Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1959, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1959, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 51 PIW.ÍP'lflllll|IM,»»™ ■"nrnin,inn;;in - ^ " \ " ‘ .................................. ' ■ • IHHB llii Fyrirhugaður almenningsgarður á Árbæ: 1. Sjóbúð, 2. Hansenshús, 3. Dillons- hús, 4. steinbær, 5. Árbær, 6. torfkirkja, 7. peningshús. — Hér má sjá hvernig túninu er skipt með gangstígum og trjágróðri. og sjá má á myndinni sem hér fylgir. Nefndin taldi sjálfsagt, að hús- in, sem flutt verða þangað upp eftir, verði ekki sett svo nærri bæarhúsum Árbæar að þau skyggi þar á. Gamli bærinn yrði að fá að standa einn út af fyrir sig, svo að hann njóti sín sem bezt. Má og á myndinni sjá hvar aðfluttu hús- unum er ætlaður staður. Ekki mun hafa verið gert ráð fyrir því, þegar líkanið var gert, að mjög brátt mundi reka að því að hús væri flutt þangað. En síðan gerðist það, að Reykjavíkurbær keypti Sjóbúð (Vesturgötu 7) til niðurrifs til þess að auðvelda um- ferð á þeim stað. Og Sjóbúð, íbúðarhús Geirs Zoéga útgerðarmanns, varð svo fyrsta húsið, sem flutt var að Ár- bæ. Það er þegar komið þangað, eða viðir þess, og verður endurreist þar á næsta vori. Þetta var skemmtileg tilviljun. Þetta er góðs viti um það, að byggðarsafnið muni ná tilgangi sínum. Geir Zoéga var brautryðj- andi í þilskipaútgerð Reykvíkinga, en sú útgerð kom fyrst fótum und- ir borgina fjárhagslega. Reykjavík á gengi sitt útgerðinni að þakka, fremur öllu öðru, og þess vegna er það skemmtilegt að atvikin skyldi haga því þannig, að íbúðarhús fyrsta stórútgerðarmannsins í Reykjavík, skyldi verða fyrsta húsið í byggðasafninu, og á undan þeim húsum, sem talað var um að flytja þangað fvrst. Um húsin Það var Kristján kaupmaður Þorsteinsson (sonur Þorsteins Bjarnasonar lögregluþjóns í Brunnhúsum) sem reisti Sjóbúð upphaflega 1859. Hann andaðist skömmu síðar, en ekkja hans, Guð- rún Sveinsdóttir, giftist síðan Geir Zoéga. Hann stækkaði húsið mikið og setti á það bárujárnsþak, fyrstur manna hér á landi. Þetta bárujárn var svo sterkt, að það er enn ó- skemmt og mun verða sett á húsið að nýu, þegar það rís hjá Árbæ. Geir bjó í þessu húsi til dauðadags 1917. Svo eru hin húsin tvö, sem talað var um að flytja fyrst: Annað þeirra, Pósthússtræti 15, er lítið hús, sem stendur beint aust- ur af dómkirkjunni, og hefir stað- ið í eyði nú um nokkur ár. Hús þetta reisti Símon kaupmaður Hansen frá Básendum um 1820, og er húsið því orðið 138 ára gamalt, en hefir verið úr góðum viði og enn hið stæðilegasta. Þar hafa margir merkir menn átt heima. Þá er húsið Suðurgata 2, sem fyrrum var alltaf nefnt Dillons- hús. Þetta hús reisti enski lávarð- urinn Arthur Dillon 1835 og gaf það barnsmóður sinni maddömu Sire Ottesen og Henriettu dóttur þeirra, sem seinna varð kona P. Levinsen faktors í Keflavík og Reykjavík. Á þeim árum voru veitt Sjóbúð var fyrsta hús- ið, sem flutt var að Árbaa »

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.