Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1956, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1956, Blaðsíða 2
470 LESBÓK MORGUNBLAÐSIN£ á sauðnum, sem Þorsteinn fekk sér og talaði um það við hann. Og um sama leyti tók Þorsteinn eftir því, að sauður hans, er hann þótt- ist hafa fengið Þorleifi, var kom- inn heim í fé hans. Var nú aug- Ijóst hver misgrip þarna höfðu orð- ið, og fór Þorsteinn þá rakleitt heim til Narfa og skýrði honum frá þessu. Bauð hann að láta Naría fá annan sauð í staðinn og gerði Narfi sig ánægðan með það. Virtist þetta mál þar með úr sögunni. ----o---- Um þessar mundir bjó á Ósi mað- ur sá, er Ari Teitsson hét. Hann stundaði á vertíðum sjóróðra á Suð- urnesjum og var formaður á báti. En kona hans, Ingibjörg Jónsdótt- ir, stjórnaði búinu og hafði vetrar- mann, er Jóhannes hét Helgason. Nú bar svo við veturinn 1806, meðan Ari var í verinu og Jóhann- es átti að hirða um féð á Ósi, að flest af því flæddi og margt til dauð*. Þetta skeði mánudaginn fyrstan í góu. Ekki fundust allar kindurnar og var talið víst að þær horfnu mundu hafa farizt. En nokkrum dögum eftir þetta koma tvær ær frá Ósi saman við fé Þor- steins á Bekanstöðum. Höfðu þær einhvern veginn komizt h'fs af úr flóðinu og svo ranglað þetta, enda ekki langt milli Óss og Bekan- staða, aðeins einn bær á milli. Þorsteinn á Bekanstöðum til- kynnti ekkert um komu þessara kinda til sín, en lét þær ganga með fé sínu og lét sér jafn annt um þær ög kindur sínar. Um vorið báru báðar ærnar, en önnur drap undan sér. Hvorki skeytti Þor- steinn um að rýa þær né marka iambið. Gengu þær svo allt sumarið þarna á fjallinu hjá honum og enn um haustið voru þær með fé hans og allan næsta vetur, fram undir sumarmál. Lét Þorsteinn eitt yfir þær ganga og fé sitt, en datt ekki í hug að hafa neinn arð af þeim. Þarna voru þær því heilt ár, án þess að það kvisaðist til næstu bæa, þótt undarlegt kunni að virð- ast. En um sumarmálin sendir Þor- steinn Guðrúnu vinnukonu sína að Ósi til þess að segja Ingibjörgu frá því að ærnar sé hjá sér. Og nokkrum dögum seinna sendir hann svo Ingibjörgu ærnar. En hún launaði með því, að kæra hann fyr- ir hald á þeim og að hann mundi hafa ætlað að stela þeim. Ástæðan til þess að Ingibjörg kærði þetta, en ekki maður henn- ar, var sú, að Ara hafði orðið það á veturinn 1806 þegar hann var á Suðurnesjum, að draga annarra manna veiðarfæri úr sjó og hirða fiskinn. Fyrir það sat hann nú í varðhaldi og beið dóms. Og nú bregður svo við, að Narfi herppsfjóri kærir Þorsteinlíka fyrir að hafa stolið frá sér sauð — sauðn- um, sem Þorsteinn hafði í ógáti aíhent Þorleifi á Litlu Fellsöxl, en síðan lofað að borga Narfa með öðrum sauð og þeir þá verið sáttir. Þessi framkoma Narfa virðist í fljótu bragði nokkuð undarleg og ekki drengileg. En þess ber að geta, að þá var kominn upp kvittur um, að Þorsteinn mundi hafa slegið eign sinni á fleiri kindur, auk þess sem það þótti grunsamlegt hvernig hann hafði farið með ærnar frá Ósi. Þorleifi á Litlu Fellsöxl gerðist ekki rótt þegar farið var að tala um þetta. Hann hafði fengið hjá Þorsteini sauðinn hans Narfa og slátrað honum, en auk þess hafði hann fengið hjá Þorsteini þrjú lömb, sitt með hverju marki, og grunaði nú að þau mundu ekki vel fengin. Einu hafði hann slátrað, annað hafði drepizt úr höfuðsótt, en það þriðja rak hann nú heim til Þorsteins og sagðist ekki vilja hafa það í sínu íé. ----o---- Jónas Scheving sýslumaður þing« aði í fyrsta skifti í þessu máli að Hvítanesi 21. maí 1807, og í annað skifti á sama stað 13. júlí um sum- arið. Á þessum þingum voru leidd mörg vitni og bar þeim öllum sam- an um að Þorsteinn hefði alltaf ver- ið talinn ráðvendismaður og verið vel kynntur. Þorsteinn var spurður í þaula og bar ekki alltaf saman við sjálf- an sig, og yíirleitt sýndi framburð- ur hans, að maðurinn var mjög vitgrannur. Sézt það og á því, sem hann játaði á sig, að hann hefir skort dómgreind og skilning á því hvað rett var og rangt. Hann játaði það fyrst, að haustið áður hefði komið saman við fé sitt hvítt lamb, sem Ólafur Guðmunds- son á Geldingaá átti. Þetta lamb fekk hann Þorleifi á Litlu Fellsöxl upp í viðskifti þeirra. Þá sagði Þor- steinn frá því að um haustið hefði þrjú lömb komið saman við fé sitt í Hlííðarfótarrétt og rekizt heim með því. Ekki hafði hann hugmynd um hver eiga mundi þessi lömb, en tvö þeirra fekk hann Þorleifi upp í viðskiftin, og var nú annað dautt en hitt lifandi. Að lokum skýrði hann svo frá, að rétt fyrir jólin hefði lamb komið saman við fé sitt. Vissi hann ekki hvaðan það var komið né hver það átti. Vegna þess að hann þóttist tæpur með hey, treysti hann sér ekki til að hafa það á íóðri um veturinn, og kom því þess vegna í fóður hjá Gísla bónda í Kjalardal rétt eítir jólin, og var það þar enn um það leyti er réttarhöldin byrjuðu. Þessar gripdeildir Þorsteins verða naumast skýrðar á annan hátt en þann, að honum hafi fund- izt að hann eignaðist allar þær kindur ,er komu saman við fé hans. Að minnsta kosti þykist hann fá ráðstöfunarrétt yfir þeim. Svo er um lambið frá Geldingaá og lömb- in, sem komu saman við fé hans

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.