Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1954, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1954, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 405 Málarastóll með tveimur mönnum íell niður úr 10 metra hæð í Sigluíirði. Annar maðurinn slasaðist mikið (15.) Þrír reiðhestar, sem geymdir voru í húsi í Laugarnesi, sýktust af einhverri eitrun og drápust tveir þeirra (15.) Harður árekstur varð milli jeppa og vörubíls suður hjá Vogum. Fjórir menn í jeppanum slösuðust mikið (16.) Drengur á hjóli varð fyrir bíl skammt frá Lögbergi og var fluttur í Land- spítalann (16.) Annars urðu mörg um- ferðaslys í þessum mánuði vegna reið- hjóla með hreyfli, sem unglingar hafa íengið. Níu ára telpa fell fram af kletti í Vestmanneyum og beið bana (18.) Bandarisk þrýstiloftsflugvél með tveimur mönnum fórst í sjó hjá Voga- stapa (20.) Nokkrum dögum seinna tókst að ná flugvélinni upp og voru lík mannanna í henni (25.) ÍÞRÓTTIR ÍR varð íslandsmeistari i körfuknatt- leik (4.) Sundfélag kvenna var stofnað í Reykjavík (4.) Tveir beztu sundmenn Norðmanna komu hingað og kepptu á sundmóti ÍR (4.) Arlegt boðhíaup á Akureyri vann sveit úr Menntaskólanum þar (4.) Kristján Jóhannsson setli nýtt. ís- landsmet í 3000 metra hlaupi- á Akur- eyri (11.) Sex íslenzk met og þrjú drengjamet voru sett á sundmóti ÍR (14.) Samnorræn sundkeppni hófst um miðjan mánuð og er synt 200 metra. Forseti íslands og borgarstjórinn í Reykjavík voru þeir fyrstu er þreyttu sundið hér. Næstur þeim kom 5 ára drengur. Á Akureyri synti 7 ára dreng- ur fyrstur (16.) Sænskir íþróttamenn komu hingað og kepptu í handknattleik (23.) Íslandsglíman var háð og varð Ár- mann J. Lárusson glímukappi ársins 1954 (25.) Þýzkir knattspyrnumenn frá Ham- borg komu hingað í boði Akurnesinga og kepptu þar og í Reykjavík (29.) FINNSK VÖRUSÝNING var opnuð í Reykjavík um miðjan mánuð og stóð til mánaðamóta. Finnski verslunarmálaráðherrann, Penna Ter- vo, kom hingað til þess að opna sýn- inguna. í sambandi vió hana voru kvik- myndasýxungar og fmnskir hatíðaton- Ólafur Thors forsætisráðherra setur formannaráðstefnu Sjálf- stæðisflokksins við 25 ára hátíðahöldin Eldur kom upp í vb. Fróðakletti 1 Hafnarfirði og urðu á honum miklar skemmdir (20.) íbúðarhús í Smálöndum við Reykja- vík brann og var engu bjargað af bús- munum (30.) MANNALÁT 1. Ólafur Erlendsson, Rofabæ, Meðal- • landi, varð bráðkvaddur. 3. Frú Magnþóra Magnúsdóttir, Rvík. 4. Húsfrú Guðbjörg Þórðardóttir, Geldingalæk. 3. Húsfrú Anna Hallgrímsdóttir, Ljarskógum. 9. Séra Þorvaldur Jakobsson, Reykja- vik. Hann var elzti prestur lands- ins og elztur stúdent. 10. Hermann Jónsson kaupmaður, Reykjavík. 13. Björn Guðmundsson kaupmaður frá Þórshöfn, Reykjavík. 15. Eyólfur Gíslason, skipasmiður, Reykjavík. 27. Sveinn Sveinsson bóndi Hrafnkels- stöðum, Hrunamannahreppi. SLYSFARIR OG OHÖPP Ölvaður bílstjóri ók á kindahóp fyrir sunnan Hafnarfjorð, drap eina kindina og limlesti aðra (13.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.