Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1956, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1956, Blaðsíða 6
474 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ijós að bergið var ekki jafn öruggt og menn höfðu búizt við, eftir því sem innar dró og þrýstingurinn á því jókst. Varð því víða að gera rameflda járnboga undir þakið í göngunum og gera steinsteypu milli þeirra og bergsins. Þegar jarðgöngin voru að lokum fullger, höfðu þau kostað þrjár milljónir sterlingspunda. 4000 menn höfðu unnið við þau. Um 1,250.000 teningsmetra af grjóti hafði orðið að sprengja og flytja burt, en til þess hafði verið eytt 1350 smálestum af dynamiti og rúmlega 5000 kílómetrum af kveikiþræði. Alls voru gerðar rúm- lega 4.000.000 sprengingar. Meðan á verkinu stóð höfðu 45 menn lát- izt, þar á meðal Alfred Brandt, aðal-verkstjórinn. Hann dá af slagi 1898. ----o---- Um leið og jarðgöng þessi komu má segja að stytzt hafi leiðin milli norðurhluta og suðurhluta álfunn- ar, og vegna tímasparnaðar jókst umferð þarna geisilega og var brátt svo komið að þessi samgönguæð gat varla annað meiru. Það var því augljóst að stækka þyrfti varagöng- in, svo að járnbrautarlestir gæti einnig farið um þau. Upphaflega var gert ráð fyrir að það verk mundi ekki kosta meira en 800.000 sterlingspund, en nú hafði verð á öllu hækkað mjög mikið, svo að verkfræðingafirmað, er áður sá um mannvirkið þarna, vildi nú alls eklá taka verkið að sér fyrir þetta fé. Þá ákvað svissneska ríkisstjórn- ín að Svisslendingar skyldu gera þetta sjálfir. Nú þurfti minni vinnukraft en áður, því að nú voru komnar nýar og stórvirkari vélar til sögunnar, en áður höfðu þekkzt. Samt sem áður voru seinni jarðgöngin ekki opnuð til umferðar fyrr en í des- embermánuði 1921. Aðallega hafði LÍF Á JÖRÐINNI miklu eldra en menn hafa œtlað L RTHUR HOLMES prófessor við háskólann í Edinborg, hefir um mörg ár verið að rannsaka stein- gjörvinga lífvera í inum elztu berg- tegundum, og hann hefir nú kom- izt að þeirri niðurstöðu, að líf hafi verið til á jörðinni fyrir 2000 milj- ónum ára, eða jafnvel 3000 milljón- um ára. Hér er ekki um neina ágizkun að ræða, heldur er þetta tímatal fundið með því að mæla aldur bergtegundanna, þar sem slíkar lífleifar finnast. Þær mæl- ingar eru gerðar á geislavirkum efnum í berginu. Síðan þessar mælingar hófust, hafa menn allíaf verið að færa sig upp á skaftið með aldur jarðar. Það eru ekki nema fá ár síðan að vísindamenn fullyrtu aðjörðin gæti ekki verið eldri en svo sem 2500 milljóna ára, en nú eru þeir komn- ir að þeirri niðurstöðu, að hún muni vera 4500—5000 milljóna ára gömul. Meðan menn heldu að jörðin væri ekki eldri en 2500 milljóna ára, þá hugðu þeir að lífið á jörð- inni mundi ekki vera eldra en svo sem 500.000 ára. En nú kemur Holmes próíessor og segir að það hafi kviknað fyrir 2000 milljónum ára að minnsta kosti. Og nýlega hafa fundizt í enn eldri berglögum í Kanada, Englandi og Suður- Afríku steingjörvingar af þörung- um og skófum. Það eru að vísu mjög fiumstæðar lífverur, en voru þó lifandi. Og því er nú gizkað á, að aldur lífsins eigi eftir að hækka enn, jafnvel upp í 3000 milljónir ára. (Úr „The New York Times“). verkið dregizt vegna fyrri heims- styrjaldarinnar, en ýmiskonar erf- iðleika var þó við að stríða inni í fjallinu, eins og áður. Nú kom í ljós, að veggurinn milli ganganna var ekki nema 49 feta þykkur, svo að gæta varð innar ítrustu varkárni við allar sprengingar, að ekki skemmdi þær gömlu göngin. Inni í miðju fjallinu sameinast göngin í stórum sal eða geim, og þar eru sporskifti fyrir lestarnar. Fyrst í stað voru varðmenn hafð- ir þarna að staðaldri, en aíðan var komið þar fyrir sjálfvírkum tækj- um sem vinna störf varðmannanna engu síður en þeir. ----o---- í seinni heimsstyrjöldinni gættu svissneskir hermenn ganganna nótt og dag, og voru þeir viðbúnii að sprengja þau á svipstundu, ef Þjóðverjar skyldu reyna að gera innrás í Sviss eftir þeim. Ef vart skyldi verða við Þjóðverja í sunn- anverðum göngunum, þá átti að senda mannlausa lest, hlaðna brota- járni inn í göngin hjá Brigue. Þeg- ar hún kæmi í salinn, þar sem göngin mætast, áttu varðmennirn- ir þar að hleypa henni af sporinu og kveikja um leið í öflugri dyna- mitsprengju. Þessum mönnum var auðvitað ekki neinnar undankomu auðið, ef til þessara ráða þuríti að grípa, en enginn skoraðist und- an því að halda vörð í göngunum. Og enginn þeirra hefði hikað við að framkvæma gefnar fyrirskip- anir, enda þótt þeir vissu að það kostaði lífið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.