Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1961, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1961, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 121 að skyldustörf oddvita væru æði mörg og margvísleg. Það var einn vordag að hús- freya í sveitinni sendi til mín og bað mig að koma þegar í stað, því að maður sinn væri að dauða kominn. Eg vissi ofur vel að eg gat ekkert gert fyrir hinn dauð- vona mann, en eg brá þegar við og fór þangað. Bóndinn skildi við rétt eftir að eg var kominn. Eg hafði varla veitt honum nábjargir, er þangað er kominn annar sendi- boði og biður mig blessaðan að fara að öðrum bæ í þessari litlu sveit, og tilkynna fólkinu þau sorgartíðindi, að bóndinn þar hefði drukknað í Kúðafljóti. Eg fór þangað og rétt á eftir var komið með líkið. Það varð mitt hlut- skifti að færa það úr fötum, leggja það til og veita nábjargir. Eg held að þetta hafi verið ein- hver dapurlegasti dagurinn á ævi minni.---------- Katla hrakti okkur úr sveitinni Haustið 1918 kom Kötlugosið. Eg ætla ekki að lýsa því nú, en það veitti okkur þær búsifjar, að eg sá fram á að eg yrði að yfir- gefa jörðina. Drengirnir mínir voru nú óðum að ná þroska og vildu fara á sjóinn. Það varð því að ráði að eg ritaði vini mínum, tryggðatröllinu honum Gunnari Ólafssyni kaupmanni, sem þá var kominn til Vestmanneya, og bað hann að útvega okkur húsaskjól þar. Og hann brást mér ekki frem- ur en vant var. Og nú kom að því að við átt- um að skilja við Álftaver, og skilnaðurinn var blandinn sökn- uði. Við höfðum tekið tryggð við sveitina og áttum vini á hverjum bæ. Það reyndist því sárara en mig hafði órað fyrir að rífa sig þar upp með rótum. Eignalaus komum við í Álftaverið, en ekki fórum við allslaus þaðan eftir 2Q, ár, því að nú áttum við 13 heil- brigð og mannvænleg börn. Að öðru leyti var og efnahagur okkar miklu betri en þegar við byrjuð- um búskapinn, og mundi þó hafa verið stórum betri, ef meinvættur- inn Katla hefði ekki gert okkur skráveifur haustið áður. Búslóðina fluttum við með okkur út í Eyar, en kvikféð seldum við og þegar flestar skuldir voru greiddar, átt- um við enn eftir um 9000 krónur, en að vísu ekki nema 5000 krón- ur handbærar, og af þeim áttu 3000 krónur að fara til kaupa á húsinu Háigarður í Vestmanney- um. Við fórum fyrst til Víkur, en þa&an skyldi farið með vélbátnum Skaftfellingi til Eya. Og þá reyndi eg hvað það er að eiga vin, sem í raun reynist. Eg skuldaði Halldóri Jónssyni kaupmanni í Vík, hafði alltaf skuldað honum meira og minna öll þessi 20 ár, sem eg var í Álftaveri, og hafði þó verslað lítið við hann, því að eg skifti við kaupfélagið. En í hvert skifti er brýn nauðoyn var á meiri vörum heldur en eg gat fengið í kaupfé- laginu, var þrautalendingin að fara til Halldórs og bæta þar nýu láni ofan á gamla skuld. Alltaf var það til reiðu, aldrei krafðist Halldór þess að skuldin væri greidd að fullu, og aldrei reiknaði hann sér neina vexti af henni. Nú kom eg til hans, ætlaði að greiða skuldina að fullu og taldi féð fram á borðið. En Halldór vildi ekki tala við peningunum. Hann sagði að eg mætti ekki koma slyppur til Eya, og þessa peninga mætti eg því ekki missa að svo stöddu. Eg hygg að fáir hefði sýnt slíkan dreng- skap. Og hann gerði meira. Hann bauð mér að leita til sín ef mér lægi á, og það var ekki mark- laust loforð. Þeir áttu sér öruggt vígi Skaft- fellingar meðan þeir Gunnar Ól- afsson og Halldór Jónsson voru í Vík. — O — Og nú lýkur búskaparsögu minni þar sem við siglum til Vest- manneya með Skaftfellingi. Hér er ekki sagt nema örlítið brot af henni. Lífið hafði kennt mér margt á þessum 20 árum, en þó helzt það, að láta aldrei hugfall- ast, treysta á sjálfan sig og treysta guði. Og það er óvéfengjanlegur sannleikur í þessu orðtaki: „Guð hjálpar þeim, sem hjálpar sér sjálfur“. Á. Ó. skráði. IVieira B-fjörvi A ALÞJÓÐARÁÐSTEFNU, sem ný- lega var haldin um mataræði þjóð- anna, helt rússneski vísindamaðurinn dr. Victor Efremov því fram, að menn þyrftu að fá meira af B-fjörvi (complex) en raun er á, einkum þeir sem vinna með höfðinu. B-fjörvi læknar ofþreytu og fylgifiska henn- ar, taugaveiklun og þunglyndi. Hann sagði að heilbrigðisráð Rússa ráð- legði mönnum stærri skammta af B- fjörvi heldur en heilbrigðisráð Banda- ríkjanna, eða 3 milligr. meira af B-2 (riboflavin) og 3 millgr. meira af B-1 (thiamin). Ennfremur hefði rússneska heilbrigðisráðið nýlega ráðlagt mönn- um að bæta við sig daglegum auka- skammti, 2 millgr., af B-6 (pyrodix- ine hydrochloride). Þetta meðal hefir reynzt sérlega vel við vöðvaþreytu, sjúkdómum í vöðvum og geislaeitrun. Þetta efni er hægt að fá úr ýmsum fæðutegundum, svo sem jastri. lifur og grænmeti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.