Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1955, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1955, Blaðsíða 4
632 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Var hann fundinn sekur fjrir að hafa veitt séra Ólafi aflausn, en þó einkum fyrir bréfið til vinnu- konunnar. Var honum dæmt að greiða henni 1 hundrað á landsvísu í rétt sinn, en Einari prófasti IV2 hndr. í málskostnað. Og öllum þeim prestum, er eigi höfðu viljað dæma með Einari prófasti, var dæmt að greiða sekt eða fébætur í sjóð fátækra prestsekkna. Biskup birti séra Jóni dóminn þegar í stað og réði mann til þess að gegna prestakallinu fram til hausts. Kvaðst hann þó mundu leyfa séra Jóni að skíra börn og þjónusta sjúka menn um veturinn. Næsta vor gæti hann svo fengið Berufjarðarþing, ef hann vildi sækja um þau. Kvaðst biskup vera honum svo mildur vegna þess, að hann kvaðst kenna í brjósti um hann, gamlan og öreiga. Þegar séra Jón fekk tilkynningu biskups, hætti hann þegar öllum prestsverkum, og virtist sætta sig við þetta. Liðu svo tveir mánuðir. En þá fær séra Jón bréf frá þeim Oddi lögmanni og Páji Beyer. Var það dagsett á Leirá 3. september 1712. í bréfi þessu skipuðu þeir presti að hafa dóm biskups og prestastefnunnar að engu, þjóna prestakallinu áfram, eins og ekkert hefði í skorizt og hirða af því allar tekjur. Eigi verður annað séð en að fyr- irskiþan þéssi hafi komið séra Jóni algjörlegá á óvart, og hafi hann ekki-átt neinn hlut þar að sjálfur. Mun þar ekkert annað hafa ráðið, en gremja Páls Beyers út af því að biskup vildi eigi láta hann sitja prestaréttinn, og svo mikilmennska O.dds lögmanns, er gjarna vildi hnekkja biskupsvaldi í landinu. Sams. konár fyrirskipan sendu þeir inum öðruM prestum, er dæmdir hofðu vérið um sumarið, að þeir skýldi'hafa’þá dóma að engu. Fæst- ir þeirra munu þó hafa hlýtt því, heldur greitt það sem þeim var dæmt að greiða, til þess að missa ekki hylli biskups. UPPHAFIÐ AÐ FJANDSKAP BISKUPS OG ODDS En séra Jón Sigmundsson fór öðru vísi að. Hann þóttist nú alveg óhultur í skjóli inna æðstu valds- manna. Tók hann þegar upp prests- þjónustu aftur og tilkynnti pró- fasti að hann bannaði öllum að vinna prestsverk í sinni sókn. Varð þetta tiltæki hans afdrifaríkt, því að út af þessu hófst fullur fjand- skapur milli Jóns biskups og Odds lögmanns, er stóð meðan báðir voru á lífi. Þetta var eigi aðeins fjand- skapur milli tveggja manna, hér var um alvarlegan árekstur að ræða milli kirkjuvaldsins og ins veraldlega valds í landinu. Með skaplyndi þeirra beggja, biskups og lögmanns, kom ekki vonum fyrr að þessu. En það var séra Jón Sig- mundsson, sem hleypti öllu í bál og brand, er hann neitaði biskupi um hlýðni og gaf sig undir vernd inna veraldlegu embættismanna. Séra Jón sendi nú konungi bæn- arskrá um mál sín, og naut þar að- stoðar Páls Beyers. Jafnframt hafði hann að engu boð og bann biskups og kvaðst mundu gegna embætti sínu þangað til svar konungs kæmi. Gekk svo í þessu þrefi fram til 1715. Þá skyldi mál séra Jóns koma fyrir prestastefnu á Alþingi. Páll Beyer bauðst þá til þess að halda uppi vörnum fyrir prest, en Oddur lög- maður tók af skarið og gaf þann úrskurð að málið mætti ekki takast fyrir, þar sem prestur hefði þegar lagt það undir konung, og biskup væri þar sakaraðili. Var svo málinu frestað til næsta þings. Oddur lögmaður kom ekki til þings 1716, því að hann var þá er- lendis, en Páll Beyer helt þar uppi vörn fyrir séra Jón. Þá var Lárus Scheving umboðsmaður Odds og úrskurðaði hann, að séra Jón skyldi gjalda Klausturhólaspítala 1 hndr. á landsvísu fyrir yfirsjón sína, vera hlýðinn biskupi og gera ekki neitt af sér, og mætti hann þá halda embætti. En biskup og prestastefnu menn dæmdu séra Jón algerlega frá embætti; skyldi hann sviftast hempu og teljast upp frá því í veraldlegri stétt. Þessum dómi áfrýaði séra Jón með tilstyrk Odds lögmanns, til hæstaréttar. Fekk hann leyfi til þess og auk þess gjaf- sókn. Var biskupi birt hæstaréttar- stefna 1719. En biskup fekk þá kon- ungsleyfi til þess að þurfa ekki að gegna þeirri stefnu, nema því að- eins að séra Jón setti honum áður fulla tryggingu fyrir öllum máls- kostnaði, ef hann skyldi tapa mál- inu. Séra Jón átti ekkert til og gat því ekki sett neina tryggingu. Ef til vill hefði honum þó tekizt það, með aðstoð vina sinna, Odds og Beyers. En til þess kom ekki, því að Jón biskup fell frá sumarið 1720, og þar með fellu þessi mál niður. En er séra Jón var sloppinn úr þessum vanda, kvað hann þessa vísu: Eftir lifir áttræð mold ein af stríði þessu, syngur enn á Svanafold sínum guði messu. Ber vísan þéss' ljósan vo'tt, að í presti hlakkar út af því að hafa alltaf haldið prestskap, þrátt fyrir stríðið við biskup, og standa nú áttræður yfir höfuðsvöfðum hans. (Svanagrund er s. s. Álftaver). En þó orkti prestur erfiljóð um biskup, „mjög guðrækileg“ og kenndi þar einkis kala í garð hans út af því, sem á undan var gengið. Séra Jón gegndi síðan prestverk- um þangað til hann dó 25. okt. 1725, þá 85 ára að aldri og hafði verið prestur í 65 ár. Séra Jóní var ekki laginn bú-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.