Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1955, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1955, Blaðsíða 1
35. tbl. ins Sunnudagur 2. október 1955 1» á h XXX. árg. A VIÐRÆÐLR I MOSKVL •' • • • . ' Molotov leysti frá skjóðunni: „Öll smáríki eiga að hverfa“ P'YRIR 15 árum — það var í júní 1940 — réðist rússneska stjórn- in á sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Urðu þau fyrst allra fyrir barð- inu á Rússum, en síðar máttu marg- ar þjóðir á inu sama kenna í sam- bandi við seinni heimsstyrjöldina. Stjórnum inna frjálsu Eystrasalts- ríkja voru settir úrslitakostir, rússneskar hersveitir óðu inn í löndin og kollvörpuðu inum lög- legu stjórnum. Sérstakir erindrek- ar Rússa voru settir yfir löndin: Zhdanov í Eistlandi, Vyshinski í Lettlandi og Dekanozov í Lit- haugalandi. Þeir skipuðu þar leppstjórnir. Fyrstu vikurnar eftir að herinn var kominn þangað, talaði Moskva fagurt, en hugsaði flátt. Stjórnin þar lýsti yfir því hvað eftir ann- að að hún ætlaði sér ekki að hafa nein afskifti af innanríkismálum landanna. Þetta gerði hún til þess að friða íbúana meðan hún var að koma ár sinni fyrir borð. Forsætisráðherrann í leppstjórn Lithaugalands, eða inni svokölluðu „lýðstjórn", var prófessor Vincas Kreve-Mickevicius, alkunnur rit- höfundur og vísindamaður. Hann var ekki kommi, og ekki heldur fjármálaráðherrann, E. Galvan- auskas, fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherra. Rússar notuðu þá til þess að friður héldist í land- inu, og þessir tveir ættjarðarvinir tóku við stöðunum í þeirri von, að sér tækist að bjarga því, sem hægt væri að bjarga. Þar skjöplaðist þeim eins og svo mörgum öðrum. Það varð skjótt ljóst, að Rússar ætluðu ekki að standa við loforð sín, heldur léku tveim skjöldum. Kreve-Mickevicius ákvað þá að segja af sér, en vinip hans og sam- verkamenn báðu hann að gefast ekki upp fyrr en öll sund væri lok- uð. Ástandið var orðið óþolandi og þess vegna afréð Kreve-Mickevici- Molotov us að fara til Moskvu og tala við Molotov og helzt við Stalin sjálf- an. Hann ætlaði að útskýra fyrir þeim hvernig komið væri og fá þá til að fyrirskipa rússnesku sendi- sveitinni og rússneska hernum, að vera ekki að skifta sér af innan- ríkismálum Lithaugalands. Hann sagði sjálfur svo frá: „Vér vorum fyrsta bráðin, sem bolsar hremmdu í Evrópu. Vér þekktum ekki að- ferðir þeirra né fyrirætlanir. Vér

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.