Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1954, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1954, Blaðsíða 6
402 ? LESBÓK MORGUNBLAÐSINS færi skriflegum skilaboðum. Ekki var Sesselja trúuð á það, en lét þó til leiðast að setjast við borð með blað og blýant, og skifti það engum togum að þá var sem höndin vildi fara að draga til stafs. En engin skrift varð úr því að því sinni, heldur aðeins riss og ólæsilegt krot. Þetta endurtók sig nú hvað eftir annað með stuttu millibili og var þýðingarlaust fyrir Sesselju að stritast á móti, því að hún hafði engan frið fyr en hún var setzt við borð með ritföng. Fór þá smátt og smátt svo, að stafagerð fór að sjást og jafnvel heil orð, er síðar urðu að setningum. Er svo ekki að orð- lengja það, að sá, sem stýrði hönd- inni lét hana skrifa skilaboð frá Agnesi, innilega beiðni um að hún sæi til þess að bein þeirra Friðriks yrði grafin upp, flutt að Tjörn á Vatnsnesi og grafin þar með yfir- söng, og beðið fyrir sálum þeirra. Sesselja mun ekki hafa tekið neitt mark á þessu í fyrstu, talið það aðeins einkennilega tilviljun, að hún skyldi vera gædd þeim hæfileika að geta skrifað ósjálfrátt, og eins tilviljun hvað á pappírinn kom. Á hinn bóginn mun henni þó hafa þótt það undarlegt, að Agnes Magnúsdóttir skyldi koma við þessa sögu, því að um hana hafði hún ekki verið að hugsa og enginn hafði minnzt á hana né sorgarsögu hennar í hennar áheyrn um langt skeið, svo að hún gæti munað. Það hlaut því aðeins að vera tilviljun ein að nafn hennar skyldi koma þarna fram. Það kom þó fljótt í ljós, að þetta var ekki tilviljun, því að er stundír liðu varð það bert að fullkomin al- vara var að baki. Hin skrifuðu skilaboð urðu greinilegri og síend- urtekin með æ meiri alvöruþunga. Og til þess að sanna það að hér væri ekki um nein falsmál að ræða, var komið með ýmsar sannanir, sagt frá atburðum, er gerzt höfðu, og atburðum, sem áttu eftir að ger- ast og gerðust. Þannig gekk þetta í heilt ár. Alltaf var haldið fast á hinu sama, og alltaf voru að koma hinar og aðrar sannanir. Og nú voru ekki lengur nein vandkvæði á með skriftina. Hún var hin læsi- legasta og skrifaði Sesselja ósjálf- rátt jafn hratt og hún var vön að skrifa Tyrip sjálfa sig. Hún þver- skallaðist þó við að trúa, enda sá hún engin ráð til þess að hægt væri að verða við beiðninni að handan. Hvað átti hún að gera? Hún þóttist vita að allir mundu henda gys að sér ef hún kæmi fram með svo ótrúlega sögu, að þau Agnes og Friðrik bæðu um að koma beinum sínum til kirkju og biðja fyrir sér. Hver mundi leggja trúnað á slíkt? Þeir, sem stóðu að skilaboðun- um, fylgdust vel með hugarangri hennar og reyndu að stappa í hana stálinu. Og einhvern tíma var henni ráðlagt að tala við Pál Einarsson hæstaréttardómara. Var það að sjálfsögðu heilræði, því að Páll hafði þá fyrir löngu sannfærzt um að hægt er að hafa samband við framliðna. Mun hann hafa gefið Sesselju mörg heilræði, en þó fyrst og fremst að óttast ekki þetta „sam- band“ og véfengja ekki sannleiks- gildi þess. Seinna gerði hún Guðmund Hof- dal að trúnaðarmanni sínum. Hann hughreysti hana með því, að hún hefði sennilega verið valin til þess að gera miskunnarverk, og mætti hún vera glöð af því hlutskifti. Og svo varð það úr, að hann gaf kost á sér til þess að fara norður og leita að greftrunarstaðnum. Söguna um framkvæmd verksins þarf ekki að segja hér, hún er prentuð í Les- bók 2. desember 1934. Hefur Grétar Fells rithöfundur skráð þá sögu, en hann fylgdist vel með þessu máli og aðdraganda þess. Einnig helt hann fyrirlestur í útvarpið hinn 17. júní 1934 um þetta efni. jl/IERKILEGASTA atriðið í þessu máli er frásögn Agnesar af greftrunarstaðnum. Hún benti eigi aðeins á leiðið, sem var löngu týnt, heldur sagði hún margt annað, sem enginn vissi og fór í þveröfuga átt við munnmæli og sagnir. Guð- mundur Hofdal vildi grafa beinin í kirkjugarðinum á Þingeyrum, þar sem höfuðkúpurnar áttu að vera. Þá „sagði“ Agnes að höfuðkúpurn- ar væri ekki þar, þær væri hjá gröfinni í Vatnsdalshólum. Vinnu- maðurinn á Þingeyrum hefði tekið niður stengurnar með höfðum þeirra nóttina eftir. Sitt höfuð hefði hann ekki tekið af stönginni, held- ur brotjð hana, og síðan grafið höf- uðin bæði rétt hjá gröfinni, .>„þar sem malarbornara er“. Þetta reynd -ist allt saman rétt. Gröfin var þar sem hún vísaði á og höfuðkúpurn- ar voru báðar þar rétt hjá og var þar malarborinn jarðvegur. Og spýtubrot fylgdi annarri höfuðkúp- unni. Enginn maður hefur nokkuru sinni haft hugmynd um þetta, og samt kemur þessi frásögn svona glögg og skilmerkileg! Agnes taldi flutning beina þeirra í vígða mold ekkert höfuðatriði í sjálfu sér, heldur hitt, að hugsanir hinna lifandi í þeirra garð kynni að breytast og almenningsálitið fyrirgæfi þeim að lokum. Hún lagði og mikla áherzlu á að beðið væri fyrir sálum þeirra á brunarústun- um á Illugastöðum, þar sem þeir Nathan og Pétur luku ævi sinni. Það var einn þátturinn í friðþæg- ingunni. Þegar Skáld-Rósa atyrti Agnesi rétt fyrir dauða hennar, kvað Agn- es þessa fallegu vísu: Sorg ei minnar sálar herð, seka Drottinn náðar af því Jesú eitt fyrir verð okkur keypti báðar. Hér kemur fram traust hennar 4 því að hinn eilífi kærleikur muni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.