Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 16
644 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Einkennilegir menn „Gullsi" og Páll bróðir hans ÞEIR voru bræður Þorgrímur gull- smiður og Páll, er seinast var prestur að Knappstöðum í Fljótum. Þeir voru synir Tómasar gullsmiðs Tómas- sonar í Ráðagerði. Var mikill ald- ursmunur á þeim, því að Páll var 15 árum yngri og ólst hann upp hjá bróður sínum. Þorgrímur var vanalega kallaður Thomsen eða „gullsi“, þegar menn vildu vera þjóðlegir. Kona hans var Ingibjörg systir Gríms amtmanns á Möðruvöllum og áttu þau þrjú börn: Grím skáld, Guðrúnu og Kristínu. Þorgrímúr var bryti Bessastaðaskóla og bjó þar til æviloka. Hann setti Pál bróður sinn í skólann, en honum varð langsóttur menntaróðurinn, því að hann var 12 ár í skóla. Gröndal hefir lýst þeim bræðrum svo: Þorgrímur var lítill vexti og grannur, gamallegur snemma, en snar- legur og fjörugur, íbygginn og bú- maður. Hann riðaði með höfuðið og gekk með gleraugu heima við, sat löngum við smíðaborð sitt, sem var í öðrum glugganum í stofunni. Rúm þeirra hjóna var þar 1 stofunni og lágu þar jafnan kettir í. — Páll bróð- ir hans var ljótur og lítilL Hann var mesta hermikráka, og einu sinni er hann kom suður í Reykjavík á dög- um Bjarna rektors, þá fekk Bjarni hann til að herma eftir og leika, og gaf honum peninga fyrir. Þessa mim Gröndal geta vegna þess að honum hefir þótt það lítil- mannlegt hjá embættismanni að þiggja fé fyrir eftirhermur. En í ís- lenzkum æviskrám er Páli svo lýst: „Hann var tápmaður mikill og at- orkumaður, manna fræknastur, lær- dómsmaður enginn, heldur óprestleg- ur í háttum, enda drykkfelldur." Gullsi hafði það líka til að skvetta í sig ,og þótti það ekki tiltökumál á 19. öld, þegar allir drukku. Sóttu hann heim margir höfðingjar og var þá alltaf drukkið drjúgum. Meðal þeirra, sem oft komu þagnað var Bjami Thorarensen skáld, og hafði hann ekki á móti sopanum. Kom hann þá alltaf á rauðum kjól, var hinn hnakkakertasti og fyrirferðar- mikill og vildi alltaf syngja. Stund- um mun öðrum hafa þótt nóg um mannalæti hans og viljað minnka hann, en þá varð Bjarni hræddur því að hugmaður var hann enginn. Segir Gröndal frá því, að eitt sinn sem oftar hafi verið samdrykkja hjá gull- smiðnum. Þá kom Bjarni um nótt- ina á glugga hjá Sveinbimi Egilssyni, barði í gluggann og hrópaði hástöf- um: „Ljúkið upp, maddam Egilsen, djöflamir eru hérria úti og ætla að taka mig“. En í því var komið að Bjarria og hann dreginn inn í gull- smiðsstofuna aftur. Gullsi helt alltaf veizlu á afmælis- daginn sinn og komu þá jafnan margir gestir af nesinu, úr Reykjavík og HafnarfirðL Og þegar fór að svífa á Gullsa, vildi hann alltaf vera að yrkja, þótt honum væri annað betur lagið, kallaði menn þá skíthæla og lét vaða á súðum. Þetta orkti hann um Jón Jónsson lektor: Andskotinn sjálfur rassskelli lektor, ef hann getur það ei skal eg hjálpa honum til. Og um börn sín orkti hann þetta: Dreng á eg einn dável gáfaðan og dætur tvær, guð blessi þær, giftar em þær skíthælum tveim. Svei báðum þeim. Þessir tengdasynir hans voru þeir Ásmundur, sem var dómkirkjuprestur í Reykjavík og séra Markús í Odda, synir Jóns lektors. Seinast varð Gullsa hált á þessum afmælisveizlum, en ekki er víst hvaða ár þáð hefir verið, sennilega 1848, Um það segir Gröndal: „Þá komu kaupmenn úr Hafnarfirði ríðandi á ís yfir Lambhúsatjörn, það var eftir miðjan dag og logn veð- urs, og drukku inni hjá Gullsa. Það voru þessi frægu Hafnarfjarðarnöfn: Linnet, Elis og gamli Iversen. Þeir fóru aftur um kvöldið snemma, en gamli Iversen reið fyrir innan. Hinir riðu tjörnina og Gullsi fylgdi þeim gangandi, duttu svo allir ofan í og björguðu piltar þeim. Lárus Scheving fleygði reipi til Gullsa og náði hann í það og var dreginn upp á því. Brynjólfur crassus hét vinnumaður, ákaflega digur. Hann sótti landlækni og var hágrátandi. En annars varð ekki meira að. Samt heyrði eg að gullsmiðurinn mundi aldrei hafa orð- ið samur maður eftir“. Þorgrímur andaðist 1849. Páll bróðir hans varð prestur í Grímsey 1828. Þótti það jafnan lé- legasta brauðið á íslandi, og var al- vanalegt að menn væri „skikkaðir“ þangað, einkum þeir, sem lélegt próf höfðu, svo sem séra Páll, og gátu ekki vænzt þess að fá gott brauð. Séra Páll var ekki mikill kenni- maður, svo sem áður er sagt, og prédikaði alltaf blaðalaust. Einu sinni var Jón Mýrdal skáld við messu hjá honum og spurði prestur hann á eftir hvernig honum hefði líkað ræðan, en Mýrdal svaraði með þessari vísu: \ Engin hafði eg af því not, er það sálarvoði: það var eins og flyti flot fram á köldu soðiv Mun það hafa þótt rétt lýsing. En Páll bar þó langt af Grímsey- ingum, því að þeir voru heldur fá- kunnandi á þeim árum og hjátrúar- fullir. Höfðu þeir ýmsa siði, sem ekki þekktust annars staðar, þar á meðal að snúa líkkistum þrjá hringa fyrir utan kirkjudyr, áður en þær væri bornar til grafar. Var það gert til þess að hinn dauði skyldi ekki ganga aftur. Nú var það skömmu eftir að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.