Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1956, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1956, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 481 Á smákænum yfir úthöf ÞAÐ þykir alltaf tíðindum sæta þcgar menn sigla yfir úthöfin á smákænum. En af mörgum slíkum ævintýramönnum fara engar sög- ur, annað hvort vegna þess að þeir farast, eða þá að þeir eru ekki að útbásúnera þessar farir sínar. >að er fullyrt að nú sem stendur sé hundruð smábáta á slíkum ferðalögum, Og þúsundir manna dreymir um slík ferðalög, en hafa ekki efni á að leggja út í þau. — Hér ska) nú sagt frá nokkrum mönnum, sem farið hafa yfir úthöfin á smá- kænum. lag af einangrunarefni. Utan um það er aftur vafið koparþynnum til þess að varna því að sjávar- maðkur geti eyðilagt strenginn. Þar utan yfir er svo þykkt lag af hampi og seinast vafið vér utan um allt saman. Þetta vírlag er mismunandi sterkt, eftir því á hvaða dýpi strengurinn hggur. Á landgrunninu beggja megin hafs- ins, þar sem hætt er við að akkeri skipa, hafís o. fl. kunni að geta grandað strengnum, er vírbyrðing- í-rinn hafður afar sterkur. Úti á djúpinu þarf hann ekki að vera jafn sterkur, heldur aðeins svo að hann þoli farg sjávarins, sem er allt að 6000 pundum á hvern fer- þumlung. ----o---- „Monarch" er stærsta sæsíma- lagningaskip í heimi, og það ann- aðist eitt símalagninguna. Það er 480 fet á lengd og getur flutt með sér sæsímastreng, sem er 1800 sjó- mílur á lengd. Á skipinu er 130 manna áhöfn, en auk þess eru á því 12 sérfræðingar frá Bell-félag- inu. Skipið getur farið með 6 mílna hraða meðan það er að leggja strenginn. Ef allt gengur að óskum í sum- ar, verður hinn strengurinn kom- inn yfir Atlantshafið fyrir haustið. Strengirnir verða svo tengdir við talsímakerfi Banda- ríkjanna og Kanada, og eftir það geta menn talað heiman frá sér yfir hafið. Þessi símalagning verður til þess að greiða mjög fyrir viðskiftum þjóða milli. En hún verður einnig til þess að tengja enn traustara saman en áður inar enskumælandi þjóðir. <O^S®®®GX^J! ^RIÐ 1876 fór Ameríkumaðurinn Alfred Johnson einn á báti austur yfir Atlantshaf. Báturinn var ekki nema 20 feta lar.gur og var kallaður „Centennial". Þegar Johnson átti um 300 sjómílur ófarn- ar til Cape Clear á suðurströnd írlands, hvolfdi bátnum í stórviðri. Johnson komst á kjöl og helt sér fast, en útlitið var ekki glæsilegt. Hann var hér aleinn í stormi og stórsjó úti á reginhafi, þar sem engra skipa var von, því að þetta var ekki á siglingaleiðum. Hér var að duga eða drepast. Eftir 20 mínútna harða baráttu tókst John- son svo með einhverjum ráðum að koma bátnum aftur á réttan kjöl. Helt hann svo áfram ferð- inni og kom til Wales eftir 64 daga útivist. • Menn geta alltaf átt það á hættu að þessum htlu fléytum hvolfi í stórsjó. Þess vegna var það þegar Norðmennirnir Georg Harvo og Frank Samuelson lögðu á stað frá New York á opnum báti 6. júní 1897 og hugðust róa yfir Atlants- haf til Evrópu, þá höfðu þeir gert nokkur göt á kjölinn, til þess að geta haldið sér í ef bátnum hvolfdi og til þess að sér veittist þá léttar að koma honum á réttan kjöl aft- ur. Þetta var góð varúðarráðstöf- un, því að auðvitað hvolfdi bátn- um. Þeir höfðu róið í 31 dag þegar slysið vildi til. Þetta var í aftaka- veðri og þeir losnuðu báðir við bátinn. En einhvern veginn tókst þeim að komast að honum aftur og ná í höldin á kjölnum. Og eftir mikið basl tókst þeim að rétta bát- inn við. Ferðinni var svo haldið áfram og eftir 55 daga náðu þeir Scilly-eyum sunnan við England, Þeir höfðu róið alla leið, nema hvað þeir „sigldu á árunum“ ein- staka sinnum þegar þeir höfðu vind á eftir. Nokkru seinna var það, að þýzk- ur maður, kapteinn Ludwig Schlim- back frá Kiel, fór einn á báti vest- ur yfir Atlantshaf og var ekki nema 24 daga á leiðinni. Hann var á 15 metra löngum báti, en þetta var kappsiglingabátur og því hrað- skreiður. Schlimback sagði á eftir að það hefði ekki verið neitt að fást við stórsjóa Atlantshafsins, en hitt hefði verið verra, að hann hefði gleymt að hafa sinnep í nesti sínu og því orðið að eta kjöt sinneps- laust! Þetta er tekið sem dæmi um að fáir kunna sig heiman að búa í slíkar ferðir. Það verður þó ekki sagt um þau hjónin Roger Stout og konu hans, sem áttu heima í Atlanta í Georgíuríki. Þau fóru á báti umhverfis hnöttinn og voru þrjú ár á leiðinni og komu heim aftur 1937. Þau höfðu varið fjór- um árum til þess að búa sig út. Allan þennan tíma var hann að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.