Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1952, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1952, Blaðsíða 12
[ 72 A LESBÓK MORGUNBLAÐSINS múlanum. Fyrir fótum okkar ligg- ' ur Víðidalurinn og sýnir okkur hvernig hann getur litið út í öllum sínum glæsileik. Sé um nokkra 1 Paradís á jörðu að ræða, þá birtist ‘ hún áreiðanlega þarna. En við okk- ur blasir meira en Víðidalurinn. , Það verður fyrir auganu óendan- , lega mikið sléttlendi, sem endar við Snæfell, sem er í órafjarlægð, en hillingarnar og töfrabrögð náttúr- unnar hafa fært það svo nálægt, að ekki er ólíklegt að einhverjar raddir heyrist um það, hvort ekki sé rétt að skreppa þangað sem snöggvast. Af Kollumúlanum sjá- ; um við líka meira í þessu skæra ! morgunskini. Ef við lítum út til 1 sveitarinnar, sjást flest öll þau f( gljúfur og tindar, sem áður er lýst, * birtast með allan sinn hrikaleik, \ og jafnvel sjáum við út á hafið á | svolitlum bletti. Þarna blasa við auganu fögur ævintýralönd og svo \ hinar stórkostlegustu andstæður. * VlÐIDALUR ^ Þegar við höfum lokið þessari ' miklu yfirsýn skulum við færa okkur niður að fossinum aftur, og förum nú yfir í Víðidalinn. Verður þá fyrst fyrir okkur stór brekka þakin aðalbláberjalyngi. Heitir hún Kinn. Fyrir innan Kinnina verður fyrir okkur á, sem Morsa heitir. Þar inn af er Hvannstóð, og eftir því sem segir í sagnaþáttum um \ útilegumenn í Víðidal, þegar bæ- | irnir áttu að vera þar tveir, þá í hefur annar að sjálfsögðu verið þarna. Nokkru innar komum við svo heim að bænum. Þar er nú ekkert að sjá nema rústir einar, en mikið túnstæði er þar og sagði Þorv. Thoroddsen að þar mætti vera 300 hesta tún. Og eitt er víst, að þeir Víðidalsmenn hafa verið allmiklir heyjamenn, og á undan mörgum bóndanum niðri í sveitinni með það, að þeir höfðu nýlega byggt stóra og vandaða hlöðu, aila klædda með skarsúð og bikaða. Var lengi vel liggjandi þarna stórt timburflak úr hlöðunni og er máski ennþá eitthvað eftir af því. Vinalegt hefur verið að búa í Víðidal, yfir sumarmánuðina, og sjálfsagt hafa þeir ekki kunnað illa við sig Víðidalsmenn, eftir því sem Bjarna Þorsteinssyni, sem hafði verið vinnumaður þar, fórust orð. Oft eftir að hann var orðinn bóndi út í Lóni, og honum varð litið til fjallanna og bjart var yfir að líta þar innra, en þurrkdauft í sveit- inni, þá varð Bjarna að orði: „Það er þurrkur heima í dag.“ Fyrir botni Víðidals gengur hár grjótháls fram úr hrauninu. Nefn- ist hann Víðidalshnúta. Þar tóku þeir Víðidalsmenn beinustu leið þegar þeir brugðu sér yfir til Fljótsdælinga, og það sagði Bjarni mér sjálfur, að þeir hefðu verið svona um 12 klst. á milli bæja. Vestur með Hnútunni liggja svo hin svonefndu Víðidalsdrög. Þar heitir Norðlingavað á ánni og Norð- lingavegur, og er sú leið farin þeg- ar farið er á hestum til Fljótsdals. Við höfum nú farið af skyndingu yfir Víðidalinn, og förum nú aftur yfir í Kollamúlann, en þá förum við aðra leið, yfir svokallaða sanda, sem er ekki langur vegur, en getur verið allvillugjarn ef ekki er bjart veður, svo hægt sé að sjá á milli varða. INNSTU SAUÐALEITIR Við hefjum nú ferð okkar aftur á ný úr Kollumúlakofanum og för- um inn með Jökulsánni. Verður þá fljótlega fyrir okkur klettur nokk- ur, sem kallast Brenniklettur. Lengi vel var það að áin beljaði alveg upp að kletti þessum, en til að komast leiðar sinnar, var fé æfinlega rekið framan í þessum kletti, og voru þar þó engar götur, heldur móklappir einar. Ekki er þó vitað að neinum yrði hált á að fara þessa leið, en ólíklegt að um björgun hefði verið að ræða, því Jökulsáin er í einum hörðum streng neðanundir. Innan við Brenniklett taka við Leiðartungur. Upp þær liggur hestavegurinn. Innar af þeim koma svo Tröllakrókar, fallegt land og grösugt. Á móti Innri-Tröllakrók- um er Axarfell og Suðurfjall, vest- an Jökulsár. Er aldrei komizt í pláss þessi á vorin, en þarna er það sem féð er alvænst úr Stafafells- fjöllum. Inn af Suðurfjallinu ligg- ur Vesturdalur, og erum við nú komin 1 innstu sauðaleit í Stafa- fellsfjöllum. Við höfum þá lokið stuttri yfir- sýn yfir Stafafellsfjöllin á ófull- kominn hátt, en þetta verður þó að nægja og ef einhver hefði gagn og gaman að lesa þessar línur, þá er tilganginum náð. GANGNAFEIÍÐ NÚ langar mig að bregða mér nokkur ár aftur í tímann. Það er árið 1920. Ég er uppalinn á Stafa- felli hjá séra Jóni Jónssyni prófasti hinum fróða, en á þessu sumri and- aðist hann, og var þetta seinasta sumarið, sem ég var heimilisfastur á Stafafelli, enda stundaði ég þá nám á Eiðaskóla á þeim árum. Ég ætla nú að bregða upp fyrir þér, lesari góður, stuttri mynd af einni göngu, en þetta haust var rigningahaust, alveg eins og nú s.l. haust. í fyrstu göngu var venjulega lagt á stað fyrsta mánudag í okt. og svo mun hafa verið í þetta sinn. Fyrsti áfanginn var farinn á hestum inn í Eskifell, en þar urðu tveir gangnamenn eftir, eins og áð- ur segir. Hinir sex tóku nú að binda á sig poka sína, sem í var bæði nesti og sokkaplögg, en þó sem minnst af hvoru tveggja, því að öllum þóttu pokarnir fullþungir, þó ekki væri verið að bera meira en komizt var af með. Venjulegur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.