Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1952, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1952, Blaðsíða 4
64 ' LESBÓK MORGTTNBlJlkÆrNS _ varð þá eftir í Færeyjum og kom ekki til Noregs fyrr en seinna. Þá hittust þeir aftur. Nú á Páll heima í Helleland í Dalana á Rogalandi. Hann stundar umboðssölu, búskap og skrifar í blöð um ýmis gömul íslenzk efni. Guðmundur Jóhann Ólafsson er frá ísafirði (f. 1864). Kom hann til Noregs 1897 og hefur dvahzt þar síðan nema hvað hann hefur skroppið fundaferðir til íslands. Hann kynntist Stefáni í Stavanger. Nú er Guðmundur Jóhann gamall maðúr, hefur misst konu sína og er á Elliheimili í Stavanger. Hann er enn hress og minnugur og segir vel frá. Þá er að nefna frú Þórunni Han- sen, sem er ættuð frá Hvítadal, en var gift og búsett í Bergen. Hún og sonur hennar Sverre Sturlung verkfræðingur reyndust Stefáni drengilega í veikindum hans. Þór- unn var 83 ára er ég átti tal við hana í Rosendal á Hörðalandi árið 1950. Svo hitti ég gamla norska konu, sem gaí mér miklar upplýsingar viðvíkjandi Stefáni. Hún dó rétt á eftir og hefði margt farið forgörð- um með henni hefði ég ekki náð í hana áður. Má því segja að sein- ustu forvöð hafi verið að afla upp- lýsinga um veru Stefáns í Noregi. í doktorsritgerðinni er fyrst rak- in ævisaga Stefáns og síðan talað um hann sem skáld. Ég lagði mikið kapp á að fá allar upplýsingar um dvöl hans í Noregi, því að ég tel að hún hafi haft mikil áhrif á skáld- skap hans. Ég komst að því að Stefán hafði lesið gríðarlega mikið af norskum bókmenntum meðan hann dvaldist þar og var tíður gest- ur á bókasöfnum í Stavanger og Haugasund. En um það verður ekki sagt, hvort hann hefur haft í huga að setjast að ytra og vinna sér þar frægð og frama, eins og sumir íslendingar hafa gert. Heilsuleysi hans hefur þá að minnsta kosti sett þar skorður við. Ég veit aðeins af tveimur kvæðum, sem Stefán orkti á norsku og bæði munu þau orkt meðan hann var sjúklingur. Auðvitað hef- ir hann orkt meira á norsku. En í hin um íslenzku ljóðum hans má sjá, að hann hefur orðið fyrir áhrifum frá norskum skáldum, svo sem Per Sivle og Henrik Ibsen og verður það allt nánar rakið í ritgerðinni. Til dvalar Stefáns í Noregi má rekja að minsta kosti hugsunina í % hluta kvæðanna í Söngvum förumannsins. Þessi fyrsta ljóða- bók hans ber glöggvast vitni um þau áhrif, sem hann hefir orðið fyrir þar. Hann trúði líka Jóhanni Skagfjörð, sem hann hafði kynnst í Haugasundi, fyrir því, að rúmlega helmingurinn af ljóðunum í Söngvum förumannsins hefði orðið til meðan hann dvaldist í Hauge- sund og á Förre plejehjem. En í næstu bók hans, Óð einyrkjans, sem kom út 1921, eru enn fögur Ijóð, sem mi/ina á veru hans í Noregi (Minning og Frá liðnum dögum). Stefán var undarlegurmaður. Þótt hann geti ekki talizt meðal stærstu skálda landsins, þá skipar hann sæti framarlega á hinum ísl. skáidabekk. Með fyrstu ljóðabókhans, Söngvum förumannsins, sem kom út 1918, kemur fram nýr tónn í íslenzkri ljóðagerð. Hann var meistari í formi Ijóða og orðsnilld, og það sem gerir ljóð hans svo hugþekk, er einlægnin og geðblærinn, sem yfir þeim hvílir. Honum hættir við að gera sum ljóð sín of löng, en seg ir margt svo fallega aðmaðurgleðst af því en gleymir hinu. Hann var mjög orðhagur maður og geymist það ekki sízt í ýmsum tilsvörum hans, sem enn er haldið á loft. Ég er þakklátur öllum þeim, sem eitthvað hafa frætt mig um Stefán (og þeir eru margir) og mér væri kært ef einhverjir fleiri, sem ég hef ekki náð tali af, vildu gefa mér upplýsingar, sem að gagni gæti komið við samningu ritgerðarinnar og varpað ljósi á lífsferil þessa ein- kennilega manns og skálds. Ivar Orgland er sjálfur skáld og kom fyrsta ljóðabók hans út hjá Gyldendal 1950. Hann hefir þýtt Söngva förumannsins og fleiri ljóð eftir Stefán frá Hvítadal. Ennfrem- ur hefur hann þýtt mörg ljóð eftir Davíð Stefánsson og önn- ur íslenzk skáld og koma þessar þýðingar sennilega bráð- um út í Noregi sem sýnishorn íslenzkrar ljóðagerðar nú á dögum. í seinasta jólablaði „Haugesunds Avis“ var birt þýðing hans á kvæð- inu Jólakvöld, „aðfangadagskvöld jóla 1912“, eftir Stefán frá Hvítadal og er þar haldið stuðlum, eins og í frumkvæðinu. Sem sýnis- horn af þeirri þýðingu má taka þetta erindi: For ein gang pá glör! Alt med spott forspilt. Tunga eiter-ör. Eg fór vega-vilt. Lystnad brenn som bál. Ovstutt vert min veg. Eg er syndig sál. Herre, minst du meg. —★— GÖMUL hjón ofan úr sveit komu á sýninguna í London í sumar. Lengi stóðu þau utan við glugga, þar sem sýnd var þvottavél. Hún var í gangi og hálffull af þvotti og hræðri í hon- um i ákafa. Að lokum varð gömlu konunni að orði: — Ef þetta er sjónvarp, þá mega þeir eiga það sjálfir fyHr mér. ----o---- Allir vilja breyta mannkyninu, en enginn vill breyta sjálfum sjer. — (Tolstoj).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.