Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1959, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1959, Blaðsíða 4
52 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS verðlaun þeim, sem reistu ný hús í bænum, 10% af kostnaðarverði, og hlaut maddama Ottesen þau verðlaun fyrir þetta hús. Þetta var fyrsta húsið sem reist var við Suð- urgötu, er þá kallaðist Kirkjugarðs- stígur. Árið 1861 seldi P. Levin- sen húsið Ingileifu Melsteð amt- mannsekkju, og bjó hún þar síðan til dauðadags. Að henni látinni fengu tvær konur af skylduliði hennar húsið, Anna Guðmunds- dóttir og Sigríður Thorarensen, og bjuggu þar lengi. Þær voru kunn- ar fyrir handavinnu sína, knipl- inga og baldýringu. Einu sinni átti Jónas Hallgrímsson heima í þessu húsi. Á myndinni má sjá hvar þessum þremur húsum er ætlaður staður. Efst í horninu til vinstri er Sjó- búð, næsta hús við girðinguna er Hansenshús, en þriðja húsið í þeirri röð er Dillonshús Það stendur efst við veg, sem á að liggja þvert yfir túnið. Þetta er hinn fyrirhugaði Víkurvegur. Við hann á einnig að setja gamlan brunn-„póst“, en hús- in sem þar standa, eru sett nokk- urn veginn af nandahófi til þess að sýna hvar flestum húsunum verð- ur komið fyrir í framtíðinni. Þó má þess geta, að svo er til ætlazt, að húsið sem stendur þar neðst, næst vaðtjörn barnanna, verði einhver steinbær, sem sýnishorn af þeim tómthúsmannabýlum, sem risu hér upp á tímabilinu 1850— 1890. Hefir jafnvel komið til orða að flytja þangað steinbæ Þorbjarg- ar Sveinsdóttur ljósmóður (Tobbu- kot) á Skólavörðustíg 11. Tvö af þeim húsum, sem á mynd- inni sjást, eru peningshús Árbæ- ar. — Kirkja á Árbæ Árbær hefir aldrei verið kirkju- staður, en nú er í ráði að koma þar upp torfkirkju og setja hana hjá tröðunum norðan við bæinn, eins og sést á myndinni. Á þetta að verða ný kirkja, eða hvaðan gæti Reykjavík komið gömul torf- kirkja? munu menn spyrja. Kirkjan verður aðflutt, ef hún kemur þarna, og sótt alla leið norð- ur að Silfrastöðum í Skagafirði. Á Silfrastöðum er nú einkenni- leg áttstrend kirkja, reist skömmu fyrir aldamótin. Þar hafði áður verið torfkirkja, en var þá tekin niður og reist að nýu sem baðstofa, þó algjörlega í sinni fyrri mynd og stafgolf látin halda sér. Bónd- inn á Silfrastöðum, Jóh. L. Jó- hannesson, hefir þegar gefið vil- yrði fyrir því að þetta gamla hús megi taka niður og nota kirkjuvið- ina í þessum tilgangi, án annars kostnaðar en endurgjalds fyrir niðurrif og flutning. Þá hefir og þjóðminjavörður gefið leyfi fyrir sitt leyti til þess að byggðasafn Reykjavíkur fái gömlu kirkjuvið- ina og endurreisi kirkjuna á Ár- bæ. — Ef úr framkvæmdum verður, er þetta ekki gert til þess að menn haldi að Árbær hafi fyrrum verið kirkjustaður, heldur vegna hins, að ekkert byggðarlag má án kirkju vera. Og þar sem þama á að rísa upp sýnishorn af fornri byggð, má kirkju ekki vanta. Hér er ekki verið að byggja upp Árbæ, heldur 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.