Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1952, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1952, Blaðsíða 10
r 70 \ bærinn á Stafafelli dragi nafn af ógöngum þessum í gljúfrinu, held- ur líklegra að sólstaíir hafi fallið á litla fellið, sem bærinn stendur undir). í gljúfrinu er auk þess kall- aður Vondisnagi. Fyrir innan hann má teljast sæmilega klettalítil leið allt í Sviptungur, sem áður getur. Erum við nú stödd við Víðidalsá, en hverfum þaðan að sinni og allt út á Valskógsnes. Þessi fjöll, sem hér hefur verið lýst að litlu, eru eiginlega kölluð Framfjöll, af því þau eru utan eða réttar sagt austan árinnar. ESKIFELLSFJÖLL Nú er ferðinni heitið í Eskifells- fjöll, og er þá farið yfir Jökulsá hjá Valskógsnesi og haldið í Eski- fell. Framan í fellinu eru þrír gras- hjallar. Á austasta balanum stóð bær, því í Eskifelli var byggð. Þar bjuggu um eitt skeið merkisbónd- inn Jón Markússon og hinn mikli kvenskörungur Valgerður kona hans. Ekki held ég að þeim hafi orðið barna auðið, en Jón átti son þann er Eiríkur hét og var merkis- bóndi að Hlíð í Lóni. Átti Eiríkur þessi fjölda barna; meðal annarra má nefna Bjarna kaupmann í Bol- ungarvík og Guðmund bónda í Berufirði eystra. Þetta er nú útúrdúr, sem ekki kemur gangnafólki við, og skulum við nú ekki dvelja neitt í fellinu, heldur halda sem leið liggur vestur í Skyndidalsháls. Frá honum ligg- ur Skyndidalurinn langur mjög, rösklega þriggja tíma gangur úr hálsi og inn að jökii, við Hoffells- lambatungur. Dalur þessi heyrir að hálfu til Stafafells en að hálfu und- ir Þórisdal, og skilur áin á milli, sem er vatnsmikil og straumhörð, kolmórautt jökulvatn. Austanvert við Skyndidal er Suðurfjall, hátt og mikið. Þá kemur hrikalegt gljúf- ur, sem Hafragil nefnist. Eru úr LESBÓK MORGUNBLAÐSINS því tvö einstigi svo hægt er að smala fé úr gljúfri þessu upp á Suðurfjallið. Inn af Hafragili er Sauðhamarstindur. Er hann illa settur, hvað það snertir, að ef hann er ekki smalaður, þá mun oftast daga uppi það fé, sem þar kann að vera. Austanvert við Hafragilið liggur svo há heiði, sem Kjarrdalsheiði heitir. Upp þessa heiði verður að fara þegar farið er á hestum til Víðidals eða norður um hraun. — Framanvert við heiði þessa eru kallaðir Ásar. Liggja þeir á milli Eskifells og heiðarinnar, og liggur nú leið hins gangandi manns upp úr Ásunum og yfir svokallaða Tæpu götu, en sú gata liggur eftir skriðu- hjalla, en fyrir neðan er hengiflug alla leið niður að Jökulsá, og heita þar Ófæruskriður fyrir neðan. Eitt sinn er Jón Markússon var að koma úr göngu, en hjarn var, þá hrapaði hann í þessari Tæpu- götu, en festist á jakka sínum á einhverri steinnybbu fram á brún- inni, og gat hann svo með einhverj- um ráðum höggvið sér spora upp fönnina og allt upp á hjallann, sem ekki er meira en fimm mínútna leið upp á, og getur maður þá verið laus við að ganga Tæpugötu. En svo var sagt að aldrei hefði Jón farið götuna eftir þetta. Inn af Ásunum komum við að háum klettum, sem kallast Hnúta. Er nú farið upp norðanvert í Hnút- unni og blasa þá við lægri fjöll, sem Kambar heita. — Áður en við skiljum við Hnútuna, skal þess get- ið, að fjöll þau, sem hér hafa verið talin, eru venjulegast smöluð af tveimur mönnum, og hafa þeir að- jetur sitt í leitarmannakofa, sem er á austasta grashjallanum í Fellinu, eða þar sem bærinn stóð áður. t— Þessir menn smala einnig venju- lega skógana austan ár. Þá byrjum við ferð okkar á ný af Hnútunni. Er nú haldið inn úr svokölluðu Gili, sem liggur vestan- vert við Kamba eða milli þeirra og Kjarrdalsheiðar. Kambar skiptast í tvennt, og kallast Austur- og Suður -Kambar. Er kemur inn á þá miðja vegu, kemur gil eitt mikið, sem heitir Þvergil. Skiptir það Kömb- um ennþá og eru þar þá bæði Inn- og Útkambar. Er inn að Þvergili kemur, þrýtur gil það, sem við höfum nú gengið eftir, og nálgast nú óðum að við komum á hesta- veginn, þar sem hann liggur niður af Kjarrdalsheiðinni og inneftir Kömbunum, en þeir taka enda á svonefndum Illakambi. Er það hár og mjór klettarani, sem verður að fara með hestana eftir, en þó all- góður vegur af því að vegabót hef- ur verið gerð þarna. — Austan í Kambinum er Jökulsárgljúfrið, en að vestan er gil eitt mikið, sem Ölkeldugil kallast. Þegar komið er ofan af Illakambi verða fyrir okkur nokkrir grasbalar. Nefnast þeir Víðibrekkur. Var þar áður fyrr leitarmannakofi, en er nú aflagður, eftir að byggðin lagðist niður í Víðidal. Upp af Víðibrekkunum eru háir melhnausar, sem kallast einu nafni Sker, og ná þau allt uppundir Sauðhamarstind, sem áður hefur verið nefndur. Inn af Skerjunum liggja nokkrar grastungur, er heita Suðurtungur, en við erum nú stödd á Víðibrekkunum, og fyrir innan þær kemur straumhörð á, sem Lambatungnaá heitir. Er á þessi oft illfær á vorin og því oft ekki hægt að smala Tungurnar, en innan við ána byrja Norðurtungur. Eru þær allmikið flæmi og ná þær að austanverðu allt inn til Axar- fellsjökuls, en upp af þeim miðjum er komið upp mikið landflæmi lengst inn í jökul, en það er aldrei smalað þar, þó ugglaust muni fé vera þar eitthvað um hásumarið. Fjöll þau, sem hér hafa verið talin, frá því við komum í Eskifell, eða réttara sagt öll fjöllin vestan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.