Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1961, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1961, Blaðsíða 16
132 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A G 10865 V 8653 ♦ D952 * — A K 3 V 10 7 2 ♦ KG6 * DG984 A D 9 7 4 2 V ÁDG ♦ 74 * ÁK 10 S gaf og sagði spaða. V sagði pass, N sagði 4 spaða og varð það úrslita- sögn. Út kom L D. Nú var auðséð að and- stæðingar mundu fá tvo trompslagi og gátu fengið tvo slagi í tígli. Hvemig átti S að vinna? Hann drepur L D með trompi í borði og svínar svo hjarta. Þá kemur út LK og er drepinn með trompi í borði, og aftur er hjarta svínað. Svo er tekinn slagur á H Á og síðan sleg- ið út L A, en hann er trompaður í borði. Og nú kemur seinasta hjartað úr borði, og S fleygir í það tígli, hvað sem A gerir. Ef V trompar slaginn þá falla saman ás og kóngur í spaða. A A V K 9 5 ♦ Á10 8 3 A 76532 Kvakað á kaupmanninn. Eitt sinn kom gömul og fátæk kona inn í verslun í Keflavík, þar sem Ólafur Norðfjörð var þá verslunar- stjóri. Ólafur var sonur Magnúsar Jónssonar Norðfjörð í Sjóbúð í Reykjavík, og var kvæntur Júlíönu dóttur Snæbjarnar Benediktssonar verslunarstjóra, sem fórst með póst- skipinu „Sölöven" undir Jökli 1857. Konan ávarpaði Ólaf á þessa leið: Nú er eg komin, Norðfjörð góður, nægilegt með sálarfóður, en það dugir ekki samt. Líkaminn þarf líka fæðu, VATNAVEXTIR. — Fyrir skemmstu gerði asahláku með mikilli úr- komu á fjöllum. og hljóp þá geisilegur vöxtur í allar ár. Hér má sjá Ölfusá bakkafulla hjá Selfossi og með miklu straumkasti. Það virðist ekki mega muna miklu að hlaupið nái hinni nýu kirkju þorpsins, og stendur hún þó hátt. (Ljósm.: vig). löngum mér það eykur mæðu, mjög að borða mér er tamt. Kvelur mig helzt kaffileysi, kúri eg ein í bæarhreysi, allt er hér í veröld valt. Ekkert korn eg á til heldur — Ólafur Norðfjörð þessu veldur. Verst er þegar vantar allt. (Sögn Sigríðar Þorvaldsdóttur frá Krossi í Landeyum). Völundarhús Suðurbarði nefnist hár hrauntangi milli Djúpalónssands og Dritvíkur. Þar gerðu vermenn í Dritvík sér Völ- undarhús úr torfi og skemmtu sér við að ganga þar um og komast klak- laust út, án þess að villast. Sér fyrir húsi þessu enn og hefir það verið þrír faðmar í þvermál og gert af tíu hringum, hverjum utan yfir öðrum. — Völundarhús hafa verið til víðar. Um það bil sem eru landamerki Fagradals á Skarðsströnd og Tjalda- ness, gengur eyri fram í fjörðinn og kallast Þingeyri. Þar voru mannvirki forn, er menn heldu vera hauga og höfðu verið að grafa í til að leita fjár. En Sigurður Vigfússon sagði að þetta væri engar dysjar, heldur leifar af Völundarhúsi. Líkakrókur heitir graftól; það er skapt eins og járnkarl og munni á hvorum enda sem á handöxi og skaröxi, en auga í miðju; þar setja menn skaft í sem hjá steinhöggvurum. (Séra Einar Bjarnason á Síðu 1705). Opnar kirkjur Það er gömul trú á Stokkseyrar- kirkju, að hún skal alltaf standa opin þegar skip eru á sjó, því að ekki far- ist skip á réttu sundi þegar hún sé opin. Sama er að segja um Kirkju- vogskirkju í Höfnum, að ekkert skip ferst þar á sundinu, sé hún opin. í Viðey má ekki loka kirkjunni, því að þá á bátur að farast á sundinu. Með- an kirkja var 1 Holti undir Eyafjöll- um, skyldi hún alltaf standa opin þeg- ar bátar voru á sjó.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.