Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1961, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1961, Blaðsíða 6
122 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Af hverju ÞAÐ færist nú mjög í vöxt meðal hins hvíta kynstofns, að menn verði sköllóttir. Sumir mannfræð- ingar spá því, að ef slíku fari fram, muni allir menn verða nauðsköllóttir eftir svo sem eina öld. En vonandi verður það mark- laus hrakspá. Læknar hafa furðanlega leitt þetta vandamál hjá sér. Það er ef til vill vegna þess, að þessum „sjúkdómi“ fylgja engar þjáning- ar, og enginn veit þess dæmi að nokkur maður hafi dáið af því að verða sköllóttur. Og þeir, sem fyrir þessum ósköpum verða, taka því venjulegast með jafnaðargeði, og henda jafnvel gaman að sínum eigin skalla. Ef til vill er það þá þess vegna, að engin vísindastofn- un hefir verið sett á fót til þess að rannsaka orsakir þess að menn verða sköllóttir. Það mundi verða hlegið að hverjum þeim manni, sem færi fram á fjárveitingu til slíkrar stofnunar. Og þó — hver veit nema breyt- ist veður í lofti áður en langt um líður? Nú er svo komið að kven- fólk missir hárið miklu örar en áður og margar verða sköllóttar. Þetta mun kvenþjóðinni ekki líka. Engin einasta kona mundi geta fengið af sér að henda gam- an að því, að hún væri orðin sköllótt. Þessi nýa hætta mun skjóta konunum skelk í bringu, og þá munu þær hefjast handa. Þær munu berjast og hamast og róa í allar vísindastofnanir með brennandi áskorunum um að af- stýra þeim voða, að konur verði sköllóttar. Og þegar kvenfólkið er komið í þann ham, þá stenzt ekk- ert við því! verba menn sköllótfir? Skalli byrjar venjulegast þannig, að hárið fer að þynnast í hvirfl- inum og brátt er kominn þar snöggur blettur. Hann stækkar svo smámsaman þannig, að hann færist fram á við, þangað til hann kemst alveg fram á enni. Stund- um byrjar skalli þannig, að menn fara að missa hárið upp af enn- inu; það er þá engu líkar en að ennið sé alltaf að hækka; og þannig hækkar ennið, þangað til það er komið aftur á hvirfil. í báðum tilfellum verður afleiðing- in hin sama, eftir nokkurn tíma hafa menn fengið beran skalla alla leið frá hofmannavikum aft- ur að hnakka. En hvernig stendur á því að menn missa hárið? Stundum er það arfgengt, en þó ekki nándar nærri alltaf. Ýmsar aðrar ástæð- ur liggja til þess, og telja þó læknar aðallega sjö ástæður, en þær eru þessar: 1. Mikil flösumyndun í hárinu. 2. Skortur á vissum næringarefn- um. 3. Sjúkt höfuðleður (t. d. af völd- um gerla). 4. Óreglulegt starf hormóna. 5. Óregluleg blóðrás. 6. Meiðsli á höfði. 7. Ýmsir líkamlegir sjúkdómar. Nú má sjá á þessari upptaln- ingu, að hægt mundi að ráða bót á flestu, ef hægt væri að upp- götva í hvert skifti hver orsökin er. Og þá eru mestar líkur til þess að hægt sé að stöðva hár- losið. Enginn vafi er á því að offram- leiðsla fitukirtla í húðinni og flösumyndun, er aðalorsök þess að menn fá skalla, enda eru sumir menn orðnir sköllóttir áður en þeir ná þrítugsaldri, þrátt fyrir það þótt þeir sé alheilbrigðir og brennandi af lífsfjöri. Það hefir líka komið í ljós, að offramleiðsla karl-hormóna, getur átt mikinn þátt í því að menn verða sköllóttir. Það styður þessa niðurstöðu, að menn verða aldrei sköllóttir ef þeir hafa verið van- aðir ungir. Og þeir fá yfirleitt enga eða mjög litla væringu í höfuð. Tilraunir voru gerðar á vönuðum mönnum að spýta í þá hormónum, og þá brá svo við, að þeir fóru að missa hárið og urðu sköllóttir. Ein ástæðan til þess að menn missa hárið, er sú, að þeir ganga með þröngva hatta. Hatturinn þrýstir á hörundið allt umhverfis höfuðið, eins og sjá má á því að oft er þar far eftir, en þetta verður til þess að stífla háræð- arnar í hörundinu, og trufla þar með blóðrásina. Læknar hafa verið sammála um það, að skalli gangi að erfðum, en þó ekki ævinlega. Sköllóttur mað- ur á t. d. sex sonu, þrír þeirra verða sköllóttir, en þrír halda hári sínu fram í elli. En nú ný- lega hefir einn læknir komið fram með þá kenningu, að erfðastofnar skifti hér bókstaflega engu máli, þótt því hafi verið haldið fram. En þrátt fyrir það sé skallinn þó fenginn að erfðum. Menn erfi höfuðlag sitt frá feðrunum, og það sé einmitt höfuðlagið sem mestu valdi um það að menn fá skalla. Menn hafa ýmist langt og þunnt höfuð, eða þá sem næst hnöttótt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.