Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1956, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1956, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 479 vísindin. Þar getur þessi skakki ráðið úrslitum um það hvort ein- hver tilraun tekst eða misheppn- ast. Áður en lengra er haldið, er því rétt að gera grein fyrir því hver er munurinn á inni gömlu sekúndu og þeirri nýu. Gamla sekúndan, sem miðuð er við miðtíma, er talin 1/86.400. hlutinn úr einum sólar- hring. Menn geta séð þetta með því að margfalda saman 60 sekúnd- ur í mínútu og 60 mínútur í klukku- stund og síðan útkomuna með 24 stundum í sólarhring. En nýa stjarnsekúndan er talin 1/31,556, 925,975. hlutinn úr einu ári, og miðað við aldamótaárið. Gamla sekúndan var ákveðin á ráðstefnu, sem haldin var í Wash- ington árið 1884. Þar komu þjóð- irnar sér saman um allsherjar tímamæli, sem miðaður væri við einn sólarhring. En þetta er ekki nákvæmlega réttur tími. Sólar- hringur er ekki nein fastákveðin tímalengd. Hann er miðaður við gang jarðar umhverfis sólina eftir meðallagi. Hann er mannasetning, en verður ónákvæmur vegna þess að gangur jarðar umhverfis sólina er breytilegur. ETTA hafa stjarnfræðingar fundið fyrir löngu. Sólarhring- urinn getur orðið lengri eða styttri þetta árið en hitt, og sólarhring- amir geta orðið misjafnlega lang- ir á sama ári. Jörðin virðist hafa hægt á sér síðan menn fóru fyrst að veita göngu hennar athygli, en þar að auki er hún óstöðug í gangi. Vísiridamenn vita ekki vel hvernig á þessu stendur, en þeir hyggja helzt að það stafi af umbrotum djúpt í jörðinni. Það er að minnsta kosti öld síðan að stjörnufræðing- ar tóku eftir því, að útreikningar þeirra stóðust ekki fyllilega, þó að þeir miðuðu nákvæmlega við áður fundinn snúningshraða jarð- ar. En þeir tóku líka eftir því, að tunglið fylgdi nákvæmlega áætlun. Þetta hefir komið æ betur í Ijós síðan. Vísindamennirnir sannfærð- ust um að skekkja væri í tímaút- reikningum. Þetta var þó ekki hægt að laga vegna þess að þá skorti nákvæm tæki til þess að gera þann fjölda mælinga, er þurfti til þess að finna inn rétta tíma. Og það er skammt síðan að þessi tæki voru til. Framfarir þær, sem orðið hafa eftir stríð, hafa nú gert vísinda- mönnum kleift að finna stöðugan tímamæli, sem ekki er háður snún- ingi jarðar. Þeir kusu þá að miða tímann við gang túnglsins eins og hann var um aldamót. Þetta var gert vegna þess, að sólarhringur- inn styttist um rúmlega hálfa stjarnsekúndu á öld. Og þar sem þessi skekkja er kunn, segja vís- indamenn, að auðvelt sé að reikna út réttan tíma ár frá ári, með því að miða við aldamótaárið. JJVER er svo munurinn á inni nýu sekúndu og þeirri gömlu? Sum ár getur gamla sekúndan ver- ið lengri en sú nýa, en sum ár get- ur hún verið styttri, og enn önnur ár geta þær verið jafnar. Mesti lengdarmunur þeirra er 1/10.000. 000, samkvæmt útreikningum vís- indamanna. En hér með er ekki sagan öll sögð. Vísindamenn vinna nú að því að finna enn j|ýan tímagrund- völl, og er hann kallaður atóm- tími. Hann byggist á geislasveifl- um atómanna og sameinda af „caesium". Segja vísindamenn að ekki sé víst að þessi tími verði ná- kvæmlega eins og stjarnsekúndan. Er búizt við því að það muni taka nokkur ár að ákveða þennan tíma, en rannsóknir þær, sem fara fram á jarðeðlisfræðaárinu muni þó geta flýtt þar fyrir. S-OS®®G>-a Jíörðin er minni en ætlað hefir verið í LESBÓK hefir áður verið skýrt frá inum miklu landmælingum, sem farið hafa fram í Ameríku að undanförnu, þar sem öll álfan er mæld í einu lagi, norðan frá ís- hafi og suður á Eldland. Þessar mælingar hafa nú borið þann árangur, að menn hafa komizt að raun um, að jörðin er 420 fetum „mjórri“ en áður var talið. Hún er 6.378.260 metrar í þvermál um miðjarðarbaug. Þessi 420 feta munur virðist í fljótu bragði ekki skifta miklu máli, en getur þó haft úrslitaþýð- ingu fyrir tilraunir þær, sem nú á að fara að gera með gerfihnetti. Hann hefir líka mikla þýðingu þeg- ar reikna skal út hvar 'flugskevti eiga að koma niður, ef þess gerist þörf að nota slík skeyti í hernaði, eða ef svo skyldi fara einhvern tíma að þau yrði notuð sem flutninga- tæki. C-^S®®®G>o Kjamorkuver í þágu iðnaðar KJARNORKUNEFND Bandaríkj- anna hefir nýlega gefið fyrstu leyíin til þess að einkafyrirtæki reisi kjarnorkustöðvar í þágu iðn- aðar. Fyrirtækin, sem þessi leyfi fengu, eru Consolidated Edison Co. í New York og Commonwealth Edi- son Co. í Chicago. Stöðvar þessar eiga að vera komnar upp 1. októ- ber 1960. Framleiðir önnur þeirra 236.000 kw. rafmagns, en hin 180. 000 kw. Verða þær reistar nokkuð utan við borgirnar, þar sem félögin eiga heima.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.