Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1955, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1955, Blaðsíða 14
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS ^ njðsnarmenn þeir, sem sendir voru til höfuðs Hringi hafi falið sverðið þarna hjá heimreiðarveginum, til þess að nota það svo síðar til að drepa með Hring ef þeir kæmust í r gott færi. Dr. Björn M. Olsen seg- ist í skýrslu sinni hafa fundið mannsbein í Hringshaugnum 1884, er hann skoðaði hauginn. í haug þessum hefur því fundizt bæði sverð og mannsbein, sem er sönn- un þess að Hringssagan, sem mjög ■ ábýggilegur og greinagóður maður, Guðmundur Ólafsson hreppstjóri, heyrði lesna á Hrafnseyri í tíð séra SigUrðar, eé ekki úr lausu lofti r gripin, og ekki fæ ég betur séð en að sverð og beinafundirnir í haugn- um séu ábyggilegri sannanir fyrir sannleiksgildi sögunnar, en þó hægt væri að sýna af henni skinn- handrit, sem þó auðveldlega getur hafa verið til en sé nú löngu glatað, þar sem menn vita að ótölulegur grúi íslenzkra handrita hefur glat- azt á ýmsan hátt bæði í eldsbrun- um og svo sokkið í hafið þegar var r verið að flytja skjölin og bækurnar r til Kaupmannahafnar. Þó er ekki óhugsandi að skinnhandrit af Hringssögunni eigi eftir að koma í leitirnar, sem Hrafnseyrarhandrit- r ið hafi verið skrifað eftir. ♦ pp- Allir vita að Njála hefur verið r áður af fræðimönnum okkar álitin r okkar ein merkasta og ábyggileg- asta saga, og hún er til, eftir því r sem sagt er í formála fyrir sögunni, í mörgum skinnhandritum, ekki r vantar það. Nú hefur fyrir einu ári að tilhlutan ráðandi manna á því sviði, fram farið fornleifagröftur austur á Bergþórshvoli, sem er tal- inn einn merkasti sögustaður Njáls sögu, þar sem Njálsbrenna átti að hafa farið fram, til þess að fá úr því skorið hvort áreiðanlegt væri að brenna hefði farið fram eins og sagan staðhæfir. En ekkert kvað hafa fundizt við þann gröft sem ^ &anni það að atburðurmn, sem sag- an segir frá, Hafí átt sér stað. Þetta ætti að sýna það, að skinnhandrit- um sagnanna getur á stundum verið varlega treystandi, og að forn minjar fundnar á þeim stöðum, sem sögurnar benda á eru öruggari sannanir, og það hafa þeir sem stóðu fyrir leitinni í fyrra á Berg- þórshvoli álitið, og með þeirri sann færingu hafa þeir látið framkvæma rannsóknina. En það eru einmitt svipaðar sannanir sem fornminja- leitin á Bergþórshvoli átti að leiða í ljós fyrir Njálu, og sverðfunður- inn og beinafundurinn í Hrings- haugnum er fyrir sannleiksgildi Hringssögu og jafnvel sverðið, sem fannst við lautina fyrir utan Hrings •dalstúnið 1950 styður þetta. Landnáma segir, að í Vestfirð- ingafjórðungi hafi á landnámsöld- inni verið 900 bændur. En hún nefnir ekki nema um 180 landnáms -menn í fjórðungnum eftir því sem næst verður komizt eða um % af bændatölunni. Er því eðlilegt að langt sé sums staðar á milli bæa, og svo er í Arnarfirði, þar sem enginn bær er nefndur á nafn á allri vesturströnd fjarðarins frá Dufansdal og út að Kóp, sem er mestöll strönd fjarðarins að vestan- verðu, sem var landnám Ketils ilbreiðs, en sem fór að því er virð- ist strax þegar hann hafði kastað eign sinni á landið suður til Breiða- fjarðar og nam land í Berufirði. Auðvitað hafa menn þá smám sam- an byggt býli á þessu auða og yfir- gefna landnámi Ketils, og hefur Hringur verið einn af þeim bænd- um, eins og saga hans, vopns- og beinafundirnir bera vott um. Ég hef athugað að í öllum mann- tölum síðan 1801, hefur jörðin ein- lægt verið rituð Hringsdalur. Er engu líkara en Hringssagan hafi þá komið í heimturnar, og er það vafalaust sú bók af sögunni, sem síðast var í eigu séra Sigurðar á Hrafnseyri, eins og áður er getið. Hefur þá villan verið Iöguð og jörðin skráð sínu upphaflega nafni, og hafa vopnafundirnir síðar sann- að, að það var á réttum grundvelli byggt. Hvergi annars staðar á landinu það ég frekast veit hafa fundizt sverð eða vopn, sem grundvalli sannleiksgildi sagnanna nema í Hringsdal, þó ef til vill að undan- skildum sverðfundi þeim, sem varð norður í Eyafirði á þeim slóðum, sem Vigfús Víga-Glúmsson drap Bárð Hallsson, eftir því sem sagt er frá í Víga-Glúmssögu. Er það talið Hklegt, að það sé sverð Bárð- ar og bein hans, sem fundust þar. Óskandi væri að allar íslendinga- sögurnar okkar byggðust á jafn- merkum heimildum eins og þessar tvær sögur. Víghellan, sem hér sést mynd af, er misbrýnd og situr á breiðari brúninni, en hin þynnri veit upp, og myndast í hana tvær boga- myndaðar lautir, eins og myndin sýnir, er 145 cm á lengd, 98 cm á hæð upp úr jörðu og 90 cm á þykkt að neðan, en efri rörtdin, þar sem bogarnir myndast, er um 10 cm á þykkt. Um Hringsdal og Hringssöguna hef ég ritað í Lesbók Morgun- blaðsins 23. nóveinber 1952. C^>®@®G>0 l'rúin var stórlynd og það endaði með því að maðurinn flýði húsið og settist að í garðhúsinu. Þama hafðist hann lengi við, en steig aldrei faeti sín- um inn í íbúðarhúsið. Þau hittust stundum í garðinum en töluðu fátt saman. Nágrannar hans vorkenndu honum mjög og einu sinni sögðu þeir: — Hvers vegna flýrðu ekki burt? Hún er hraeðileg! Hann klóraði sér í höfðinu og sagðí með hægð: — Ekki vil ég nú taka undjr það. Húu er ekkert slæmur nábui.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.