Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1961, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1961, Qupperneq 1
8. tbl. I, Sunnudagur 5. marz 1961 XXXVI. árg. FRÁSACNIR JÓN5 SVERRISSONAR: HJÁLPAÐU ÞÉR SJÁLFUR LANDBÚNAÐUR var aðalbjarg- ræðisvegur íslendinga frá land- námstíð og fram undir seinustu aldamót. í þessu landi, sem liggur svo norðarlega á hnettinum, að meðalhiti ársins mætti ekki lækka um tvö stig til þess að landið yrði óbyggilegt, höfðu menn barizt öld- um saman við að yrkja jörðina með berum höndum. Það var sífelt strit frá vöggu til grafar og mátti þakka fyrir ef menn áttu fyrir sómasamlegri útför að lokum og gátu skilað næstu kynslóð fáein- um skjátum. Um þetta efni höfum við Jón Sverrisson rætt margsinnis. Við höfum borið saman kjör bænda í ættarbyggðum okkar norðan og sunnan jökla, rætt um búskapar- háttu á báðum stöðum, landkosti, húsakynni, samgöngur, verslun, menningu, erfiðleika og árangur þeirrar baráttu sem fólkið háði hvern einasta dag myrkranna milli. Margt hafði verið ólíkt á þessum tveimur stöðum, jafnvel flest annað en stritið, fátæktin og úrræðaleysið. Jón Sverrisson Mig langaði til að rita eftir frá- sögn hans lýsingu á búskaparhátt- um og kjörum bænda í Skafta- fellssýslu um og eftir aldamótin. Nokkuð af þeirri sögu hefi eg þegar skráð og birt í Lesbók. En mér fannst þó eitthvað vanta í myndina. Og er við höfðum rætt þetta, varð það að samkomulagi, að Jón skyldi segja mér brot úr sinni eigin búskaparsögu og yrði það eins og samnefnari í sögu bændanna á þeim árum.---- Lausamennsku Jóns lauk vorið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.