Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1959, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1959, Blaðsíða 10
58 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS aðeins að fylgja ströngustu rím- reglum hins dróttkvæða vháttar. heldur einnig að yrkja kvæðin þannig, að vér höfum þeirra enn full not. Ljóð slíkra skálda eru sjálfsagt viðundur í augum rím- leysingjanna nú. Því nú er ekki hugsað um hefðbundna Ijóðlist. Það sem nú kallast skáldskapur, er mest sundurlausar setningar, án upphafs og enda, og oft ekkert sam- hengi í þeim. Margir reyna að ná skáldskaparsvip með því að mis- þyrma tungunni hroðalega. Þessir menn fyrirlíta hið listræna, bundna mál. Margir þeirra þekkja það held ur ekki af eigin raun. Þeir hafa al- izt upp í þeirri villu, að formið drepi niður andann. Þeir telja hið bundna mál nokkurs konar spenni- treyu eða píslabekk fyrir skáldin. Meira að segja munu vera til mál- fræðingar, sem telja að það sé dauðadómur á hin forngrísku skáldverk, ef haldið er hendingum þegar þau eru þýdd eða lesin. Og á leiksviði hittir maður þráfaldlega leikara, sem reyna að gera ljóð Sófoklesar að mæltu máli. Slíkt framferði er niðurrif á ó- metanlegum listrænum verðmæt- um. Rímleiknin, formið, er grund- vallarskilyrði fyrir því að ná há- marki listarinnar. Það er grund- völlurinn sem gefur hugsæi skálds- ins líf. Nú hefir íslenzkur skáldskapur losað sig við kenningarnar- að mestu leyti og ennfremur óeðli- lega orðaskipan og fornaldar ívafið. En hinar listrænu rímreglur held- ust að minnsta kosti fram um miðja seinustu öld. „Uppsigling“ Jónasar Hallgríms- sonar hefst á þessu erindi með stuðlum og endarími: Útrænan blíða sem oft kysstir mig, láttu nú líða yfir leiftur-stig fleyið mitt fríða, svo faðmi eg þig. Þetta er sem sagt upphafið, en annars er kvæðið sjálft orkt undir hinum gamla hrynhenda hætti. Hrynhendur háttur er. um það frá- brugðinn dróttkvæðum hætti, að hver hending er tveimur samstöf- um lengri, og svarar þannig til Kalevalekvæðanna. Jónas Hall- grímsson fylgdi þeim reglum, sem Snorri brýndi fyrir skáldunum, jafnvel um kenningar. Hann segir: Reisum tré, svo renni að ósi rangajór, því langar stórum nú að heilsa bæ og búi báruþegn, er stýri gegnir. Þannig eru þá hinar ævagömlu íslenzku ljóðlistarreglur, og frá því sjónarmiði verður að líta á Kale- vala þýðingu Karls ísfelds. o—O—o Af þýðingu ísfelds hefir aðeins fyrri hluti ljóðanna komið út. og eru það fimmtán kvæði. Þýðand- inn hefir stytt sum kvæðin, á sama hátt og Lönnrot gerði í þýðingu sinni 1862, og þetta er kostur. Að vissu leyti er þessi fyrri hluti sjálf - stæð heild. Skáldskaparbúningurinn víkur frá frumkvæðunum um það, að þar er sums staðar skotið inn áherzlu- lausu atkvæði, eins og t. d. „upp 1 hnykla“, „brugðið í hespur“. Þetta skáldaleyfi notar þýðandinn þó aðallega þegar um einn hljóðstaf er að ræða. Annars er þýðingin í fastara formi en frumkvæðin. Sér- staklega ber þar á setningu ljóð- stafa. Lönnrot hleypur yfir ljóð stafi í sjötta hverju vísuorði, en Isfeld gerir það aldrei. í frum- kvæðinu eru oft tveir ljóðstafir í tveimur vísuorðum, en í íslenzku þýðingunni eru þeir alltaf þrír. I finnskunni er ljóðstafasetning af handahófi, en í íslenzku þýðing- unni er alltaf höfuðstafur í öðru vísuorði, eins og fornar bragreglur krefjast. Hér er einn samanburður á finnsku og íslenzku: Sanoi vanha Váinámöinen: „Mitápá kyayt minulta, jos saatat omille maille, oman peltoni perille, oman káen kukkumille, oman linnun laulamille! Otatko kultia kypárin, hope ’ita huavallisen?“ Váinámöinen svanna svarar: „Seg mér, hvaða gjalds þú krefur fyrir það að flytja mig til feðra minna akurlanda, þar sem heimagaukar gala, glaðar fuglaraddir hjala. Viltu hjalm með hreinu gulli, hatt af silfri barmafullan?" Upphaf Kalevala hefir sýnilega hvatt þýðendur til þess að hafa endarím. Þannig er um allan inn- gang kvæðanna í hinni norsku þýð- ingu Konrad Nielsens, sem enn er óprentuð. í dönsku þýðingunni eft- ir Ohrt, sem annars er ekki sérlega ljóðræn, er upphafið þannig: I mit Hjertes Dyb jeg længes, i min Hjerne tanker trænges: Nu min Hu staar til at kvæde, frem til en Sang vil jeg træde. Kvad om Slægten vil jeg synge. Kvad om Stammen vil jeg kvæde. Ordet bag Læberne smælter, Lyd over Lyde sig vælter, tæt paa Tungen de sig breder, rundt til Tændernes Rad sig spreder. Ungverska skáldið Béla Vikár þýðir upphafið þannig: t Mostan kedvem kerekedik, elmém azon töprenkedik, högy ím dalra kéne kelni, ideje volna énekelni, o. s. frv. Það kemur engum á óvart, að Inngangur kvæðamanns, hefst þannig í íslenzku þýðingunni: Ljóðaþrá til kvæða knýr mig, kveikt er löngun, sem ei flýr mig,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.