Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1961, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1961, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 123 Rangár-samþykktin höfuð. Hjá þeim sem hafa þunnt höfuð er blóðstraumurinn jafn og blóðið á ekki í neinum erfiðleik- um að komast yfir kollinn. En á hinum breiðu kollum geta æð- arnar stíflast af þrýstingi höfuð- leðursins. Væri nú þetta rétt, þá væri fengin einföld skýring á því hvers vegna menn verða sköllótt- ir. En svona einfalt er það nú ekki, segir annar læknir. Og hann kemur fram með sína skýringu: Hjá þeim sem hugsa mikið, er heilinn alltaf að stækka, jafnvel fram á fimmtugsaldur, eða leng- ur. En vegna þess að höfuðskelin lætur ekki undan, verður þar þrýstingur sem leggur saman blóðæðarnar, svo að hársvörður- inn fær ekki nægilega næringu. Þetta mun vera orsökin til þess að menn verða sköllóttir, enda eru flestir andans menn sköllótt- ir, en fábjánar mjög sjaldan, seg- ir hann. Og svo bætir hann við setningu, sem öllum konum mun þykja mjög móðgandi: „Frum- stæðir menn verða aldrei sköll- óttir, og ekki heldur konur, vegna þess að heilinn í þeim er svo lítill". — • — Sannleikurinn er sá, að hárlos getur stafað af mörgum ástæðum, sem ekkert koma við höfðinu né höfuðleðrinu. Og fólk ætti að koma tímanlega til læknis, þegar það verður vart við hárlos. Þá getur komið í ljós að það stafar af háum blóðþrýstingi, hjartveikl- un, lifrarveiki, meltingarkvillum o. fl. Læknir mun einnig rann- saka þvag og blóð, athuga hvort rétt hlutfall er milli rauðra og hvítra blóðkoma, og hvort nokkur óregla er á hormónum. Hitt getur líka svo sem vel verið, að hárlosið stafi af væringu í höfði, eða þá einhverjum húðsjúkdómi, sem ÞRETTÁNDA erindið í 13. Al- þingisrímunni er svohljóðandi: Norðmýlingar sóttu að sennum — sveigðu vopnin stinn. — Rauk sem gufa af rekka ennum Rangár-samþykktin. Rímurnar voru kveðnar um við- ureignina á Alþingi um aldamótin milli Heimastjórnarinnar og Val- týskunnar. Tilefnið til vísunnar mun nú mörgum gleymt. Gegnir því máli að rifja það upp. Sumarið 1900 (26. júní) boðuðu þingmenn Norðmýlinga, séra Ein- ar Jónsson á Kirkjubæ og Jó- hannes Jóhannesson sýslumaður Norðmýlinga almennan stjórn- málafund á Rangá. Þetta var á annatíma bænda og fundarsókn lítil af Héraði. En með Jóhannesi í fylgd voru nokkrir Seyðfirðing- ar, einnig Skapti Jósepssyni rit- stjóri. — Skapti með blað sitt, ekkert ber á útvortis, en læknar munu skjótt finna. Og það eru nú til ýmis meðul til að bæta úr öllu þessu, svo að menn geta verið vongóðir um að læknum muni takast að stöðva hárlosið og koma í veg fyrir að skalli myndist, jafn- vel að græða nýtt hár þar sem skalli var að myndast. Það er víða trú manna, að hár- vöxtur örvist mjög við það ef hárið er rakað af hörundinu. Sum- ir láta því raka á sér Jcollinn og halda að mikið og fagurt hár spretti þá upp úr honum að nýu. En það er óhætt að fullvissa menn um, að slík aðferð er gagnslaua með öllu. Austra, var liðsoddur andstöðunn- ar gegn Valtýskunni, en sýslu- maður, með Bjarka til stuðnings, fylgjandi henni. Fundarstjóri var séra Einar á Kirkjubæ og fundarritari séra Björn Þorláksson á Dvergasteini. Felld var með 11 atkvæðum gegn 3 tillaga frá Skapta um fylgi við stjórnarskrárfrumvarp Benedikts Sveinssonar frá þing- inu 1894, en samþykkt með 18:3 atkvæðum tillaga um fylgi við frumvarp Valtýinga frá 1897. — Fleiri munu kjósendur ekki hafa verið á fundinum. Þessum sigri Valtýskunnar í Norður-Múlasýslu var hampað óspart á Alþingi og í umræðum utan þings. Hin samþykkta til- laga hlaut nafn kennt við fundar- staðinn. Að því lýtur þetta til- greinda erinda í Alþingisrímun- um. — Halldór Stefónsson. Fróðleiksþrá Áskrifendur að ameríska tímaritinu „National Geographic“ eru um 2.400.- 000 og dreifðir um allan heim. Ritinu berast oft beiðnir um upplýsingar, og ekki auðvelt að svara öllum. Þar á meðal voru þessar órið sem leið: „Hvernig elskast fólk í Indlandi. Bekkurinn þarf á því að halda eftir áramótin". — „Hvemig stendur á þvf að hvalir eru stórir?“ — „Viljið þér safna saman öllum þeim fróðleik, sem þér getið náð i og senda mér við fyrsta tækifæri“. — „Eg get ekki hjálpað kennurum mínum, vegna þess að mig vantar þekkingu. Mér þætti mjög vænt um ef þér vilduð senda mér allar upplýsingar um allt".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.