Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1959, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1959, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGULBLAÐSINS 61 Theodór Cunnlaugsson: Hugarflug „Veit duftsins son nokkra dýrðlegri sýn, en drottnanna hásal í rafurloga". HVER, sem á hljóðum skammdegis- nóttum horfir til himins, þegar hann er þakinn ljósunum logaskæru, og gullnum blikandi norðurljósabéltum, finnur innst inni hve fögur og skáldleg og sönn þessi orð Einars Benediktsson- ar eru. Og hann heyrir bergmála, utan úr djúpinu, þennan lofsöng skáldsins, sem um langa framtíð verður einsöngv- ari í sal Braga. A slíkum stundum óm- ar líka fyrir eyrum hin einstæða rödd séra Matthíasar. Og — þá er það, sem hugur vor svífur himinvegu, með þeim hraða, sem er jafnómælanlegur og eilífðin sjálf, hversu oft, sem við höf- um reynt að spanna hana, eftir mæli- stikum ármiljóna. í kvöld minnist eg þess, þegar eg smádrengur las bókina „Úraníu“ í fyrsta sinn, eftir franska stjörnfræð- inginn og skáldið C. Flammarion, hve undrandi, hljóður og hrifinn eg varð, af því geimflugi öllu. Og þótt eg teldi stjörnurnar þá strax hið dásamlegasta augnayndi, að bjarma sólarinnar und- anksildum, þá drógu þær nú hug minn hálfu meira, eftir lesturinn. Þegar eg svo síðar fór að brjóta heilan um vegalengdir, sem mældar voru í ljós- árum, á milli stjarnanna, fór mér ekki að lítast á blikuna. Eg var lengi að átta mig á þeim hraða, sem ljósið fer á einni sekúndu. Eg bar hann saman við hraða byssukúlunnar, sem mér fannst þó ærið nógur, en hún komst bara ekkert úr sporunum, miðað við ljósgeislann. Hann fór hvorki meira né minna en 300 þúsund kílómetra vega- lengd á aðeins einni sekúndu. Þessi ör- skots hraði var svo furðulegur, að eg átti lengi erfitt með að trúa því. Eg vildi þó, umfram allt, reyna að fylgj- ast með geislanum, en þá fór gamanið að grána. Helzt vildi eg nota flugvél, sem færi jafnhratt honum, því hún varð snemma minn eftirlætis farkostur. En hraðinn á henni varð að vera langt um í á heiðskírri meiri, en mig hafði órað fyrir. Hann varð svo gífurlegur, að eg steinhætti að reyna að stýra henni. Ekki vantaði þó viljann, en líftóruna mat eg þó mest. Ætti eg að fylgjast með geislan- um, varð eg að þjóta fimm hundruð ferðir, fram og til baka, frá Mývatns- sveit og alla leið til Reykjavíkur, á bara einni sekúndu. Slík viðbrögð gat hugurinn ekki einu sinni leikið eftir, þó hann væri með öllu laus við það efnislega, nefnilega líkamann. Það gerðu líka árans snúningarnir. En með þessum sama hraða var eg þó átta mín- útur, svipaða vegalengd og er frá jörð- inni til sólarinnar. Það fannst mér aft- ur helzt til mikill hægagangur, miðað við hugsunina, enda losnaði hún þá við alla krókana. Eg var ekki gamall, þegar mér var kennt að þekkja örfá stjörnumerki. Þar á meðal var Stóri- og Litli-Björn- inn. Og svo vel vildi til, að stjarnan í skottinu á Litla-Birninum, blikaði næstum beint yfir norðurpólnum og því venjulega kölluð Pólstjarnan. Með því að draga lóðrétta línu frá henni til jarðar, þegar hún varð greind, þurfti enginn vegfarandi að efast um það, að þangað væri stefnan í hánorður. Pól- stjarnan varð mér síðar mjög kær- komið leiðarljós, þótt sól væri ekki á næstu grösum, eftir vegalengdum okk- ar jarðarbúa. Við nánari athugun var hún meira en hálfri fjórðu miljón sinn- um fjær, en blessuð sólin okkar. í stað átta mínútna ferðalags til hennar, væri eg í 55 ár, á leiðinni til Pólstjörn- unnar, með sama hraða og án þess að líta um öxl. Samt er það svo, að þessi sprettur er margfallt styttri, miðað við vegalengdir þeirra stjörnuheima, sem eru nábúar okkar, á mælikvarða alheimsbyggðarinnar, en þó að sila- keppur hér heima, mjakaðist lengd sína í átt til sólar. Og jafnvel þó við hefðum þotið vegalengd, sem næmi mörgum þúsundum ljósára, værum við þar með engu nær, að svala forvitn- inni, hvað þá tæki við. Fyrir augum okkar mundi þá alveg eins getað blasað i vetrarnótt ennþá dásamlegri himinn, með ótelj- andi biljónum sólnaþyrpinga. Og þann- ig gætum við haldið áfram, um alla eilífð. Því — hversu örðugt, sem okkur virðist að greina upphafið, á þessum undursamlegu en þó aðgreindu sóln- anna hjörðum, sem flestar hafa sína fylgihnetti, virðist okkur þó langt um erfiðara að gera okkur grein fyrir því, á hvern hátt þær ættu að enda. Þar stöndum við jarðarbúar í sporum lítils barns, sem bendir upp á hæðarbrún- ina, ofan við bæinn sinn heima, og bið- ur þann, sem það treystir bezt, að lofa sér að handleika mánann, sem rís þar svo fagur og bjartur og furðulegur. Þannig hefi eg oft staðið og mænt til þessara stórbrotnu heimkynna, þarna uppi. Og af vörum mínum hafa þá stundum liðið þessi orð skáldkonungs- ins, er eg fyrst nefndi: „Eg veit, að allt er af einu fætt, að alheimsins lif er ein voldug ætt, dauðleg, eilíf og ótalþætt um afgrunns og himins slóðir". Og á öðrum stað segir hann: „Alls heimsins hvöt er eining um alda og hnatta bil“. Þannig hefir hinn háleiti máttur skapað sólkerfi himnanna úr efni, sem alltaf hefir verið til, í einhverri mynd. Og hann hefir einangrað þau með markalínum, sem myndaðar eru af óra- víddum fjarlægðarinnar, sem ekkert efnislegt fær yfir komist. Það eru þeirra vígi. Innan þessara merkja verð- ur því allt, sem við þreifum á, að dvelja, eins og bergdranginn á hafs- botni, sem bíður þess, að mátturinn mikli, — orkan, sem öllu ræður, — sundri honum á ný, til þess að siðar geti fæðst nýir stjörnuheimar. Því ef svo væri, að vitverur, sem eiga heima á öðrum hnöttum, í öðrum sólkerfum, sem ástæðulaust er að efast um, hefðu þann farkost, að þær gætu sótt okkur heim með holdi og blóði, eins og við I t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.