Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1954, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1954, Blaðsíða 14
, 410 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 'J) ©QS(^Q5íö5«Q5«ö2?CS<ú2«Siö2'Q5ið:tSCi5<ía5Q5«e;G=«?S?Q=>«í^Q=»«a55Siö2!Q5í<S2«t!s«ír= VortjóÍ Nú ekur vorið á gullbryddum vagni um geimínn og gleðin brosir á hverju angandi blómi. Ó, hvilík fegurð, sem flæðir um allan heiminn og fyllir lífið svo himneskum náðardómi. En þó við bjarmaskin baði ströndina og sæinn, mér björtustu leiftrin skina í stofunni minni, þvi Ósa mín litla, hún hoppar hlæandi um bæinn og hugann yngir með barnsglaðri návist sinni. Og hvern mun undra þó hýrast ljómi þar vorin, sem hlátrar æskunnar sporin hamingju lauga. Því Drottins fegursta dýrð var lífinu borin í djúpu sakleysi barnsins tindrandi auga. \ v \ \ KNÚTUR ÞORSTEINSSON frá Úlfsstöðum. © undir manna 1 Eistlandi. En í Lett- landi höfðu á sama tíma verið myrtir eða fluttir úr landi nær 36 þúsund menn, fyrir utan þá, sem Rússar tóku í her sinn. Þjóðverjar hröktu Rússa fljótt burtu úr Eystrasaltslöndunum, en svo komu Rússar aftuf haustið 1944. Og þá hófust herleiðingar að nýu. Voru þá aðallega fluttir úr landi þeir menn, sem Rússar heldu að hefði verið Þjóðverjum vin- veittir. En brátt náði þetta til fleiri manna. Var þó ekki hafin eins víð- tæk hreinsun eins og 1941, en menn hurfu hópum saman. Ástandinu lýsti Winstun Churchill þannig í ræðu, sem hann helt í neðri mál- stofu brezka þingsins í ágúst 1945: „Á þessari sttrndu má vel vera að fjölskylda sitji umhverfis arin- eldinn og hvíli sig eftir gott dags- verk. Þá er allt í einu barið hrana- lega að dyrum og inn vaða vopn- aðir lögregluþjónar. Þeir kveðja heimilisföðurinn, eða son hans, eða jafnvel gest til farar með sér, og síðan heyrist ekki neitt af þeim framar......Yfir milljónum heim- ila í Evrópu hvílir nú stöðugur ótti. Það er ekki óttinn við innrás er- lends herliðs, heldur að lögreglu- þjónar berji að dyrum um miðja nótt....“ Eftir þetta versnaði þó enn og 1948 hófust burtflutningar fyrir al- vöru. Síðan hafa komið fregnir um margar álíka ,,hreinsanir“ í öllum Eystrasalúlöndunum, eins og 1941. En nú eru engar skýrslur til um þetta. Öðru máli var að gegna um þær „hreinsanirj; cem fram fóru áður en Þjóðverjum og Rússum lenti saman, því að þegar Rússar flýðu undan og yfirgáfu Eystra- salts 'kin, náðist mikið af skjölum þeirra cg skýrslum um þetta efni, og á þeim er byggt það sem sagt er hér á uadaru Harkalegast féru Rússar fram í marzmánuði 1949, því að þá óttuðust þeir að ný styrj- öld mundi brjótast út með vorinu, og þá var um að gera að hreinsa til í þessum löndum áður. Allar þessar hreinsanir hafa farið fram undir eftirliti MVD — rússnesku tékunnar. í staðinn hafa svo Rúss- ar og Mongólar verið fluttir til Eystrasaltslandanna. Nafnkunn ensk blaðakona, Elma D., hefir skrifað grein í tímaritið „European Affairs“ um herleiðingu Rússa á þjóðum þeim, er þeir hafa lagt undir sig, og segir að aldrei hafi þekkzt önnur eins herleiðing síðan á dögum Gamla testamentis- ins. Sérstaklega á þetta við um Eystrasaltslöndin, því að hún segir að fimmti hluti allra íbúanna þar hafi verið fluttur úr landi síðan 1944 og flestir sendir til Síberíu. „Mannkynið hefir aldrei fyr horft upp á önnur eins hermdarverk“, segir hún í lok greinar sinnar. isiand fekk fullveldi sama árið og Eystrasaltsríkin fengu frelsi sitt. í ávarpi sem stjórn landflótta Eista í Svíþjóð flutti forseta íslands, er hann var þar í heimsókn í vor, segir meðal annars: „Vér vitum að þjóð yðar hefur betri skilyrði til þess en margar aðrar, að skilja og virða frelsisbaráttu eistnesku þjóð- arinnar, og hafa samúð með henni vegna þeirra hörmunga er yfir hana hafa dunið seinasta áratug- inn“. Lögreglustjórinn í Rómaborg hafði heyrt að alræmdur glæpamaður, sem strokið hafði úr fangelsi, væri í ákveðnu þorpi úti á landi. Hann sendi þangað áskorun um að taka hann fast- an, og til frekara öryggis lét hann fylgja sex myndir af honum, ýmist teknar á hlið, framan og aftan. Daginn eftir fekk hann símskeyti frá lögreglustjóranum í þorpinu: — Höfum þegar handtekió fjóra glæpamenmna, vor.umst eftjr því að ná í hina tvo ian- ar skamms.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.