Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1955, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1955, Blaðsíða 10
542 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hann), því hann hefir aldrei kynnst ensku sveitalífi. En til lít- ils væri að segia okkur að þýðing eftir Jakob Smára mundi ekki vera frambærileg þegar miðað er við þær kröfur, sem nú virðast gerð- ar til þýðinga — og sannast að segja sýnast helzt engar vera. En af öllum þeim konum, sem Hardv skapaði, er það efalítið að honum muni hafa þótt vænzt um Tess. Mig minnir að það væri í veizlu þeirri í Kaupmannahöfn, sem Danir héldu Ibsen til þess að minn- ast sjötugsafmælis hans, að leik- kona ein kom til hans og þakkaði honum fyrir þau merkilegu hlut- verk, er hann hefði gert handa sér að fara með. Ibsen brást réið- ur við og sagði: „Ég hefi engin hlutverk samið, en ég hefi skapað manneskiur.“ Og meðan hann var að skrifa Et dukkehjem og sat við skrifborð sitt, bar svo við einn dag, að hann sneri sér skyndilega að konu sinni og mælti: „Nú sá ég Nóru; hún kom og lagði höndina á öxiina á mér.“ „Hvernig var hún búin?‘ spurði frú Ibsen. „Hún var í óbrotnum ullarkiól bláum“, svar- aði hann alvörugefinn, og hélt svo áfram að skrifa. Við þurfum ekki að efa það, að á sama hátt hafi Hardy séð það fólk, sem hann skapaði, karla og konur, og ekkert af því ljóslegar en Tess. Það er allt svo ljóslifandi að um þetta getur engum blöðum verið að fletta. Við erum ekki eins skygn og hann var; þar ber mikið á milli. En þegar við lesum sög- una, sjáum við Tess fyrir okkur eins og hún væri íklædd holdi og blóði. í sögulok þekkjum við hana eins og hún hefði verið fóstursyst- ir okkar frá því við komumst á legg. Og ekki bara hana. heldur allt sögufólkið. Svona skapa þeir míklu meistararnir. En fvrirmynd- ina (þ. e. a. s. líkamsgerfið) kvaðst Hardy aðeins hafa séð einu sinni, unglingstelpu, sem sat á flutnings- kerru og lét fæturna hanga aftur af. Hardy sagði að sú hugsun hefði gripið sig, hver örlög mundu bíða svo fagurrar stúlku og svo varnar- lausrar. Ekki gaf hann henni strax þetta nafn. Hann skifti tvisvar um nafn á henni meðan hann var að skrifa söguna, og hann skifti líka um nafn á sjálfri sögunni. Uppruna- lega átti hún að heita Too late Beloved (Of seint elskuð), eða Too Late, Beloved (Of seint, ástin mín). Þau orð finnum við á bls. 521 í sögunni. Þannig var þessu líka háttað um Ibsen; hann var sífellt að skifta um nöfn á sögu- hetium sínum, og meira að segja ritunum sjálfum meðan þau voru í smíðum. Hér þarf ekki að skrifa langt mál um það, hve sagan hnevkslaði með bersögli sinni er hún kom fyrst á prent 1891. í forspjallinu fyrir íslenzku þýðingunni geta menn lesið allt það, er þeir þurfa um það efni að vita. Um hríð voru raunar allar líkur til þess, að ekki ætlaði að verða unnt að fá hana birta. Mestur hluti hennar kom fyrst sem framhaldssaga í tímarit- inu Graphic, en þó varð að fella úr henni tvo kafla, og annað varð höfundurinn að afskræma á ýms- an hátt Ekki þorðu t. d. ritstjórar Viktoríualdarinnar á Englandi að láta það sjást (og hefir þó Hardy sannarlega tekizt að sneiða hjá öll- um klúrleika) að stúlkunni, sextán ára gamalli, hefði verið nauðgað. Varð því að leysa vandann með því að láta fara fram uppgerðar- hiónavígslu yfir þeim Alec og Tess og láta hana samþykkja þann skrípaleik. Svona kostnaðarlítið vsr siðferðiskröfu ritstjóranna fullnægt. Enda þótt Hardy væri geðprýðismaður, undrar okkur ekki að hann er nokkuð beiskorð- ur þegar hann minnist á þetta. En svona var yfirdrepskapurinn mik- ill í þá daga. Sjálfur vissi hann bezt í hve göfugum tilgangi hann hafði skrifað söguna. Því sannarlega skrifaði hann hana ekki út í bláinn. Hann skrif- aði hana í þágu mannúðar og rétt- lætis. Enginn getur lesið svo Tess að hann sjái ekki að þar er verið að kenna — verið að vekja athygli á því þjóðfélagsmeini, sem kristin trú, mannúð og réttlæti kröfðust að læknað væri. Það er hlutverk sögunnar að vekja á eftirminnileg- an hátt athvgli á því hræðilega misrétti karls og konu, sem þjóð- félagið lét viðgangast. í þá meir en sex áratugi, sem síðan eru liðn- ir, hefir mikið á unnizt, og ekki efamál að Tess (ásamt öðru meist- araverki, Esther Waters, eftir George Moore, er kom litlu síðar) hefir átt sinn þátt í að skapa vinn- inginn. En hvar og hvenær sem Hardy kennir, lætur hann kennsl- una aldrei verða á kostnað listar- innar. En að gera svo, er aðeins á færum hinna mestu snillinga. Fyrir mitt leyti verð ég þó að viðurkenna, að mér finnst ávallt einn snöggur blettur vera á sög- unni. Eftir atburðinn í september 1884 lætur hann Tess enn vera á- fram heilan mánuð í vistinni. Þetta get ég ekki betur séð en að sé gagnstætt skaplyndi hennar. Vit- anlega má þó hugsa sér ýmsar rök- semdir, til þess að gera þetta líkindalegt. En hitt, að Alec nær henni á sitt vald í síð- ara skiftið, er svo eðlilegt sem mest má vera. Gegnum alla sðg- una sjáum við hve innilega hún elskar systkini sín. Nú er svo kom- ið, að hvorki þau né móðir henn- ar hafa nokkurt hæli fremur en mannssonurinn forðum, og þau hafa ekkert til að seðja með hung- ur sitt. Hún er nú sannfærð um að Angel hefir fyrir fullt og allt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.