Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1955, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1955, Page 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 637 Tveir menn að bisa við stein á íseynni jökuls. En hvar mundi slíkur skrið- jökull vera? Gamlar frásagnir norðurfara gáfu upplýsingar um það. FYRRI FRÁSAGNIR Pelham Aldrick, sem var i brezka heimskautaleiðangrinum 1875—6, Hér sést hváð brún iseyarinnar er hæxri en rekísinn sem kenndur er við Sir Georg Nares, sá íshellu mikla við norður- strönd Ellesmere-eyar, og skagaði hún langt á haf út. Robert E. Peary sá þessa sömu íshellu 30 árum seinna. Hér var auðsjáanlega um að ræða skriðjökul, kominn úr jökulfeldi þeim, er einu sinni þakti þessa ey, líkt og jökull sá, er þek- ur Grænland nú. Þessi íshella vakti undrun Pearys og hann lýsti henni nákvæmlega. Nú er það kunnugt, að í sjálfu íshafinu eru engir borgarísjakar. Hinir miklu borgarísjakar, sem stundum koma suður í Atlantshaf, hafa brotnað framan af skriðjökl- um, sem enn eru á hreyfingu. ísey- arnar eru mörgum sinnum eldri og þær eru komnar frá inum horfna jökli á Ellesmere-ey. Mikil breyt- ing hefir þó orðið á síðan um alda- mót, því að íshellan, sem Peary lýs- ir, er nú mörgum sinnum minni, og ber það vott um aukin hlýindi á norðurhveli jarðar. Frá sjónarmiði landfræðinga er þessi ■ uppgötvun íseyanna ef til vill merkilegust fyrir það, að hún útskýrir hvernig á því stendur, að „ný lönd“ hafa fundizt, en horfið jafnskjótt aftur. Árið 1906 þóttist Peary hafa fundið ey, sem hann nefndi Crocker land, og rnerkti hana á landabréf. Árið 1914 sann- aði Donald B. MacMillan að þessi ey væri ekki til, og hlýtur því að hafa verið um ísey að ræða. Sama máli mun vera að gegna um Keenan Land, Presidents Land og Sannikov Land. Og með vissu var Takpuk-ey ekki annað en ísey. Sá sem hana fann, var Eskimói og hét Takpuk. Hann gekk þar „á land“ 1911, tók þar nokkrar ljós- myndir og var sannfærður um að hann hefði fundið nýa ey. En ljós- myndirnar sýna að þetta hefir verið ísey. Mönnum er engin niðrun að því þótt þeir hafi látið þessar íseyar blekkja sig, því að ganga um þær á sumardegi er alveg eins og mað- ur sé á gangi á föstu landi. TVENNIR TÍMAR Allt fram á þessa öld var það háskasamlegt að hætta sér inn í hafísinn. Engin skip geta brotizt í gegn um hann. Sumum hefir þó Hreindýrshorn standa upp ur ísnum á einum staó

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.