Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1954, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1954, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 411 Frakkar cru shnir skaltgrcikniiur Þar er hlegið að hinum skilvísa manni, en dáðst að þeim, sem getur svikið mest. ÉR mun sjálfsagt blöskra þessi full- yrðing, en það verður að segja hverja sögu eins og hún gengur. Ríkis- sjóður er óvinur borgarans, og skatt- arnir martröð á honum. Þess vegna er Frakkland alltaf í fjárhagskröggum. Þetta er svo sem ekkert nýtt. Þann- ig hafa Frakkar verið í 2000 ár. Og mótspyrna þeirra að greiða gjöld sín til ríkissjóðs hefur steypt stjórnum þar hraðar af stóli en í nokkru öðru landi. Eins og aðrar latneskar þjóðir eru Frakkar sérgæðingar og af því stafar andúð þeirra á að greiða skatta. Frels- isást þeirra — sem í rauninni er sjálfs- ást — leiðir þá til þess að hundsa rétt- indi náungans. Frakki vill lifa fyrir sig, en ekki fyrir þjóðfélagið. Hann hefur andstyggð á öllu sem vér köllum aga, eða skerðing á einstaklingsfrelsi. Hann hefur næman skilning á réttindum sin- um, en lítinn skilning á skyldum sín- um. Hann fær ekki séð að fjárhagur ríkisins komi sér neitt við. Hvað er ríkið í augum hins óbreytta Frakka? Það er'samsafn óteljandi þarflausra embættismanna. Sjálfur forsetinn virð- ist ekki vera til annars en vera við- staddur hátíðleg tækifæri, leggja horn- steina að nýum byggingum, eða halda skrúðyrtar ræður. Forsætisráðherrann á sér sjaldan langan aldur, þetta eitt missiri eða hálft ár. Þess vegna hefur hann aldrei tíma til þess að kippa neinu í lag. Hinir ráð- herrarnir eru ekki annað en flokks- menn, máske meinlausir, en algjörlega gagnslausir. Þessi er skoðun hins ó- breytta Frakka á æðstu stjórn landsins. En þar fyrjr neðan koma svo em- bættismennirnir, sem hann á við að skifta, menn sem ekkert þarft verk gera, en setja alls konar bönn og heimta fé af almúganum. Hvernig get- ur nokkur heiðarlegur maður borið vjrðmgu fyrjr siíku? Hann kennir óstjórn um að hann vill ekki greiða skatta. Til hvers er að ausa fé í eyðsluhrtir stjórnarinnar? Það er vonlaust. Þessi er skoðun almennings. Þessir sömu menn, sem ekki mundu vilja hnupla eyrisvirði af náunga sin- um, hafa ekkert samvizkubit af því að svíkja ríkissjóðinn. Þeir hafa góða samvizku fyrir því og sofa svefni hinna réttlátu og þykjast menn að meiri ef þeir hafa getað leikið á skattheimtu- mennina. Þeir hæla sér af því, me:ra að segja. Og það er þeim álitsauki í augum meðborgaranna. En hinn heið- virði borgari, sem greiðir alla sína skatta, er hæddur og hrakinn. Vegna þessa er það alvanalegt, að menn sé á móti hvaða stjórn sem er í landinu. Það er stjórnin sem þeir eiga í höggi við allt sitt líf. Já, þetta er ekki ný bóla í Frakk- landi. Þegar Rómverjar komu þangað hittu þeir fyrir einþykka þjóð, sem gjarna vildi njóta góðs af yfirráðum* þeirra, en vildi ekki leggja neitt á sig til að launa það. Þeir tóku fegins hendi við hinni rómversku menningu, en vildu ekki leggja neitt af mörkum sjálfir til neinna framkvæmda. Það er sama sagan enn í dag. Allir eru fúsir til þess að þiggja styrk af rikinu, en enginn hugsar um hvernig ríkið eigi að fá fé til að geta greitt þann styrk. Flestar franskar byltingar, hvort sem þær hafa heppnazt eða ekki, hafa risið út af sköttum. Þær hafa verið uppreisn skattgreiðendanna gegn innheimtu- mönnum ríkisins. Byltingunni miklu 1789 hefði mátt afstýra ef þingið hefði haft hug til þess að fara að ráðum Calonne og breytt beinum sköttum í fasteignaskatta. En þótt byltingar hafi heppnazt og breytingar á skattalöggjöf hafi verið samþykktar, þá hefur skattgreiðandinn ekkert breytzt. Hann vill alls ekki greiða skatt. En ríkið, hvort það er konungsríki, keisaradæmi eða lýðveldi, þarf á fé að halda. Og þess vegna er alltaf stríð milli skattgreiðenda og skattheimtunn- ar, og spurningin er alltaf þessi: Hvor ber nú hærra hlut? Skattgreiðandinn verst með öllum þeim vopnum, sem hanrj getur þeitt, og í félagi berjast þeir gegn ágengni ríkisins. Hver einstakur reynir að hliðra sér hjá að greiða skatt. Kaup- menn falsa reikninga sína, svo að þeir hafa svo sem engar tekjur á pappírn- um. Landeigendur telja fram marg- faldan kostnað við rekstur búanna. — Hlutafélög telja fram meiri útgjöld en þau hafa greitt, og lægri tekjur en þau hafa haft. Læknar telja ekki fram nema lítið brot af tekjum sínum. Og svo er ríkið að eltast við þá, sem svíkja skatt. Það setur nýar og nýar reglur, áætlar sjálft tekjur manna og skattleggur þá samkvæmt því og beitir sektum. En skattgreiðendur hafa þá ýmis undanbrögð. Ef hlutabréf eru skattlögð, þá selja þeir og fá sér gull í staðinn. Ef einhver viðskifti eru skatt- lögð, þá forðast þeir þau. Þeir leika sér að því að komast hjá stimpilgjöld- um, og versla heldur á svörtum mark- aði þar sem smyglvörur eru seldar. Þeir kunna að nota kosningarréttinn til þess að kaupa sér alls konar fríðindi og undanþágur. Bændur hafa nú komið ár sinni þannig fyrir borð, að þeir greiða sama sem engan tekjuskatt. Fólk sem hefur föst laun hefur fengið mikinn hluta þeirra undanþeginn skatti. Þannig er skattabyrðinni velt smám saman yfir á bak þeirra, sem ekki geta stungið neinu undan. Vegna allra þessara undanbragða hefúr stjórnin neyðst til þess að hækka skatta, svo að ríkið fái sitt, að minnsta kosti á pappírnum. En það kemur allt- af á scjmu mennina að greiða skattana, hvort sem þeir eru háir eða lágir. Fjöldinn neitar að borga og þá er hótað refsiaðgerðum. En almenningur gerir ekki annað en hlæa að því. — Hvorki þing né stjórn hefur svo mikið vald, að hægt sé að neyða menn til að greiða skatta sína, þegar þeir vilja það ekki. Þetta er afleitt, en það er ein lausn á þessu máli. Það eru aðeins beinir skattar, sem Frakkar vilja ekki greiða. ■Um tollana segja þeir ekki neitt, að minnsta kosti meðan vöruverð hækkar ekki óvenjulega mikið, eða á meðan þeir geta ekki gert sér grein fyrir því hve mikið af vöruverðinu fari til rik- isins. Þess vegna verður ríkið að treysta ihest á tollana. En svo hefur stjórnin einnig haft önnur ráð til að bjarga fjárhag ríkisins. Það er gengisfelling, en með henni eru skuldir ríkisins lækk- aðar. Suxnir nóia stungið upp á því að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.