Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1955, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1955, Blaðsíða 13
- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 545 Einar Bogason frd Hringsdal: VÍGHELLAN í HRINGSDAL HÉR gefur að líta mynd af steini þeim, sem stendur á hinni svonefndu Efri-Bardagagrund á Hringsdalstúni í Arnarfirði og nefndur er Víghella, því í Hrings- sögu var sagt, að landnámsmaður- inn, sem fyrst reisti byggð í Hrings -dal og bærinn dregur nafn af, hafi á steini þessum hryggbrotið njósn- armenn þá, sem Austmaður, sem bjó í Austmannsdal, bæ utar í hreppnum, hafi sent til höfuðs honum. En Austmaður átti líka annað heimili á Steinanesi, sem er nyrzti bær í Barðastrandasýslu, og þaðan komu banamenn Hrings. Sætti Austmaður lagi þegar hann sá að Hringur sendi húskarla sína inn í Trostansfjörð til að sækja skógarvið. Þegar þeir á Steinanesi sáu að Hringsdalsmenn voru komn- ir inn hjá, hafa þeir farið frá Steinanesi og stefnt yfir fjöroB* undir Bíldudal. Þaðan hafa þeir svo róið út með landi, og að lík- indum lent í Rauðsvík eða þar ná- lægt. Er um vika sjávar eða 714 km frá Bíldudal út í Rauðsvík. Hafa þeir lent þar upp, því utar nær bænum hafa þeir ekki mátt fara á sjó til þess að þeir hefðu hug til í æsku, án þess að hún fengi nokkru sinni um það að vita, og enginn v«it nú hver var. Það gæti farið svo, að þið end- uðuð á að lesa The Dynasts (Fólkvaldana), hans mesta verk — algerlega einstætt í bókmennt- um veraldarinnar. Sn. J. Víghetlan með tveimur lautum ofan í brúnina ekki sézt frá skála Hrings. Frá Rauðsvík hafa þeir svo haldið út með háum sjávarbökkum og út að Austmannaláginni, þar sem hún liggur niður að fjöru. Er úr Rauðs- vík þangað um 1% km. Eftir lág- inni hafa þeir svo farið, sem er í hvarfi við skála Hrings, um 200 metra vegalengd. Eru þeir þá staddir um 100 metra fyrir innan skálann. þegar þeir hafa farið upp úr láginni og heim að skálanum, þar sem Hringur bjó. Stóð fyrst bardaginn á Efri-Bar- dagagrundinni, en síðast hljóp Hringur niður á Bardagagrund ina neðri og varðist þar undir stórum steini, sem þar er, en nú á síðustu árum hefur lækkað um helming eða meir við það að vegagerðar- menn hafa hrúgað sandi upp að honum. Um 10 faðma frá steini þessum er haugur Hrings. í haugi þessum fann ábúandinn í Hrings- dal Bjarni Jónasson, sverð árið 1863, sem hann því miður eyðilagði með því að smíða úr því fiskihníf. Annað sverð fannst líka 1950, sem lá um 10—15 cm. niður í jarðveg- inum mjög nálægt eða rétt við heimreiðarveginn að bænum, en þó á þeim stað, sem ekki sézt frá bænum. Er sverð þetta nú geymt á Forngripasafninu. Þess skal getið, að Kristján Eldjárn þjóðminjavörður, sem geymir sverð þetta í Þjóðminjasafninu og ritað hefur um sverðfundinn, telur sverðið vera vafalaust frá land- námsöldinni, eða þeim tíma, sem Hringur var í Hringsdal. Er alls ekki óhugsandi eða ólíklegt að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.