Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1956, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1956, Blaðsíða 16
484 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A Á D 10 V Á D 10 8 3 ♦ 7 4>Á D G 10 A 9 4 V 7 5 4 ♦ 9 8 6 4 2 «963 A 2 V K G 9 6 ♦ ÁKD3 * K 3 5 2 AK G 8 7 6 5 3 V 2 ♦ G 10 5 * 7 4 Sögnum lauk með þvi að S sagði 6 spaða og A tvöfaldaði. V sló út H7 og var hún drepin með ás i borði. S sér nú, að ef hann geíur fríað eitt hjarta þá muni spilið unnið (7 slagir í spaoa, 2 í hjarta, 2 trompaðir tiglar og LÁ). Hann sló þá út hjarta, tromp- aði það í borði og sló út tigli. Þann slag fekk A og sló svo auðvitað út trompi, sem var tekið í bor.ði. Nú spil- aði sagnhafi hjartá og tigli til skiftis og var seinast inni í borði. Þá var fimmta hjartað fritt, en V átti enn eitt tromp og S kom3t ekki inn til þess aö taka það af honum. Hér gætti hugsunarleysis hjá S. — Hann reiknaði ekki spilið út fyrir fram. ílann átti að byrja á þvi að slá út tigli úr borði. A drepur cg slaer út trompi, sem er drepið í borði. Og nú er spilað hjarta og tigli til skiftis, en cá er munurinn að nú verður S seinast inni og getur tekið trompið af V. Og þá er spilið unnið. LAXAMÓÐIR Hún er talin voðalega stór og heldur sig í laxám. í Laxá í Hnappadalssýslu var fyrrum mikið af laxi og silungi. Hylur einn var í ánni og jarðhús í og var þar óvenjan öll af silungi og laxi, en náðist aldrei. Var þaö þá til bragðs lckið, að sel var hieypt í hylinn og haft band á honum, en menn stóðu íyrir neðan með net. Fældi selurinn ANNIR OG LEIKUR — Sviðið er túnblettur í Reykjavík. Hann hefir verið slegiun og gamall maður er þar að raka með hrífu, eins og í gamia daga. En skammt þaðan er æska bæarins að æfa handknattleik, því að það er nú vin- sæl íþrótt síðan Hafnfirðingar sigruðu Dani, Knötiurinn hefir flogið út i slægj- una og einn drengjanna sækir hann og gengur í móði til leiks aftur. Þannig er lífið; æskan þarf leik, en eilin þarí cítihvsð að dunda við fram að leiðar- lokum. (Ljósm. Ól. K. M.) svo fyrst fram smásilungana, síðan komu laxarnir og loksins komu tvær ógnar skepnur fram úr jarðhúsinu. Það voru laxamæðurnar. Ösluðu þær fram ána, rifu öll netin og heldu af út í sjó. Þá er sagt að tekið hafi fyrir veiðina í Laxá (Séra Jón Norðmann). SlMASKRÁIN Þótt ótrúlegt megi virðast, var síma- skráin fyrst þannig úr garði gerð, að símanotendum var raðað eftir föður- nöfr.um „upp á danskan móð“. En svo var það árið 1913, er Ólafur Björnsson gaf út Bæarskrá Reykja- víkúr, að hann lét henni fylgja sér- staka símaskrá, þar sem símnotend- um var raðað eftir skírnarnöfnum. Segir hann svo um þetta í formála fyrir bókinni: „Sérstök talsímaskrá íyrir Reykjavík er sett aftan við nafnaskrána og henni raðað á íslenzku, þ. e. eftir skírnarnöfnum, nema þar sem um ættarnöfn er sð tefla. Svo almenn óánægja hefir risið út af föð- urnafnaskrá landsímans, að vist mun mörgum bæjarbúa vænt þykja um þenna viðeuka við bæarslcrána". Þetta varð til þess að símaskráin breyiíist. ÞEGAR BÖRNIN VINNA Mikið var lagt af stakkstæðum i fyrstu érum mótorbátaútvegsins, og svo að segja þrotlaust næstu tvo ára- tugina. Nú eru öll þessi stakkstæði að mestu horfin cg sjást að líkindum aldrei aftur. Eg held að sönn vinnu- gleði hafi óvíða komið betur í ljós cn einmitt við ste.kkstæðisvinnuna, þótt erfið væri á köflum og hart væri undir fótinn. Hún hafði mikið gildl til uppeldis, vegna þess hve mikið af börnum og unglingum tók þátt í henni. (Þ. J.: Formannsævi í Eyum). LEIÐRÉTTINGAR í scir.ustu Lesbók urðu þessar prent- villur. Á bls. 459 höíundarnafn, á áð vera Finnbogi J. Arndal. Á bls. 462 við línuskil á miðdálki átti að standa: Af öðium hóf- og klaufdýrum írá Afríku o. s. frv.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.