Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1955, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1955, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS /'tW* 535 misskilja, heldur vegna þess að sjónarmið þeirra væri ólík. Og nú- verandi stjórn í Lithaugalandi, sem hann kvaðst ekki efa að væri Rúss- um vinveitt, ætti því að búa þjóð sína undir breytt viðhorf. „Við erum vissir um, og öll þjóð- in er viss um það, að núverandi ástand í Lithaugalandi er aðeins bráðabirgða ástand,“ sagði ég. „Þess vegna væri það betra, að fulltrúar ykkar og setulið reyndu að semja sig að siðum okkar og hugsunarhætti og skilja þjóðskipu- lag okkar.“ .,ÖLL SMARÍKI VERÐA AÐ HVERFA ÚR SÖGUNNI“ Molotov þagði langa hríð. Hann var niðurlútur og fór að rissa eitt- hvað á blað á borðinu. Síðan tók hann til máls: „Þér neyðið mig til þess að segja það, sem ég ætlaði ekki að segja að svo stöddu. Þess vegna skulum við tala hispurslaust, og.án tilfinn- inga, því að við höfum fengið nóg af því. Þér verðið .nú að horfast í augu við staðreyndirnar og skilja það, að í framtíðinni verða öll smáríki að hverfa úr sögunni. Lit- haugaland, hin Eystrasaltsríkin og Finnland verða að sameinast sovét- fjölskyldunni. Þess vegna skuluð þér nú þegar hefjast handa um að undirbúa þjóð yðar að taka upp sovét-skipulag. Því verður komið á um alla Evrópu, fyrst í Eystrasalts- rikjunum og seinna í öðrum.“ Mér brá svo við að heyra þetta, að ég var orðlaus. Molotov sá hvað mér leið og skipaði að færa okkur te. Þegar ég var farinn að jafna mig, sagði ég að ef þetta fréttist mundi það valda inni mestu ólgu í Lit- haugalandi og ef til vill vopnaðri uppreisn. Og á liinn bóginn mundu Þjóðvierjar grípa tækifærið, þvi að þeir mundu ekki kæra sig um að fá sovét-skipulagið heim að bæardyr- um hjá sér. „Þjóðverjar samþykktu, án þess að þeim yrði bumbult af, að við hertækjum Eystrasaltslöndin. Þeir verða einnig að kyngja því þótt við innlimum þau,“ sagði Molotov af þjósti. „Annars get ég skýrt yð- ur frá því að samningar hafa þegar verið gerðir um þetta efni.“ Ég reyndi að bera því við að þjóð mín mundi aldrei samþykkja sovét skipulag. Fyr mundi hún vilja fá Þjóðverja yfir sig. Bændurnir ótt- uðust ekkert meira en samyrkju- búin. „Við ætlura ekki að neyða þvi skipulági upp á ykkur,“ sagði Molotov. „Við erum sjálfir alls ekki vissir um að það sé bezta skipulag á Iandbúnaði, en vegna þess hve fátækt Rússland er, þá hentar því ekki annað skipulag.” Ég sagði að ef þessar fyrirætl- anir yrði kunnar, mundi þjóð mín ekki líta á rússneska herliðið sem vinsamlegt verndarlið, heldur sem fjandmannalið, og Rússum væri enginn hagur í því. Og svo stakk ég upp á að gerður yrði nýr samn- ingur, vináttusamningur, milli Lit- haugalands og Rússlands. Ég sagði að slíkt mundi auka álit Rússa í landi mínu, enda þótt réttur okkar til þess að fara með utanríkismál yrði að einhverju leyti skertur. KOLLVÖRPUN EVRÓPU „Þetta hefði áður þótt góð til- laga,“ sagði Molotov, „en nú er allt svo mjög breytt, að slíkt fyrir- komulag mundi hvorki henta Rúss- um né Eystrasaltsríkjunum. Við erum algjörlega sannfærðir um að félaga Lenín missýndist ekki þegar hann sagði, að eins og fyrri heim- styrjöldin hefði komið fótum undir okkur í Rússlandi, svo mundi önn- ur heimsstyrjöldin hjálpa okkur til að ná yfirráðum víðsvegar um JJv- rópu. Nú sem stendur styðjurö við Þjóðverja, en aðeins að því marki, að þeir verði ekki gjörsigraðir fyr en öll styrjaldarríkin eru komin á heljarþrönr fjárhagslega.. og þjóð- irnar rísa upp gegn stjórnendum sínum. Þá mun þýzka auðvaldið þegar taka höndum saman við auð- vald fjandmanna sinna, banda- manna, til þess að kúga og kæfa niður uppreisn öreiganna. En þá skerumst við í leikinn, öflugir og vel undir það búnir. Og ú slétt'um Vestur-Evrópu, ég held ■. oihhvers staðar í nánd við Rín, verður háð úrslitaorustan milli auðvaldsins og öreigahna, og hún sker úr um framtíð Evrópu um aldur og æ\a. Við Vonum að vi& sígrum í þmrrí orustu. Þess vegna gét ég ékki rætt uppástungu yðar nú: Hvérnig ætti lítið land að geta staðizt og haldið því stjórnarfari, sem kollvarpað hefur verið um alla Evrópu?“ sðgði Molotov. „Getið þér ekki hugsað yður að Bandaríkin kunni að skerast í leik- inn með öllu sínu bolmagni?" sagði ég. „Þau hafa áður bjargað Evrópu, og ekki er óhugsandi að þau geri það aftur.“ Molotov fellst á að Bandarikin væri að finna einhverja átyllu til þess að fara í stríðið. En Sovétríkin hræddust það ekki. Svo spurði hann hvort ég hefði nokkurn tíma verið í Ameríku, og er ég svaraði neitandi, sagði hann: t i. ’ . „Þá vitið þér ekki 'íiVáða - kvik- syndi þetta ríki er, séln -kallast Bandaríkin. Ýmsir blaðamenn og rithöfundar hrósa þvíá-hverf-reipi, og heimska á því sjálfa sig'og aðra. Þeim er ekki trúandi. Þótt míkið sé þar talað um manngöfgi, frélsi, jöfnuð og lýðræði, þá ér það ekki annað en yfirdrepskapur, eins og vant er hjá Engilsöxum. Þeir eiga kirkju á hverju götuhorni, en hvergi er efnishyggjan meiri,- því að þeir dýrka ekkert • nefna. þen- inga, pejiinga og aftur. peninga.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.