Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1955, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1955, Page 16
548 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS í BRIDGE + D 10 ¥ Á 4 3 ♦ Á D 5 2 + Á G 8 7 A Á 9 7 6 ¥ G 10 9 $ ♦ 983 + 64 + 8 4 3 2 ¥ K D 5 ♦ G 10 4 * K D 9 N opnaði í tigli, S saeði 2 grönd og N hækkaði i 3 grönd. V sló út HG og S drap hann með kóng á hendi. Svo sló hann út TG og þann slag fekk A á kóng. Hverju átti hann nú að slá út? í>að var svo sem auðséð að S hafði HD, þótt hann dræpi með kóngnum. Enginn spilamaður slær út gosa ef hann hefur bæði drottningu og gosa. A sér því að eina vonin er að reyna spaðann. Ef V hefur Á 9 7 í spaða og einn spaða enn, þá er von um að geta fengið 4-» slagi í litnum. Og eina útspilið, sem þá dugir, er SG. V drap með ásnum og sló út lágspaða, en A drap með SK og sló út S5. Með þessu móti fekk V enn tvo slagi í spaða, og spilið var tapað. ^’jaÉr’aj'oh SKERFUR TIL KRISTNIBOÐS Guðmundur Friðjónsson skáld á Sandi segir svo frá: — Svo bar við í minni skólatið á Möðruvöllum, að nokkrir gemsar sendu suður — til séra Odds í Grindavík eða Hallgríms bisk- ups — 10 aura til kristniboðs meðal heiðingja. Þetta gáska-tiltæki varð þjóðkunnugt, og varð af því úlfaþytur í Sameiningu séra Jóns Bjarnasonar í Winnipeg. Hann sagði meðal annars, að hvar í víðri veröld, sem slíkt kæmi fyrir, myndi forsprökkunum vísað úr skóla, nema þeim, sem kenndur væri við Möðruvelli á íslandi. (Minn. frá Möðruvöllum). FRÁ SKÁLHOLTI. — Mynd þessi er af minnismerki Jóns biskups Arasonar og sona hans í Skálholti. Það er ið eina, sem minnir á sögu staðarins, en það var ekki reist af íslendingum, heldur lét ensk kona setja það. Var grjótið sótt í Þorlákssæti. — Nú fer Skálholt að skifta um svip, því að nú skal hrundið af þjóðinni því ámæli, að hún hugsi ekkert um dýrmætustu sögustaði sína. (Ljósm. Ól. K. M.) ’ " '1 FYRIR 50 ÁRUM Fyrsta söngför, er íslendingar fóru ■til útlanda, var sú er söngflokkurinn Hekla á Akureyri fór til Noregs í nó- vember 1905. Magnús Einarsson org- anisti stjórnaði söngflokknum. Fór hann víða um Noreg og fékk hvar- vetna inar beztu viðtökur og varð þetta in „mesta sæmdarför“, eins og þá var sagt. UPPHAF SIÐBÓTAR Vorið 1551 sendi Kristján konung- Ur III. út hingað til Norðurlands þá_ Axel Juel og Kristopher Trondsson með tveim herskipum, til að taka hönd- um Jón biskup Arason og syni hans, því að eigi vissi konungur þá um ósig- ur þeirra og aftöku. Létu þeir Axel Norðlendinga vinna konungi hollustu- eiða á Oddeyri við Eyafjörð. Að því búnu voru þeir feðgar dæmdir land- ráðamenn, og fé þeirra upptækt kon- ungi til handa. Sendimenn konungs heldu síðan til Hóla, rændu þar stað og kirkju gripum og fóru svo til Dan- merkur. Um sama leyti kom út fyrir sunnan land Otti Stígsson mcð hirð- stjórn. Tók hann eið af Sunnlending- um á alþingi til handa konungi. — Kristján konungur lét sér öllu fram- ar hugað um, að fjárhirzla konungs hefði sem mestan hagnað af siðbót- inni, og fyrir því tók hann til sín öll klaustur og eignir þeirra á íslandi og seldi á leigu, en lét taka gripi kirkna og klaustra, sem náð varð, og flytja til Danmerkur. (Séra Þorkell Bjarnason). SKRIÐUHLAUP Ár 1624 kollvarpaði og huldi skriða að nóttu til meira en helminginn af bænum Yzta Skála í Holtssókn. — Bjuggu þar sjö barna foreldrar. Að- eins foreldrunum var bjargað með lífi, þannig að þau voru dregin hálf- dauð úr aurleðjunni. Þegar móðirin daginn eftir sá, hvernig um börnin hafði farið, lét hún guðrækilega líf við dauða, og þannig liggur hún í einni gröf ásamt þeim, en maðurinn lifir eftir og þjakast af hörmum sínum. — (Annáll Gísla Oddssonar biskups).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.