Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1959, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1959, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGITNBLAÐSINS 55 <*/- ^lnatt^ít UCj, Þeir skjóta á mánann, miða lengi og vel, að marki hafa jafnvel fagrahvel og búa sér til bústna gervihnetti. Hvað á að vinna, er veröldin of smá og verkefnin á kringlu heims of fá, er lokið starfi er líf á jörð oss setti? Er satt að ennþá bresti marga brauð, er betra að nota tugmiljarða auð í sprengjuduflagerð en akuryrkju? Er Drottni lífs að lokum þjónað bezt í landi því er smíðar skeytin flest, eldflaugastöðvum verndar „kóng og kirkju“? Er satt að ennþá eigi margur rétt sinn undir þeim er getur boðorð sett með valdi þess er byssustingnum beitir? Má vænta þess að gervi-mána mergð, ef mönnum tekst að stjórna þeirra ferð eyði því bezt sem óréttlæti heitir? Er menn og þjóðir þreyta hnattaflug og þjóta láta hvel og stjörnubug sín atómknúðu vopn og vígabranda, í gleymsku fellur gras og móðir jörð, hin góða mold á strönd við heimaf jörð, að þar er hægt að leysa lífsins vanda. Arni g. eylands. þessum einkennum. Og þeir fundu einkennin þegar hjá fyrstu sjúkl- ingunum, sem þeir athuguðu. Sjúklingunum voru gefin blóð- stíflueyðandi meðul og þeim batn- aði þegar, og enginn þeirra fekk slag. Þegar læknarnir höfðu reynt þessa aðferð við 53 sjúklinga, gáfu þeir út skýrslu um árangurinn. Og nú hafa læknar lært af reynslu þeirra og hér eftir mun verða hægt að koma í veg fyrir að menn fái slag, ef einkennanna verður vart nógu snemma. Gallinn er sá, að fólk skeytir því ekki þótt slík ein- kenni geri vart við sig. Hvað ætli menn sé að leita læknis þótt þeir missi snöggvast afl í hendi eða fæti? Ekki hirða þeir heldur um þótt þeir fái máttleysi í aðra kinn- ina, verði þvoglumæltir og fái ein- kennilegt bragð í munninn. Menn halda að þetta sé stundarfyrir- bæri, sem batni af sjálfu sér, en á þennan hátt gerir slag boð á und- an sér. Þessi einkenni benda til þess, að smáæð hafi stíflast í heilanum, eða einhvers staðar sé að myndast blóðstífla, sem torveldar blóðrás til heilans. Menn ætti því ekki að skella skolleyrum við slíkum að- vörunum. Kunnur læknir, dr. Trying S. Wright, hefir sagt: „Sé fyrstu einkennanna gætt og læknis þegar leitað, þá eru líkur til þess að hægt sé að koma í veg fyrir lömun og dauða“. — o — Geta ákafar geðshræringar Valdið slagi? Læknar telja að svo sé, enda þótt þeir geti ekki sagt hvers vegna svo fer. En geðshræringar geta alltaf flýtt fyrir slagi. Það er al- kunna, að geðshræringar geta valdið hjartabilunum. En geta þær þá ekki líka haft jafn ill á hrif á heilann? Almenningur hefir lengi fullyrt að svo sé. Og læknar vara sjúklinga oft við geðshræringum, sérstaklega ef sjúklingurinn er með háan blóðþrýsting. Enn hefir ekki fundizt neitt töframeðal við slagi, og þess verð- ur sennilega langt að bíða, að læknavísindunum takist að sigrast algjörlega á bvi. En nú er verið á réttri leið. Með cortison er hægt að lækna lömun, og ráð hafa fund- izt til þess að finna aðdraganda að slagi og koma í veg fyrir það. Og nú er miklu minni hætta á því en áður, að menn fái slag hvað eftir annað. (Úr tímaritinu ,,Household“) Churchill hefir að undanförnu dvalizt suður hjá Miðjarðarhafi og er hinn sprækasti þrátt fyrir háan aldur. Einu sinni í sumar sat fjölskyldan til borðs og þar var Murray tengdasonur Churchills, en hann hefir þann sið að stæla alltaf við gamla manninn. Upp úr eins manns hljóði spyr þá Murray: — Hver af stjórnendum heimsins sýndi mest hugrekki í seinasta stríði? Churchill hugsaði sig um stundar- arkorn, en sagði svo: — Mussolini. — Hvað er til marks um það? spurði Murray. — Hann var sá eini, sem þorði að láta taka tengdason sinn af lífi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.