Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1955, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1955, Blaðsíða 12
' 640 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Jakobína Johnson: Merk kono vestonhofs Mekkin Sveinson. Perkins EIR sem fylgjast með sögu Vestur-íslendinga munu að sjalfsögðu veita eftirtekt þeun mönnum og konum sem lagt hafa fyrir sig að þýða sýnishom af ís- lenzkum nútíma bókmenntum á enska tungu. Fyrst framan af bar mest á ljóða þýðingum. í seinni tíð hafa einnig komið í ljós allmargar smásagna þýðingar. Þegar American Scandinavian Foundation (New York) gaf út þýðingasafnið „Icelandic Poems and Stories“ (1943) var þar að finna 16 sögur. Af þeim voru 12 þýddar af frú Mekkin Sveinson Perkins, í Washington, D. C. Aðeins 2 þeirra höfðu áður birzt í tímariti sama útgáfufélags, The Am. Scand. Review, — og fáir máske vitað deili a þýðandanum. En síðan hefur hitt og annað komið á prent eftir frú Perkins og vakið athygli sökum vandvirkni í frágangi og smekkvísi yfir höíuð að tala. — Þar sem hún hefur greinilega markað spor í sögu okkar Vestur-íslendinga með ritverkum sínum, mun ekki úr vegi að kynna hana nokkru nánar heima a ættjörðinni. Hún er fædd í Wmmpegborg i Canada, á heimili foreldra J. Magn- úsar Bjarnasonar skálds. Sökum vináttu heldu foreldrar hennar þar til, fyrst eftir að þau komu frá íslandi. Þau voru hjónin Gunnar Sveinsson, Þorsteinssonar, frá Egil- stoðum í Fljótsdal, og Kristín, dótt- ir séra Finns Þorstainssonar, prests á Klyppstað og Desjarmýri, og konu hans, Ólafar Emarsdóttur. te^ioa i Mekkin Sveinson Perkins Móðir Gunnars hét Mekkin og var dóttir Ólafs Þorsteinssonar bónda á Skeggjastöðum í Fellum. Nafnið Mekkin er sérkennilegt í íslenzku máli, og á eflaust sína sögu. — Mekkin S. P. ólst upp í Winnipeg, lauk þar barnaskólanámi og síðan námi við Collegiate Institute. Þar hlaut hún tvenn verðlaun, — í ensku, frönsku og þýzku námi. Tungumál voru frá upphafi eftir- lætis námsgrein hennar. Árið 1904 fluttu þau Gunnar og Kristín með dætur sinar Mekkín og Finnu, vestur á Kyrrahafs- strönd. Þau dvöldust um tíma í bænum Blaine í Washington rík- inu, en settust siðan að í borginni Seattle. Þar var heimili þeirra til enda vegferðar, og þar býr yngri dóttirir., frú Finna Hanson. Hún á eina dóttur barna, og eina dóttur- dóttur. Mekkm var mjög ákveðm í þvi að halda áfram námi og leggja fyrir sig útlend tungumál. Hún vann fyrir sér með ýmsu móti jafn- framt náminu, og útskrifaðist ai ríkisháskólanum hér, árið 1908, sem Bachelor of Arts. Næstu 2 árin var hún kennari í þýzku og sögu, við Blaine High School. Síðan hélt hún áfram námsferli sínum við háskól- .nn, unz hún hlaut meistaragráðu . tungumálum — frönsku og þýzku. jafnhhða námi hafði hún að þessu sinni kennt frönsku í tveim bekkj- um háskólans. — Nú kenndi hún latínu, frönsku og þýzku við High School í Davenpost, Washington og Palo Alto, California, um nokkurt skeið. Þegar styrjöldin mikla nr. I skall yfir, var skortur á tungumálafræð- ingum í hermáladeild Bandaríkja- stjórnarinnar í Washington D. C. Mekkin var ein meðal umsækj- enda, og veittist þar skrifstofustaða er hún hélt í mörg ár. Á því tíma- bih, árið 1925, giftist hún John W. Perkins, starfsmanni í sömu deild og hún vann í. Hann er tungumála- maður með afbrigðum — kann 20 — þar á meðal rússnesku. — Mekk- in bætti auðveldlega við sig Norð- urlandamálum, þar sem hún kunni íslenzku, — síðan . ítölsku og spönsku, svo hún kann 7 tungu- mál. Heimili þeirra hefur verið í Washington D. C. og þar eiga þau fjölda vina. Gömlum vinum er heldur ekki gleymt — margir sqekja þau heim og njóta alúðar þeirra og gestrisni. Þau eru inir ákjósanlegustu leiðbeinendur fyrir þá sem vilja kynnast höfuðborg landsins, fegurð hennar og sögu. — Þau hjónin ferðast jafnan eitthvað á sumrin — komu bæði til íslands 1952. En frúin fór ein heim 1930, til að vera viðstödd hátiðahöldin á Þingvöllum. í þeirri ferð sá hún Skálholt og fleiri merka sögustaði. Fra 1952 á hún mjög fagurt lit- :n(9>-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.