Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1954, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1954, Blaðsíða 2
393 " LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Spinoza eins og hann kallaði sig síðar, er fæddur í Amsterdam árið 1632. Faðir hans var kaupmaður og bjó skammt frá portúgalska sam- kunduhúsinu, sem var hin andlega miðstöð þessara hollenzku Gyð- inga. Spinoza lék sér við þetta hús sem barn og þegar hann stálpaðist sat hann í skólastofum þess og drakk í sig sál þess, hina semetísku menningu, sem var orðin gömul áð- ur en vestræn siðmenning leit dags- ins ljós. Spinoza drakk í sig áhrif þessa húss ásamt Gamla-testament- inu á hebresku. Hann las einnig Talmud og Cabbala og kynntist auk þess ritum „síðari tíma“ heim- spekinga frá alexandríska tímabil- inu. Sveinninn þótti einstakur í sinni röð. Hann lærði allar bækur skólans utan að og loks var enginn ritningastaður í þessum gömlu fræðum, sem Spinoza hafði ekki á takteinum. Fyrirmenn samkundu- hússins tóku að líta á Spinoza sem líklegan foringja og leiðtoga í and- legum málum. En hinn nýi andi aldarinnar var einnig á sveimi yfir þessu gamla húsi hins gyðinglega réttttrúnaðar. Og Spinoza lagði eyrun við rödd hans. Það var rödd Brunos og Des- cartes, er spurði og spurði sífellt nýrra spurninga og lét hinar gömlu kennisetningar aldrei í friði. Og Spinoza fór sjálfur að spyrja læri- feður sína í samkunduhúsinu erf- iðra spurninga, sem þessir lærðu menn gátu ekki svarað. Hann lét jafnvel Gamla-testamentið ekki í friði: „Hvers vegna,“ spurði Spin- oza, „er t. d. hvergi minnzt á ódauð- leika sálarinnar í Gamla-testament- inu?“ Gyðingarnir fullyrtu að það væri og útskýrðu það fyrir honum. Spinoza vissi eins mikið og þeir og þótti skýringar þeirra reka sig á vegg staðreyndanna og þótti þær líkjast röksemdum manna, sem uróu að trúa og voru íyrir fram ðkveðmr í að trúa simun keaai- setningum og var því alveg sama um sannleikann. — Spinoza helt áfram að spyrja og malda í móinn. — Öldungarnir lásu honum pistil- inn og ávítuðu hann fyrir virðing- arleysi fyrir gráum hærum og ræktarleysi við samkunduhúsið: Helt Spinoza að hann vissi betur en Móses og spámennirnir? — Þess- ar ræður vöktu andúð Spinoza. Hann tók því að leita út fyrir sali samkunduhússins og þennan forn- lega hugmyndaheim hins sanntrú- aða Gyðings. Á hinn bóginn fór Spinoza eftir öllum lögum þjóðar sinnar í ver- aldlegum málum. Það var t. d. skylda hvers ungs Gyðings að læra einhverja iðn sem hann síðar gæti stundað og unnið fyrir sér með. Þeirri skyldu brást Spinoza ekki. En hann valdi ekki hinar gömlu almennu iðngreinar, heldur þá ný- ustu og óvenjulegustu sem þá var til: Hann fágaði stækkunargier í sjónauka og smásjá, sem hvort á sínu sviði drógu tjaldið frá áður óþekktum heimum: heiminum ó- endanlegrar stærðar og óendan- legrar smæðar. Spinoza tók eins og áður er sagt að leita út fyrir samkunduhúsið og lagði lag sitt við fráhyggju menn, sem sumir kölluðu guðleysingja. Helztur þessara kunningja hans var Van der Ende. Spinoza lærði hjá honum latínu og las úr safni hans bækur eftir Giordano Bruno og Descartes. Allt þetta olli miklum vonbrigð- um hjá fólki hans, Gyðingunum, því þeir höfðu gert sér vonir um að Spinoza yrði einn af hinum leið- andi mönnum þeirra, yrði Rabbí. Loks kaerðu tveir skólabræður hans, sem farið höfðu halloka fyrir honum í kappræðum, hann fyrir öldungum samkunduhússins og sögðu að Spinoza talaði gegn trú feðra sinna. Spmoza var kaliaður fýrir úóxa. Öldungarnir ávítuðu hann þunglega. Spinoza andmælti þeim og glotti að hótun þeirra um bannfæringu. Öldungarnir urðu hljóðir við og sendu hann burtu. Þeir hugsuðu ráð sitt. Hér þýddu auðsæilega engar fortölur og hót- anir. Sérstök sendinefnd var send heim til Spinoza. Erindi hennar var að bjóða honum 1000 gyllini á ári ef hann aðeins vildi hafa hljótt um skoðanir sínar og láta sjá sig öðru hvoru í samkunduhúsinu! Spinoza svaraði þessu með háðsyrðum, og Gyðingarnir fóru heim við svo bú- ið. Þegar ekkert af þessu dugði reyndu þeir að myrða hann. Kvöld eitt þegar Spinoza var á heimleið réðst að honum dökkleitur maður með hníf í hendi. Spinoza tókst að bera af sér lagið og skar hnífurinn aðeins yfirhöfn hans. Þessir sömu Gyðingar höfðu orð- ið að þola á Spáni kúgun og and- lega fjötra. Hér í Hollandi höfðu þeir notið umburðarlyndis og and- legs frelsis. Það hefði því mátt ætla að Gyðingar þekktu manna bezt hve dýrmætt frelsi er og skildu og viðurkenndu öðrum fremur rétt hvers manns til að ráða sjálfur skoðunum sínum. Hvað Spinoza snerti var þó ekki svo að sjá. Þvert á móti er augljóst að þá vantaði ekki viljann til að krossfesta Spin- oza. Hér í Hollandi voru þeir að- eins litill flokkur manna og líf manna var hér verndað af ríkis- valdinu. Þeir urðu þess vegna að láta sér nægja að bannfæra Spin- oza og útskúfa honum úr sínum félagsskap. — 'k — Daginn, sem sú athöfn fór fram, lét enginn sig vanta í samkundu- húsið. Athöfnin hófst með því að kveikt var á fjölda svartra kerta — og tekið fram lögmál Móses. — • Æðsti presturinn tók þá til mals og las upp bannfaermguna. Kafli úr því plaggi sýnir betur ep nokkuð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.