Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1954, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1954, Blaðsíða 5
*- LESBOK MORGUNBLAÐSINS 401 MERKILEGT MIÐILSAFREK TUTTUGU ÁRA MINNING ITM þessar mundir eru liðin rétt ^ 20 ár síðan bein þeirra Agnesar og Friðriks voru grafin upp í Vatns dalshólum, flutt að Tjörn á Vatns- nesi og grafin þar í vígðri mold. Töldu ýmsir þetta þá „einkennilegt uppátæki“, að vera að hrófla við beinunum, sem legið höfðu þarna í mold í 104 ár, fjarri alfaravegi og höfðu notið fullkomins friðar síðan hinar ógæfusömu persónur voru teknar af lífi. Er ekki svo sem alveg sama hvar beinin fúna að mönnum látnum? Skiftir það svo sem nokkru máli hvort þau hvíla í vígð - um reit, eða ekki? Og var ekki hitt verra, að raska ró framliðinna? Það hefur þó jafnan þótt óheillamerkí. Þannig töluðu menn um þennan atburð fram og aftur. Saga Agnes- ar og Friðriks var riíjuð upp að nýu. En þá kom í ljós, að greftrun- arstaður þeirra hafði verið löngu gleymdur, jafnvel í Húnavatns- sýslu og á þeim bæum. sem næstir eru. Að vísu vissu allir hvar aftak- an hafði farið fram, því að enn sást móta fyrir balk nokkrum eða palli, sem hafði verið hlaðinn undir högg -stokkinn á Þrístapa, einstökum, þrítypptum hóli, sem er norðan við sjálfa hólaþyrpinguna. í sögu Nathans Ketilssonar og Skáld-Rósu, eftir Brynjólf á Minna Núpi, segir að líkin hafi verið lögð í kistur og grafin skammt frá af- tökustaðnum, en höfuðin sett á stengur. Esphólin segir einnig í Ár- bókum sínum að höfuð þeirra hafi verið sett á stengur, en horfið það- an skömmu síðar. Var almælt að húsfreyan á Þingeyrum hefði sent vinnumann sinn nóttina eftir aftök- una, að taka höfuðin niður og grafa þau á laun í kirkjugarðinum a Þing eyrum. Var það því allra manna trú, að bein þeirra væri á tveimur stöðum, höfuðin einhvers staðar í kirkjugarðinum á Þingeyrum, og beinagrindurnar einhvers staðar í nánd við Þrístapa. En þar var hvergi að sjá merki til dysjar eða leiðis. Og þótt gengið væri fram og aftur um Þrístapa sást engim staður öðrum líklegri til þess að þar hefði gröfin verið tekin. Jarð- vegur virtist alls staðar örgrunnur á sjálfum hólnum, en umhverfis hann er deiglend slétta og þar hefði víða mátt taka nógu djúpa gröfTEn hér er um svo stórt flæmi að ræða, að óvinnandi verk væri að leita þar að týndri gröf. En hvernig stóð þá á því að hafin var leit að þessari gröf og gengið var svo að segja rakleitt að henni, jafnvel á ólíklegasta stað? Um það er merkileg saga, sem ekki hefur verið nema hálfsögð fram að þessu. Það var enginn einstakur maður, sem tók sig fram um það af sjálfs- dáðum að grafa upp bein þeirra Agnesar og Friðriks og flytja þau í vígðan reit til yfirsöngs. Um það kom beiðni „að handan“ og konan, sem þar var miðill og meðalgöngu- maður, vildi alls ekki að nafn sitt væri nefnt í sambandi við þetta mál, meðan hún væri á lífi. Hún hét Sesselja! Guðmundsdóttir og átti heima á Grettisgötu 75. Hún er nú nýlátin og um leið má rjúfa þá þögn, sem verið hefur um upp- haf þessa máls. Það er venjulegt að rita ævisögur fólks er það fellur frá, en ævisaga Sesselju væri ekki nema hálfsögð, ef þessum þætti væri sleppt. Þykir því vel hlýða að hann sé birtur nú og því fremur þar sem kviksögur eru íarnar að ganga um, að önnur kona hafi verið miðill og meðalgöngumaður í þessu máli. CAGAN hefst á árinu 1932. Sess- elja var þá á bezta aldri. Hún var dul í skapi og gerði sér fáa að einkavinum, barst og ekki á en hugsaði mest um heimili sitt. Hún var trúuð kona og skapföst, og aldrei haíði hún kynnt sér, né vilj- að kynna sér „andatrú“ og kenn- ingarnar um að hægt sé að ná sam- bandi við þá, sem framliðnir eru. Svo er það eitt kvöld að hún fær ankannalega tilfinningu í hægri höndina og er sem hún hafi ekkert vald á höndinni og hún hreyfist ósjálírátt á ýmsa vegu. Til þessa voru engar hugsanlegar orsakir. Höndin hafði verið alheilbrigð rétt áður og ekki orðið fyrir neinu hnjaski né áfalli. Og þessar undar- legu hreyíingar áttu ekkert skylt við handardofa né sinadrátt. Það var engin ókennileg tilfinning í höndinni, en það var eins og hún vildi fara sinna eigin ferða og skeytti engum skipunum frá heila- stöðvum þeim, er handatiltekt ráða. Þegar þessu hafði farið fram um hríð, gerðist Sesselja áhyggjufull út af þessu, en þá sagði einhver, annaðhvort í gamni eða alvöru, að líklega væri hér einhver framlið- inn, sem vildi fá að nota hönd hennar til þess aö koma á fraxn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.