Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1952, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1952, Blaðsíða 11
^ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r 71 Stafafellsfjöllin. Yst t. h. Stafafell, efst t. v. Víðidalur. Jökulsár, heita einu nafni Eski- fellsfjöll. KOLLUMÚLINN Við erum ennþá stödd á Víði- brekkunni og er nú ferðinni heitið í Kollumúlann, en til þess þurfum við að komast yfir Jökulsá. Það veitist ekki svo erfitt, jafnvel þó að Jökulsá sé algerlega ófær yfir- ferðar, því við förum yfir í kláf- ferju. Og nú erum við svo heppin að kláfurinn er við vesturlandið, annars getur það viljað til að hann sé hinum megin og þá er nú verra, því ekki er það á allra færi að draga sig yfir á vírnum til að sækja kláfinn, þó margur maðurinn hafi gert það. Og nú erum við þá komin í sjálft fyrirheitna landið, Kollu- múlann, og komum yfir á Nesið, en þar er leitarmannakofinn, og stendur hann innst í múlanum sjálfum. Við skulum ekki að þessu sinni stanza neitt í kofanum sjálf- um, það gefst ef til vill tækifæri til þess seinna, heldur halda ferð okkar áfram út í múlann. Liggur þá vegurinn fyrst um hálfgerða ófæru, sem Gjögur heitir, er það gott í auðu og þíðu, en Hættúlegúr vegur þegar orðið er hart í. Fyrir utan gjögrið taka við mjög miklar og fallegar skógarbrekkur, en við erum nokkuð hátt uppi í fjallinu er Gjögrinu sleppir og göngum nú úteftir fyrir ofan allar skógar- brekkur og höldum út á svokallað- ar Flár. Erum við þá komin gegnt Sviptungum, sem áður hefur verið getið. Flárnar eru mjög fallegar, grasigrónar brekkur allt upp í efstu brýr. í Flánum stóðu til skamms tíma tvær mjög stórar en einstæðar reyniviðarhríslur, en vegna þess hve fé hafði oft leitað sér skjóls undir greinum þeirra, þá hafði myndazt þar flag við rætur trjánna og blásið svo smátt og smátt upp, svo þær eru líklega fallnar nú eða að minnsta kosti önnur. Ofarlega á Flánum eru einhver þau falleg- ustu fjallagrös, sem ég hef séð, aldrei eru þau notfærð nú, en þegar Jón Markússon var bóndi í Eski- felli, taldi hann ekki eftir sér að bregða sér þangað til grasa, þó langt væri. Og eitt sinn er hann var að koma úr grasaferð, hafði Jökulsá vaxið svo mjög, að hann taldi tvísýnt að hann gæti vaðið hana. Tók hann þá það ráð að binda við sig stóran hellustein straummegin til að vega á móti straumnum. Þetta tókst, Jón komst yfir, en ekki sagðist hann mundu leika þann leik oftar, því ef hann hefði hrasað, þá mundi hann aldrei hafa staðið upp aftur. Þegar Flánum sleppir komum við að Víðidalsá, þar sem hún steyp'ist af háum bergstalli niður í gljúfur. Þarna er venjulega farið í smalamennsku, og þárna hefur líka mörg kindin farið sína seinustu ferð, því fossinn skilar engu lifandi, sem hann nær í hramma sína. ÆVINTÝRALÖND Við skulum nú bregða út af van- anum í þetta sinn og fara ekki í Víðidalinn að svo stöddu, heldur keifa upp allan Kollumúlann, sem er allhátt fjall. Það er heiðskírt veður, hvergi sér skýhnoðra á lofti, það er stafalogn í júlímánuði, og við erum komin upp á hákollinn á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.