sem skilyrði þeg- ar þeir sýna eldgöngu, að þeir megi hafa steina heiman frá sér, hafa sumir komið með þá tilgátu að grjótið þar á eynni sé í eðli sínu þannig að hitinn rjúki óðar úr því. En þetta er ósköp venju- legt grjót, í engu frábrugðið öðru grjóti, sem heldur á sér hita langa lengi. Sumir halda því fram að eld- vaðendur smyrji fætur sína og leggi með einhverju því efni sem hitinn bíti ekkert á. En engum manni hefir enn tekizt að fram- leiða slíkt efni, og læknarnir, sem rannsökuðu fætur eldgöngumanna, fundu engin merki þess að þeir hefði borið neitt á sig. Sennilegasta tilgátan er ef til vill sú, að undir iljum eldgöngu- manna myndist svitalag, sem verji þá bruna. En eg tel þessa skýringu ekki fullnægjandi. Eg er alveg sannfærður um, að undir venjulegum kringumstæðum hefði menn skaðbrennzt af því að stíga berfættir á hina glóandi steina. Þarna brenndist enginn. Meira að segja, það sá hvergi á hörundi þeirra. Huglækningar HUGLÆKNINGAR hafa eflzt \ mjög í Englandi á undanförnum árum og eru þar frægastir hug- læknar Dorothy Kerin, Harry Ed- wards og Gordon Turner. Lækna- stétt Englands leit þessa menn fyrst í stað hornauga, en eftir því sem árin liðu og það varð æ ljósara að huglæknarnir náðu merkilegum árangri, gerðu jafn- vel „kraftaverk" á sjúklingum, er aðrir læknar höfðu ekki getað hjálpað, fór þetta að breytast. Og nú er svo komið, að læknar í mörgum sjúkrahúsum hafa sam- vinnu við huglækna, ekki síður en sálfræðinga. Vísindin eiga eftir að skýra marga fyrirburði, þar sem andinn virðist hafa fullt vald á líkaman- um. Helgir menn meðal Hindúa stinga hnífum í gegnum kinnar sínar og tungu, án þess að þeir særist og án þess að blæði. Hjá kristnum mönnum koma fram sár eins og þau, sem Kristur fekk á krossinum, og enginn skilur í því. Tyrkneskir einsetumenn reka nagla inn í höfuðið á sér. Og dansendur á Bali reka hnífa hver í annan, án þess að skinn- spretta sjáist. Allt er þetta vel vottfest, en enginn hefir enn getað skýrt það. Ef til vill lánast einhverjum vís- indamanni, áður en langt um líð- ur, að skilja hvernig á því stend- ur, að sumt fólk getur hlaðið líkama sinn einhverjum þeim krafti, að Rann gjörbreytist. Og þá verður meðal annars ráðin gát- an um það, hvemig Mbengga- menn geta vaðið eld. Nú er það altaf mjög erfitt að færa sönnur á, að sjúklingar hafi læknast af ósýnilegum krafti, sem beint er til þeirra. Þess vegna var það, að kirkjufélagið „Churches Fellowship for Psychical Study“ hófst handa um rannsókn á þessu máli. í stjórn þessa félagsskapar eru 14 biskupar, dómkirkjuprest- urinn í St. Pálskirkjunni og tveir yfirklerkar frá Metódistum. Þeir skipuðu nefnd manna, sem í voru læknar, prestar, huglæknar og leikmenn. Fyrsta skýrsla nefndarinnar er merkileg. Þar segir: — Huglæknar eru milliliðir, sem beina lækningakrafti guðs til hinna sjúku. Huglæknar eru ekki skottulæknar, sem starfa í sam- keppni við hina reglulegu lækna. Hlutverk þeirra er hið sama og læknanna og geðlæknanna, aðeins á öðru sviði. Það er margsannað, að líkam- lega sjúkdóma er hægt að lækna með andlegum krafti. Og sá tími mun koma, að huglæknar verða viðurkenndir, ekki síður en lækn- ar og geðlæknar, og huglækning- ar taldar eðlilegar.--- Þá hefir nefndin aflað sér allra fáanlegra upplýsinga um árangur huglækninga, og komizt að þeirri niðurstöðu að fjórði hver sjúkl- ingur hafi læknazt, en í sumum tilfellum hafi læknazt þrír af hverjum fjórum sjúklingum. Þetta er samkvæmt greinum eftir Mr. Neville Randall og birt- ust þær fyrir skömmu í blaðinu „Daily Sketch".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.