Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1956, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1956, Blaðsíða 4
472 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS að hann hafi vanrækt að lýsa þeim við kirkju og þing, en hann hafi ekki haft vit á því. Hann hafi skil- að ánum (annarri með dilk og báð- um í reifum) til eiganda, og geti þetta því 'fráleitt talizt þjófnaður. En „um sUka heimsku hans herm- ist nóglega af öðrum ómótsagt.“ Finnur bendir á, að tilskipunin 24. marz 1786 hafi verið milduð með annarri tilskipun 20. febrúar 1789, en í þeirri tilskipun segir: „Þar sem það er vor vilji, að hegningarlögunum sé beitt jafn vægilega og almennt öryggi leyfir, þá höfum vér talið rétt, sérstaklega viðvíkjandi þjófnaði, sem er af mörgum ástæðum algengasta yfir- sjón almennings, að ákveða að sem hæíilegast hlutfall sé milli afbrots- ins og refsingarinnar, svo að refs- ingin verði þeim til betrunar, sem betrunarhæfir eru, en sé þó fram- kvæmd.......Einfaldur þjófnaður skal hér eftir varða tukthúsvist í 2 mánuði og allt að 2 árum. (Síðar var ákveðið að slík refsing skyldi ekki vera ærusvifting) .... Steli nokkur hestum eða stórgripum 1 haga, fremji innbrot, ræni skip- brotsmenn eða verði sekur um aðra slíka stórglæpi .... skal hann kaghýddur og vinna þrælavinnu ævilangt". Finnur segir, að þar sem talað sé um kvikfé í þessum tilskipunum, þá sé átt við fullorðnar skepnur af hverri ’tegund, eins og nöfnin bendi til, en ekki folöld, lömb né kálfa. Þannig muni á þetta hafa verið litið af dómendum í báðum kóngsríkjum. Það hafi aldrei verið ætlanin að sá sem tæki t. d. ný- kastað folald, ætti að kagstrýkjast og þræla ævilangt. Vitnar hann um þetta í eldri lög, er tilskipanirnar byggjast á. „Eins h'tið og löggjafans rueining var, að hver sem hnuplaði nýköstuðu folaldi ætti að straffast með æru og ævilöngu frelsistjóni, eins lítið hefir hann ætlað þeim fáráðling slíka hegningu, er glæpt- ist á ekki ársgömlu lambi“. Krefst hann þess því, að dóminum yfir Þorsteini verði breytt og hann að- eins dæmdur til þess að sitja um hríð í fangelsinu í Reykjavík. ----o---- Mér þótti rétt að rekja hér svo ýtarlega vörn Finns, vegna þess hvað hún fer nærri réttarmeðvit- und manna nú á dögum. Nú mundi hafa verið litið á það hvort gáfna- far Þorsteins væri þannig, að hann gæti tahzt ábyrgur gerða sinna. Nú mundi það hafa verið metið og vegið hvort tiltektir hans hefði eigi fremur orsakazt af heimsku, heldur en þjófsnáttúru. Og að því athuguðu verður varla efast um að hann hefði fengið mildan dóm. En þeir sem stýrðu lögunum fyr- ir 150 árum voru strangir og heldu fast í lagabókstafinn. Og svo var þeim farið dómurunum í landsyfir- rétti, er þetta mál dæmdu, en það voru þeir Benedikt Gröndal, Sig- urður Pétursson og ísleifur Einars- son. Þeim kom saman um, að Þor- steinn væri sauðaþjófur „þó eigi hafi fengizt uppgötvað það eigin- lega rétta og sanna um aðferð Þor- steins viðvíkjandi því, hvar og með hverju móti þessar sauðkindur hafi honum áskotnazt, hvað varla mun nokkuru sinni verða......Og þó ýtarleg rannsókn og gaumgæfileg (fari fram) mundi víst eigi annað eða ljósara uppgötvast, en að Þor- steinn hafi sauðkindurnar tekið á víðum vangi og þannig beinlínis eftir plakatinu af 24. marz 1786 eigi hér að dæmast". Og svo varð dómurinn á þessa leið. „Þorsteinn Einarsson skal fyrir stuld á einum veturgömlum sauð og fimm lömbum, missa húð sína við staur og þrælka ævilangt í Kaupmannahafnar þrælavarðhaldi. Hann borgi verð þess, sem hann stohð hefir, til eigenda eftir því sem það er metið í héraðsdómi. (Narfa 2 rdl., fyrir lambið frá Geldingaá 1 rd. 24 sk., fyrir annað lamb 1 rd., eftir því verðlagi sem næstliðið haust var á lömbum). Af eigum Þorsteins borgist einnig all- ur af þessu máli flotinn kostnaður, nfl. til sækjanda og verjanda í hér- aði eítir þar um gengnum dómi, en actori og defensori fyrir þess- um rétti, þeim fyrri 7 rdl. og hinum seinna 6 rdl., sem borgist þeim af justitskassanum, er aftur hafi að- gang sinn að heimta svo mikið af eignum Þorsteins, ef þær til hrökkva. — Þeim lömbum, sem Þorsteinn Einarsson hefir heimild- arlaust tekið, til hverra enn nú eigi hafa fundizt réttir eigendur, verði löglega lýst, og ef þeir innan jafnlengdar frá þeirri lýsingu eigi upp spyrjast, skulu lömb þessi seld verða og andvirði þeirra borgast til justitskassans". -----o---- Þessi urðu þá örlög þessa 25 ára gamla fáráðlings. Hann hefir ef- laust verið sendur út með fyrsta skipi, þótt ég hafi ekki getað fund- ið neitt um það. En eftir sat hníp- in og heilsulaus móðir, sjötug að aldri, og syrgði einkason sinn og fyrirvinnu. A. Ó. S Ó L G O S MESTA geislaregn, sem sögur fara af, var dagana 22.—23. febrúar s. 1., eftir því sem eðlisfræðingar við háskólann í Chicago segja. Stafaði það af sólgosi, sem náði yfir stærra svæði en þver- mál jaröar og var sá blettur á meðan milljón sinnum bjartari heldur en ann- að yfirborð sólar. Þetta er fimmta stóra sólgosið, sem menn verða varir við síð- an farið var að mæla og rannsaka geimgeisla. En þrátt fyrir þetta mikla geislaregn varð ekki vart við að neinar breytingar yrði á rafhleðslu gufu- hvolfsins, eins og þegar kjarnaspreng- ingar eru gerðar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.