Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 21
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 649 ur steindauð. Hún var ekki vernd- uð gegn vopninu. Þetta þótti mönn- um furðulegt, en engum kom til hugar að púðurskot var í byssunni þegar höfðinginn skaut á mann- inn. Meðan ég dvaldist hjá Chang- ane-Zúlú þjóðflokknum hjá Sabi ánni varð mér fyrst ljóst hvað galdratrúin er mögnuð meðal Zúlúa. Einn af mönnum mínum hét Ngzimba. Hann var Zúlúi og hafði það verk að flá veiðidýr. Nú hvarf hann hvað eftir annað á kvöldin og vissi ég ekki hvað um hann varð. En hann hafði þá farið niður að ánni og lá þar í leyni og beið þess að fílar kæmu þangað að drekka. Hann ætlaði sér að reyna að ná í fílatað. Þegar við ætluðum að flytja bækistöð okkar, kom hann með hálffullan poka og setti upp í bílinn. Mér fannst vond lykt að pokanum og spurði hvað í honum væri. Hann sagði þá að það væri fílatað. Seinna kom hann eitt sinn með fangið fullt af.gíraffabeinum. Hann safnaði og ljónafeiti og var það auðvelt, því að hann fláði dýr- in. Það kom nú upp úr kafinu að hann var að safna þessu handa galdrakonu og átti að fá ástargald- ur í staðinn. Nokkru seinna hvarf hann á burt og var í burtu marga daga. Við fréttum að hann væri að draga sig eftir stúlku í næsta þorpi. Hún var dóttir innlends veiðimanns, sem Bones hét. Hann vildi ekki gefa Ngzimba dóttur sína vegna þess að hann gat ekki greitt gjaldið fyrir hana, þrettán kýr. Þess vegna hafði Ngzimba komið í hug að beita brögðum, og fekk sér ástarmeðalið. Svo gafst honum færi á að nudda því á handlegg stúlkunnar. Og þá sagði hann að nú væri hún á sínu valdi, og þegar máninn kæmi upp skyldi hann draga hana heim f kofa sinn, ella skyldi hún verða ær og hlaupa um kring og jarma eins og zebra. Faðir hennar fór þá til galdra- manns, sem var dulbúinn sem spámaður og bað hann hjálpar. Rétt á eftir hitti eg Bones og spurði hann frétta. Hann sagði að dóttir sín hefði orðið fyrir gjörn- ingum og æddi nú um og jarm- aði eins og zebra. Þetta væri Ngzimba að kenna. Við gengum svo út og sáum þá hvar nokkrar konur eltu eina, sem hljóp á blábarmi hengiflugs. Sem betur fór tókst þeim að handsama hana. Þetta var dóttir Bones og þegar við komum þar að, sá eg að stúlkan var brjáluð. Hún var dregin heim í kofann, æpandi og jarmandi. Eg frétti ekkert meira af þessu um hríð, en þótti einkennilegt að menn ypptu aðeins öxlum ef þeir voru spurðir um það. Svo lögðum við á stað til þorpsins. Á leiðinni var gil nokkurt. Vildu menn mínir taka á sig krók og sneiða fram hjá því, sögðu að það væri ófært vegna vatnavaxta. Eg átti bágt með að trúa því, vegna þess að þurkar höfðu gengið og gilið hafði verið vatnslítið er við fórum um það seinast. En svo komst eg að því hvernig á þessu stóð. Mikill galdramaður var kominn og ætlaði að reka út illa anda. Hann hafði valið þetta gil til þess, því að þar ætlaði hann að drekkja öndunum. Það kom upp úr kafinu að þessi mikli töframaður var Lucas M’- Zungu, nafnkunnur Voodoo- meistari, sem einnig studdist við kristna trú. Eg laumaðist í nánd við staðinn og ætlaði að horfa á tilsýndar. En þeir urðu varir við mig og þá gekk eg fram og sagði meistaranum að hann þyrfti ekk- ert að óttast, því að eg værí ekkf embættismaður. Hann sagði mér þá á blendingsmáli að hann ætl- aði að drekkja nokkrum illum öndum. Þrír pottar voru þar á hlóðum og voru konur að bera vatn í þá. Meistarinn var í svörtum kufli og helt á biblíunni á Zúlúmáli og þuldi stöðugt. Svo gengu sjúkling- arnir fram, allsnaktir að ofan, svo að meistarinn gæti makað þá með ljónafeiti. Meðal þeirra var stúlk- an, hún talaði nú mikið við sjálfa sig, en var ekki óð. Sjúklingunum var nú skipað að krjúpa og drekka heitt vatn, sem þeim var rétt. Hver vatnsskál hefir tekið um 4 lítra og var hverjum manni skipað að tæma ílátið og helzt að drekka meira, því að öðrum kosti mundi lækningin ekki hrífa. Sum- ir tæmdu nær tvö ílát, en stóðu þá á þambi og leið sýnilega illa. Þegar þessu var lokið sýndi meistarinn þeim hvernig þeir áttu að losna við vatnið aftur, með því að láta þá reka fingur niður í kok sér eins langt og komist varð. Spúði þá hver sem betur gat. Ef einhverjum gekk illa, kallaði meistarinn til hans og sagði að hinn illi andi væri að berjast við að vera kyr, en það yrði að drífa hann út. Þegar allir höfðu spúð eins og þeir gátu, leið þeim betur. Þeir lögðu nú á stað brosandi, því að þeir voru lausir við hina illu anda. Dóttir Bones var á meðal þeirra og var nú albata. En M’- Zungu höfðu áskotnast margar geitur, kýr og kindur fyrir hjálp- ina. Þar á meðal voru fimm kýr, sem Ngzimba hafði átt, en höfðu verið gerðar upptækar að boði höfðingjans. Ngzimba var flúinn og kom víst aldrei aftur, enda hefði honum varla verið vært þarna eftir þetta. t t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.