Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1956, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1956, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 471 í réttunum. Hann veit ekki að hann á að tilkynna hreppstjóra, eða við kirkju, um óskilakindur. En meðferð hans á kindunum líkist ekki neinum sauðaþjófnaði. Hann slátrar ekki kindunum í bú sitt, heldur afhendir hann þær öðrum manni, og hefði þó mátt vita að mörkin á kindunum gæti sannað að þær væri ekki hans eign, Það ber heldur ekki vott um þjófnaðar náttúru, að hann kem- ur óskilalambi í fóður hjá öðrum manni. Og svo er meðferð hans á ánum frá Ósi. Er engin furða þótt mönnum hafi þótt hún undarleg, enda segir héraðsdómarinn svo: „Hvern tilgang hann hafi haft með geymslu og umönnun á ám þessum, er bágt að segja. Að hann hafi, sem hann segir, ætlað að hirða þær fyrir Ingibjörgu, er mjög ó- sannsýnilegt, þegar hann heilt ár aldrei sagði henni frá þeim, og hún þann tíma ekki annað vissi, en að flætt hefðu; eins og hitt mætti sýnast heimskulegt og allri þjófsaðferð mótstríðandi, að áform hans hafi verið að stela þeim, þeg- ar hann þennan árstíma lét þær, svo gott sem á næsta bæ við Ingi- björgu, ganga sér til einkis ávinn- ings, með óumbreyttu marki og ómörkuðum dilk, — er Ingibjörg loks ásamt þeim þannig meðtók og var undir öllum kringumstæð- um þar með skaðlaus.“ ----o---- Allt þetta hefði átt að sýna og sanna óvenjulega heimsku Þor- steins, en ekki þjófsnáttúru, og á það benti verjandi hans, Hermann Ólafsson, sérstaklega í vörn sinni. Hann benti einnig á það, að öll- um vitnum bæri saman um að Þor- steinn hefði ávallt verið talinn frómur maður og ráðvandur. Hér væri því ekki neinu til að dreifa nema heimsku hans. En á þeim árum var meira hugs- að um strangleika laganna heldur en málsbætur, og varð því dómur sýsiumanns á þessa leið: „Þorsteinn Einarsson skal fyrir stuld á sauð veturgömlum og 5 lömbum, ásamt leynd á 2 ám Ingi- bjargar, líða húðstroku við staur og erfiða ævilangt í Kaupmanna- hafnar þrælahaldi, samkv. tilskip- un 24. marz 1786“. Tilskipun þessi er gefin út í nafni Kristjáns konungs VII. og er á þessa leið: „Þar sem oss er tjáð, að á voru landi íslandi aukist nú þjófnaður mjög frá því sem verið hefir, einkum stuldur á hestum og kindum í haga og einnig úr húsum bænda o. s. frv., þá viljum vér, til þess að stemma stigu við þessum ófögnuði, bjóða svo og skipa: Þeir sem hér eftir fremja innbrots- þjófnað á íslandi, eða stela í haga hesti, hryssu, kú, nauti eða kind, eða stela nefndu búfé úr húsum manna, skulu hér eftir vægðar- laust hýðast við staur, og síðan skulu karlmenn sendast í járnum á Brimarhólm, en konur í fangelsið á Kristjánsborg, og vera þar ævi- langt“. Dómnum var síðan áfrýað til landsyfirréttarins í Reykjavík og var Finnur Magnússon (síðar pró- fessor) skipaður verjandi fyrir „hinn aumkvunarverða saksótta einfeldning", eins og hann kallar Þorstein Einarsson. Lagði Finnur fram langa og ýtarlega vörn í mál- inu og rekur hvert sakaratriði. Um sauð Narfa sé sannað að hann hafi verið tekinn í misgrip- um, og slíkt geti hvern fróman mann hent. Þorsteinn hafi afhent hann undir votta og það hafi ekki borið vott um neina launung. En þegar er misgripin urðu kunn, hafi Þorsteinn farið til Narfa, sagt hon- um upp alla sögu og boðið honum skaðabætur, sem „Naríi góðmót- lega loíaði að þiggja, og var svo sök þessi þeirra á milli afgerð. Engu að síður ákærir Narfi með skrifiegri klögun 7. maí 1806 Þor- stein íyrir sýslumanni, ef hann verða kynni sem þjófur fyrir dóm dreginn“. Má heyra á Finni að hon- um þykir þetta hart, því að hvorki Narfi né vitnin í málinu hafi getað fram borið neitt, er sanni að Þor- steinn hafi ætlað að stela sauðnum. Þorsteinn hafi ekki tekið sauðinn í haga og ekki heldur úr húsi#hjá Naría, og sé því alls ekki hægt að dæma hann samkvæmt tilskipun- inni 24. marz 1786 fyrir þetta. Þá minnist hann á lömbin fimm. Um lambið frá Geldingaá segir hann að því verði ekki mótmælt, að Þorsteinn hafi selt það í heim- ildarleysi, en hann hafi hvorki stol- ið því í haga né úr húsi, því að enginn hafi dirfzt að bera brigður á þá staðhæfingu Þorsteins að það hafi óvart komið saman við fé hans. Hér sé því ekki um stór- þjófnað að ræða, heldur atferli sem varði sektum. Um lambið sem kom til Þorsteins á jólaföstu 1806, segir hann að Þorsteinn hafi tekið það „til umhirðingar og kom því til fóðurs hjá Gísla í Kjalardal, hvað eiganda lambsins heldur mætti virðast vel en illa gert. Að ásetn- ingur Þorsteins hafi verið að stela því, þar til finn eg engar líkur.“ Um lömbin þrjú, sem komu saman við fé Þorsteins í Hlíðarfótarrétt og rákust heim með því, verði að líta svo á að hann hafi fundið þau. Óheimilt hafi honum þó verið að selja þau en við því liggi aðeins lítilfjörlegar sektir um óheimila notkun, samkvæmt lögum um með- ferð fundins kvikfjár. Enginn hafi sannað eignarrétt sinn á þessum lömbum né með eiði sannað að þau væri frá sér komin án vitundar sinnar og vilja, og því sé ekki lög- um samkvæmt heimilt að telja þetta til sauðaþjófnaðar. Um meðferð ánna frá Ósi verði honum ekki annað gefið að sök, en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.