Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1954, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1954, Blaðsíða 8
404 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - ÞETTA. GERDIST í MAÍ - Forsetahjónin koma heim úr Norðurlandaförinni FORSETAHJÓNIN komu heim úr utaníör siani. Hafði ferðalagið geng- ið mjög að óskum og þeim sýndur margs konar sómi og vinátta hvar sem þau komu (8.). Nokkrum dög- um seinna átti forsetinn, herra Ás- geir Ásgeirsson, sextugsafmæli og var þess minnzt af hlýjum hug um land allt (13.) Ólafur Thors forsætisráðherra kom heim úr utanför sinni og gaf stjórninni skýrslu um árangur hennar (26.) VEÐRÁTTA í þessum mánuði varð einmuna góð, hlýviðri svo að segja dag hvern og spretta mikil, svo talað var um að tún væri víða orðin sláandi í mánaðarlok. Sauðburður gekk yfirleitt vel og vor- verk voru öll unnin mikið fyr en vant er. AFLABRÖGÐ í vertíðarlok voru aflabrögð orðin betri í öllum verstöðvum en í fyrra, þrát.t fyrir slæmar gæftir í vetur. í Vestmagriey.um varð vertíðaraflinn 30.000 tonn, og er það meira en dæmi eru til áður. Seinni hluta mánaðarins var víða ágætur afli á handfæri. Tog- ararnir veiddu sæmilega, en þó fóru sumir þeirra til Grænlands í von um betri afla þar. Ekkert raknaði úr um það að nægilega margir menn fengist á togarana. — Togaranum Akurey á Akranesi var lagt vegna fjárhagsörð- ugleika. SKÓLARNIR Verslunárskólanum var sagt upp í 40. sinn. 337 neméndur höfðu verið í honum í vetur, 73 brautskráðust úr verslunardeild (1.) Smíðaskóli starfaði í vetur að Hólmi í Landbroti óg voru þar 7—8 nemendur (4.) Sýning var haldin í Háskólanum er nefndist „Rétt- ur mannsins til þekkingar og frjálsrar notkunar hennar“ (4.) Iðnskólanum í Reykjavík- var sagt upp. Alls voru 723 nemendur ' í honum í vetur (5.) — Flensborgarskóla var sagt upp, 15 nem- endur lúku gagnfræðaprófi (13.) — yalstjorgsfiolánum -,-ar sagt upp og út- skrifuðust þaðan fleiri vélstjórar en nokkuru sinni áður (15.) — Af Stýri- mannaskólanum útskrifuðust 71 (15.) ELDSVOÐAR Eldur kom upp um nótt í íbúðarskála í Laugarnesbúðum. Þar áttu heima tvær fjölskyldur og björguðust nauðu- lega út um glugga, en allt brann, bú- slóð og skálinn (1.) Eldur kom upp í Vb. Oddi í Reykja- víkurhöfn og skemmdist hann tals- vert (4.) Mjölskemma síldarverksmiðjunnar á Hjalteyri b'rann og varð þar stór- tjón (5.) Eldur kviknaði í Leðurgerðinni í Reykjavík og var orðinn magnaður er slökkviliðið bar að. Mikið tjón (5.) Gömul baðstofa í Dunhaga í Eyafirði brann, en önnur hús tókst að verja (15.) i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.