Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1961, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1961, Blaðsíða 12
12S LESBÓK MORGUNBLAÐSINS KJARTAN JÚLÍUSSON: ÞRÍR SNÁDAR i HÁSKAFÖR ARIÐ 1909 bjuggu foreldrar mínir, Júlíus Jakobsson og kona hans Sig- riður Sigurðardóttir, á Skáldstöðum í Eyafirði. Þau áttu fimm syni, koma tveir þeirra hér við sögu, Bjartmar tíu ára (hann var elztur okkar bræðra) og Björgvin á sjöunda ári. í þennan tíma bjó á Jórunnarstöð- um, næsta bæ sunnan Skáldstaða, bóndi sá er Tryggvi hét og var Sig- urðsson og seinni kona hans Lilja Frímannsdóttir frá Gullbrekku. Hún var tvígift, átti einn son af fyrra hjónabandi, hann hét Frímann Karels- son, átta ára að aldri, kemur hann og við þessa sögu. Það var dag einn síðla í október- mánuði 1909 að Frímann litli kom í Skáldstaði, ef til vill einhverra er- inda fyrir stjúpa sinn eða móður, ellegar einungis til þess að leika sér við bræður mína (einn þeirra hét Steinþór, níu ára gamall), en það gerði hann oft, og svo fóru þeir þá stundum suður í Jórunnarstaði og léku sér við börnin þar. Sveinar þess- ir, einkum þó bræðurnir, voru hraust- ir og knáir og hugaðir vel, eg held að þeir hafi ekki kunnað að hræðast. Slógu þeir tíðum ærið mikið um sig, flugust á og glímdu og fundu upp ýmsa leika, suma allhættulega, eins og til dæmis þá að láta einn og einn síga niður í tóman brunn sem var á Skáldstöðum, hyldýpi mikið, fara í þvottabala út á síki eða kvísl við Eyafjarðará og fóru þá auðvitað bali og drengur á bólakaf, og að klifra í klettum. Eg var þá á fjórða árinu. Hálf öld er mikill tími, en þó man eg hvernig veðrið var og fleira þenn- an löngu liðna dag, eg man, að loft var alskýað, veður þurt, stillt og milt. Eitthvað léku bræður mínir sér við aðkomudrenginn, en svo kom ein- hverjum það til hugar, ef til vill Bjartmar, að fara út og upp á Gull- brekkuöxl og sjá sig um. Var sú uppástunga auðvitað samþykkt í einu hljóði. Fóru þeir Bjartmar og Björg- Kjartan Júlíusson vin síðan til föður síns og báðu hann um leyfi að mega fara för þessa, var það auðsótt mál, en hann setti það skilyrði að þeir mættu ekki fara lengra en upp á öxlina og vera komn- ir heim fyrir myrkur. Svo lögðu þeir af stað þrír litlir menn, en ekki með nesti og nýa skó, eins og segir 1 æfintýrunum, aftur á móti fylgdi þeim fjárhundur einn vit- ur og góður frá Jórunnarstöðum. Sáðgarður gamall var stutt fyrir utan og ofan bæinn, þangað elti eg dreng- ina og bað þá látlaust um að mega fara með, þóttist víst orðinn maður með mönnum þó ærið væri eg nú lágur í loftinu, en þeir neituðu og skipuðu mér heim harðri hendi. Eg nam staðar við garðinn og horfði á eftir þeim unz þeir hurfu niður í svokallað Ytra-Bæargil, þá sneri eg við og gekk inn til móður minnar hryggur í huga. Drengirnir héldu nú út og upp fjall, efalaust glaðir í sinni og léttir í lund. Var Bjartmar fararstjórinn. Gekk þeim ferðin fljótt og vel, því þar er bratti ekki mikill. Á háöxl- inni námu þeir staðar og lituðust um. Þarna höfðu þeir aldrei komið áður. Beint niður undan þeim að aust- an og í norðri blöstu við margir, margir bæir og mörg tún, bæði stór og smá, græn að lit; þarna sást Saur- bær, þar sem gamli presturinn hann séra Jakob*) bjó, og torfkirkjan og þinghúsið og kirkjan á Möðruvöllum, og höfuðbólið Grund með sitt fagra og fræga guðshús, en einungis örstutt fyrir vestan þá sá niður í afdal einn lítinn og daufur árniður barst að eyr- um þeirra. Þetta var Gullbrekkudalur og Gils- árdalur og áin sem þeir heyrðu til var Gilsáin. Það var gaman að vera svona hátt uppi fannst drengjunum, það var eins og loftið væri miklu léttara og tærara en niður á láglend- inu og þögnin helmingi dýpri og sterkari en þar. Þó hlyti það að vera enn þá skemmtilegra, meira spenn- andi og æfintýraríkara að fara upp á Skáldstaðafjall (981 m.), sem gnæfði hátt til himins stutt fyrir sunnan þá, með snarbröttum og egghvössum röðli að norðan. Fjall þetta er veggbratt að ofan; í brún þess eru smá klettahaus- ar og stallar og ná þeir dálítið niður eftir, taka þá við skeiðar með möl og lausagrjóti, á milli þeirra eru hamra- bönd eigi allhá. Syðst, uppundan Jór- unnarstöðum, eru flug mikil og ægi- leg, heitir þar Tröllshöfði og Trölls- höfðagjá, þar fyrir utan liggja gil, fjögur að tölu, ofan frá brún og niður undir mitt fjall, hömrum girt. Öll eru gljúfur þessi hrikaleg, dimm og draugaleg — og þó miklu mest gjáin, er þar víðast hvar eigi öðru fært yfir en fuglinum fljúgandi. Ef drengj- unum tækist að klífa fjallið, sem var auðveldast vestan frá, að sögn, gæti verið að þeir sæu ofan á Akureyri, eða að minnsta kosti sjóinn, og jökl- ana og kannski austur til Ódáða- hrauns og suður á Laugafell, en um hina tvo síðamefndu staði höfðu þeir heyrt fullorðnu mennina tala af mik- *) Björnsson prestur í Saurbæar- þingum 1884—1916.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.