Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1955, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1955, Blaðsíða 14
LESBÓK MORGUNBLAÐ SINS r 642 hraðar en inum innfæddu og svo hefir verið stöðugur straumur yfir sundið af innflytjendum. Nú er svo komið að stjómin á Ceylon hefir hótað að skjóta á smábáta, sem eru á ferð á sundinu. Það er ekkert kynþáttahatur vegna hörundslitar í Brezku Gui- ana — nema þá gegn hvítum mönn- um þar — en inir innfæddu eru æfir út af því að nú er svo komið að 40% af íbúunum eru Indverjar, og vegna þess hvað þeim fjölgar miklu örar en öðrum, er viðbúið að innan skamms tíma varði þeir orðnir þar i meira hluta og taki við stjórn landsins. Á Trinidad er svo komið, .að gert er ráð fyrir að eftir eiim manns- aldur eða tvo verði svo komið, að afkomendur índverskra verka- manna, sem þangað voru fluttir, eigi þar allt landið. Árið 1952 voru á Fiji-eyum 135. 877 innfæddir menn, en 148.802 Indverjar. Þar hefir reynzt nauð- synlegt að takmarka mjög hve mik- ið land Indverjar megi eignast, til þess að inir innfæddu verði ekki landlausir í sínu eigin landi. Það er ekki af hatri vegna hör- undslitar að Burma hefir sett skorður við innflutningi Indverja, eða að Malaja er í öngum sínum út af innflutningi Kínverja. Þannig er ástandið víðar, þótt ekki komi þar hvítir menn við sögu og minna sé um það talað. Alls staðar er um sjálfsvörn að ræða fyrir eigin menningu og arfi feðranna. Hvítir menn, sem hafa numið Ástralíu, Nýa Sjáland og Suður Afríku, spyrna á móti þeldökkum mönnum, ekki vegna litarháttar þeirra, heldur vegna þess að þeir vilja búa að sínu og varðveita sína menningu, því að enn hefir það ekki biessast að hvítir menn og þeldökkir renni saman í eina heild. Margir Kínverjar eru hvítari á hörund en hvítir menn. Þó er alls staðar amast við þeim, vegna þess að þeir eru af öðru sauðahúsi. Bretar hafa fordæmt mjög kyn- þáttaskiftingu, en nú er þeim sjálf- um farinn að standa stuggur af hve mikið er orðið af þeldökkum mönn- um í London, Cardiff og hjá Mer- sey. Það eru lög hjá þeim, að allir þegnar brezku krúnunnar megi koma til Englands, hvernig svo sem hörundslitur þeirra er. En hætt er við að þeir verði að breyta þessu innan skamms, ef eskki eiga vandræði af að hljótast Verið getur að sumir láti sér fátt um finnast þótt mikið verði inn- streymi þeldökkra manna í Év- rópu. En það er þó athyglisvert, hvernig þeldökkir menri flæða nú yfir allt. Það mun hafa sínar í- skyggilegu afleiðingar áður en langt um liður. Yfirráðasvæði hvitra manna á hnettinum dragast nú óðum sam- an. Inum þeldökku mönnum fjölg- ar miklu meira. Nú eru á jörðinni 1000 milljónum fleira af brúnum, gulum og svörtum mönnum heldur en hvítum. Og hlutfallið breytist óðum, vegna þess að viðkoman hjá inum þeldökku er miklu meiri. Af 60 þjóðum, sem eiga fulltrúa á þingi Sameinuðu þjóðanna, eru tveir af hverjum þremur frá ríkj- um þeldökkra manna. Og þegar Bretar hafa gefið öllum þeldökk- um þjóðum innan brezka samveld- isins fullkomið frelsi og jafnrétti, þá verður meiri hluti borgara ins brezka ríkis þeldökkir menn. Ef svo fer fram sem nú horfir, þá mun þess ekki langt að biða, að yfirráðasvæði hvítra manna verði ekki annað en Evrópa og Norður Ameríka og svo nokkur út- vígi hingað og þangað, umkringd þeldökkum mönnum. (Þýtt). Heilakjarni ÞETTA orð er notað hér um þann hluta heilans, sem á læknamáli nefnist „hypothalamus“. Fæstir hafa nokkum tíma heyrt um hann getið. Og í bókinni „It’s not all in your mind“, eftir dr. Berglund, segir hann að „starfsemi hans sé svo vafasöm, að margir læknar vilji ekki hugsa um það og neiti því að hann sé til“. jVEÐARLEGA í hluti, sem nefnist stórheilanum er „dience- phalon“ og er nafnið dregið af tveimur grískum orðum, „dia“ sem þýðir í gegnum og „enkephalos“ sém þýðir heili. í þessum hluta heilans er inn svonefndi „hypo- thalamus“ og er nafnið einnig dregið af tveimur grískum orðum, „hypo“ sem þýðir undir og „thala- mos“ sem þýðir beður. Harrn er aðeins 1/300. hlutinn af stærð heil- ans. Það eru nú eitthvað um 100 ár síðan að læknar veittu honum fyrst athygli, en það er fyrst nú á seinustu 10 árunurn að þeir hafa farið að rannsaka hlutverk hans. Ýmsar aðferðir hafa verið not- aðar við rannsókn heilakjarnans, og hafa tilraunir einkum verið gerðar á dýrum. Með því að særa hann, eða einangra hefir mönnum tekizt að komast að því hvaða þátt hann á í ýmsum viðbrögðum dýra. Einnig hefir „kaþóðugeislum" ver- ið beint að honum og koma þá fram mismunandi áhrif eftir því hvar þeir hitta á. Stimdum fer til- raimadýrið að skjálfa, eins og því sé kalt, stundum er eins og það reiðist, og stundum rísa öll hár á því. Þau skynfæri, sem stjórna hátta- lagi voru og viðbrögðum, eru blóð- kirtlar, taugar, rnæna og heili. En nú halda menn að yfirstjórn alls þessa sé í heilakjarnanum. Svo mikið er víst, að hann hefir stjóm á öndun og líkamshita, og hefir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.