Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1959, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1959, Blaðsíða 6
54 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Raddfærin höfðu verið lömuð, en nú fór hann að tala. Á einum sólar- hring dró svo mjög úr lömuninni, að hægt var að beita við hann venjulegum aðgerðum til styrk- ingar. Af 12 sjúklingum er næst komu, og lamaðir voru vegna blóðstífl- unar fengu 9 álíka góðan bata. Síð- an hefir það verið reynt á fjölda sjúklinga ,og alltaf með furðulega góðum árangri. Eftir þrjár vikur höfðu 8 af hverjum 10 sjúklingum, losnað svo að segja alveg við löm- un. Og það þótti merkilegt, að því svæsnara sem slagið hafði verið, því betur reyndist meðalið. Um líkt leyti og þessar tilraun- ir fóru fram, helt American Heart Association fyrstu læknaráðstefnu til þess að ræða um slag og nauð- synina á því að fundin yrði ráð til þess að hjálpa þeim sem lam- ast hafa, og koma sem skjótast og sem víðast upplýsingum til lækna um hvaðeina sem miðaði að því að lækna þessa sjúklinga sem allra fyrst. Þarna komu fram margar mik- ilsverðar upplýsingar. Þar skýrði dr. Howard A. Rusk við lækna- deild háskólans í New York frá því, að síðan 1953 hefði hann og samstarfsmenn hans haft undir höndum 1000 sjúklinga lamaða eftir slag. Meðalaldur þessara sjúklinga var 63 ár, og að meðal- tali höfðu liðið 9 mánuðir frá því þeir fengu slag og þar til þeir voru fluttir í sjúkrahús. Allir voru þeir mjög lamaðir og áttu bágt með að tala. En 9 af hverjum 10 hafa feng- ið málið og komizt á fætur og eru sjálfbjarga. Og þriðjungurinn af þeim hefir aftur getað horfið til starfa sinna. Verst hefir gengið að lækna lömun í raddfærunum. Þó er ekki vonlaust að menn fái málið aftur. Fyrir skömmu var komið með lamaðan mann í sjúkra- hús New York háskólans. Þetta var fyrverandi verkfræðingur. Hann hafði fengið slag fyrir 20 árum og þá lamazt svo að hann missti mál- ið, og hafði verið mállaus síðan. Á honum voru reyndar hinar ný- ustu lækningaaðferðir. Tókst það svo vel, að á nokkrum mánuðum fekk hann málið aftur. — o — Það er almenn trú, að sá sem einu sinni hefir fengið slag, muni fá það aftur innan skamms, og eng- inn lifi eftir að hafa fengið slag þrisvar sinnum. Þetta er þó ekki nema hálfur sannleikur. Það er ekki staðreynd að menn fái slag hvað eftir ann- að. Sumir, sem fengið hafa slag, hafa lifað 20 ár eftir það, og ekki fengið neina aðkenningu af slagi aftur. Og það er heldur ekki rétt, að þriðja slag ríði mönnum að fullu. Hitt er rétt, að mönnum sem eru með æðakölkun, háan blóð- þrýsting eða hjartaveilu, er hætt við því að fá slag oftar en um sinn. Oft kemur næsta slag innan 18 mánaða, og annar hver maður, sem er svo veill fyrir, má búast við að fá slag að nýu innan sex ára. Það er að segja — þessi hefir reynslan verið. En nú horfir allt öðru vísi við. Með meðulum þeim, sem eyða blóðstíflum (anticoagul- ant) er hægt að hjálpa þeim, sem fengið hafa áfall af blóðstíflu. Sömu meðul hafa verið reynd á mönnum, sem fengið höfðu slag og reynzt vel. Snemma á árinu sem leið skýrðu læknar við Cornell háskólann frá því, að þeir hefði haft undir höndum hóp sjúklinga, er fengið höfðu slag 67 sinnum um ákveðinn tíma. En til næstu jafn- lengdar höfðu ekki nema 5 fengið slag aftur, og var það þakkað þess- um meðulum. Það hefir komið í ljós við margar tilraunir, sem farið hafa fram um langt skeið, að lyf þessi (anticoa- gulants) hafa dregið mjög úr hætt- unni á því, að menn sem hafa feng- ið slag, fái það aftur, ef þau eru gefin sjúklingunum reglulega og undir lækniseftirliti. — o — Tveir læknar hjá Mayo Clinic, þeir dr. Clark R. Millikin og dr. Robert G. Seikert, höfðu þegar fyr- ir nokkru komizt að því við krufn- ingu á líkum manna, er dáið höfðu af slagi, að blóðstíflurnar, sem lok- að höfðu æð í heilanum, voru mjög einkennilegar. Þessir litlu blóð- kögglar líktust mest lauk að því leyti, að það var eins og hvert lag- ið væri utan á öðru. Af þessu fannst þeim sýnt, að þessir köggl- ar hefði verið að myndast smám saman, stækkað við það að alltaf hlóðst nýtt og nýtt lag utan á þá. Af þessu ályktuðu þeir, að ef hægt væri að komast að því hve- nær blóðstreymi til heilans fer að verða ónóg, mundi mega koma í veg fyrir að menn fengi slag, með því að gefa þeim þau meðul, er eyða blóðstíflum. En var hægt að komast að þessu? Menn þykjast nú geta svarað þessari spurningu játandi, því að oftast nær muni hægt að finna ein- hver einkenni þess, að slag sé í vændum. Menn verði t. d. varir við ósjálfráðar hreyfingar eða að hendur og fætur bregðast allra snöggvast. Þeir verða einnig varir við snöggar truflanir á sjón, að þeir verða tilfinningalausir ein- hvers staðar, og fleiri truflana gæt- ir. Þetta er það sem kalla mætti „aðkenning af slagi“, og ef það á- gerist þá er það fyrirboði þess að slag er 1 vændum. Blóðstífla er að myndast. Læknarnir komu sér saman um að þeir skyldi hafa eftirlit með

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.