Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1959, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1959, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 57 allir þeir er heyrði, vissi, að hé- gómi væri og skrök, og svo sjálfur hann; það væri þá háð, en eigi lof“ Slíkt val og mat heimilda kunnu ekki aðrir sagnfræðingar miðald- anna. Og þegar talað er um sagn- fræðilegt mat á heimildum, þá má líklega óhætt líkja Snorra við Poly- bios hinn gríska og Þjóðverjann Leopold von Ranke. Hvernig sem á þetta er litið, þá er Heimskringla þó að ritsnilld sannkallað meistaraverk. Sem rit- snilling má setja Snorra á bekk með Þúkydides, Gibbon og Momm- sen. Sigurður Nordal, sem þekkir Snorra bezt allra manna, er sann- færður um, að hann hafi einnig ritað Egils sögu Skallagrímssonar. Sú grein bókmennta, sem Egils saga telst til, hófst á íslandi um 1200 og verður ekki séð að þar gæti neinna erlendra áhrifa. Hvort sem Egils saga er ævisaga eða sann- söguleg skáldsaga, þá er Njála t. d. skáldsaga í sagnfræðilegum bún- ingi. Beztu íslendingasögurnar eru ritaðar af slíkri snilld, að annars eins eru ekki dæmi annars staðar í Evrópu fyr en um miðja seinustu öld. Frásagnir þessar hafa löngum heillað hugi íslendinga. Og það er þessum gömlu bókmenntum að þakka, að ritmálið hefir tekið mjög hægfara breytingum. Orðaforðinn hefir aukizt á þann hátt að srhíðuð hafa verið nýyrði úr íslenzkum efniviði, en erlend orð ekki tekiri upp nema í smáum stíl. Að þeissu leyti hafa íslendingar verið Finn- um fremri. * Og svo má geta þess, að íslenzku skáldin hafa allt fram að þessu dýrkað hinar fornu bragreglur. Þegar um 800 hafði skáldskapur náð á svo hátt stig í Noregi, að hægt var að tala um braglist. Gamla germanska fornyrðislagið, sem ekki var bundið af öðru en Karl tsfeld hendingum og Ijóðstöfum, var orð- ið alltof einfalt fyrir höfuðskáldin. Dróttkvæðir hættir voru uppáhald þeirra. Þar voru rímreglurnar þær, að í hverri hending skyldi vera sex samstöfur. í hverjum tveimur hendingum urðu að vera þrír stuðlar, tveir í fyrri hendingu og einn í annarri hendingu. í hverri hendingu varð að vera rím. Eftir daga Braga gamla voru rímkröf- urnar gerðar strangari: þá skyldi fyrsta ljóðlína vera skothend, en aðalhending í annarri línu. Sérstakt 'einkenni á hinu forna skáldamáli er hin mikla notkun kenninga. Sumar kenningar er mjög erfitt að skilja, og yfirleitt er þessi skáldskapur ekki auðskilinn. í sögum er og þess getið, að meðal áheyrenda var eitt sinn aðeins einn, er skildi kvæði sem var flutt, og þó ekki fyr en eftir nokkra um- hugsun. í Kaupmannahöfn er höggmynd af gyðjunni Gefjunni. Snorri skýr- ir svo frá, að Gylfi konungur í Sví- þjóð hafi gefið henni eitt plógsland. Hún fór þá í Jötunheima og sótti þangað fjögur naut, en það voru raunar synir hennar og jötuns nokkurs. Hún beitti nautunum fyr- ir plóginn, og plógurinn gekk svo djúpt, að hann leysti upp landið, og drógu nautin það vestur á hafið og staðnæmdust í sundinokkru. Þar festi Gefjun land'ð og kallaði Se- lund eða Sjáland En vatn leitaði þangað er landið hafði áður verið og er þetta vatn nú kallað Lögur- inn (Málaren í Svíþjóð). En svo eru víkur í Leginum sem nes á Sjálandi. Um þetta orkti Bragi gamli: Gefjun dró frá Gylfa, glöð djúpröðuls, óðla, svát af rennirauknum rauk, Danmarkar auka. Báru öxn ok átta ennitungl, þars gengu fyrir vineyar víðri vallrauf, fjögur höfuð. Hér má geta þess, að nafnorðið djúpröðull er kenning gulls, og gæti bent til þess að gullið skín eins og sól, og að Niflungaauði var sökkt í djúp Rínar. Það er einkenni á skáldskap Braga, að hann kærir sig ekki um að segja blátt áfram að Gefjun hafi haft fjögur naut. Þetta er kveðskapur frá því um 800. Tökum svo annað dæmi um kveðskap á næstu öld, þegar drótt- kvæður háttur hafði fengið festu. í einu af kvæðum sínum segir Hallfreður vandræðaskáld frá því að Hákon jarl hafi náð völdum í Noregi. En það orðar hann á þenna hátt: Breiðleita gat brúði Báleygs und sig teygja stefnir stöðvar hrafna stála ríkismálum. Þetta er þó í sjálfu sér einfalt og auðskilið. En í mörgum drótt- kveðnum vísum er orðum víxiað alla vega og kenningarnar svo margbrotnar, að mikið efamál er, að menn hafi þá skilið vísurnar er þeir heyrðu þær í fyrsta sinn. En hér ber að hrósa Sighvati Þórðar- syni fyrir það, að honum tókst eigi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.