Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1952, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1952, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 73 gangnatími var 4 dagar í innfjöll- um. Úr fellinu er svo gengið þá leið, sem áður hefur verið lýst, og haldið beinustu leið í Kollumúlakofa. Þar verður fyrsta verkið að slá hey í kofann, slátra kind og safna eldi- viði. Það var föst venja, að Stafa- fellsmenn slátruðu einni vænni kind, og var kjötið soðið nýtt í fyrstu göngu, en afgangurinn salt- aður og geymdur til seinni gangna. Grjón höfðu verið flutt inneftir að vorinu, en þá var að jafnaði farið með hesta undir ullina. Þegar öll- um fastaverkum er lokið hefst svo matarsuðan, og er súpan soðin og hið feita kjöt, en til að vera viss um að ekki verði nein svik í súp- unni, var æfinlega venja að læða talsverðu mörstykki ofan í súpu- skjóluna. Bragðaðist þetta vel þeg- ar hún var heit, en ekki voru leif- arnar girnilegar að morgni, þegar þykktar skán var komin ofan á svo að skera varð hana upp með hníf. Glatt var á hjalla fram eftir kvöld- inu, en gæta varð þess að komast þó í svefn, því snemma skyldi til verka ganga næsta dag. Var venju- lega lagt á stað kl. 5—6 að morgni, því nú skyldi haldið í innstu sauða- leitir, sem eru Víðidalur og Vestur- dalur. Víðidal gengu 4, en tveir smöluðu vestri leiðina, sem áður hefur verið lýst. Þetta haust tókst vel til með veð- ur fyrsta daginn. Þá var heiðskírt og gott gangnaveður. Um kvöldið var hann allur orðinn þykkur og næstu nótt gerði úrhellisrigningu og vötn öll hlaupin fram um morg- uninn. Var nú ekki annað að gera en að liggja, lifa á nýja kjötinu, og svo að ganga við féð, sem smalað hafði verið daginn áður, en það var haft út í múlanum. Var þetta æði snúningasamt, en bætti þó úr skák, að alltaf fórum við til skiptis í þess- ar ferðir. Þess á milli var spilað og óhætt að segja að líðanin var góð. En það fer nú svo, að allt eyðist, sem af er tekið, og svo fór nú með matarforðann. Varð fljótt séð, að bæði kaffi, sykur og annað, sem að heiman var haft, mundi ganga fljótt til þurrðar, og var því þegar farið að hafa í frammi fullkomna sparsemi. En þrátt fyrir það fór svo, að allt gekk upp, og er mér það minnisstætt, að það er einhver leiðinlegasti miðdagsmatur, sem fyrir mig hefur verið borinn þegar kom svolítill heitur mörbiti á und- irskál. Nú voru ekki grjónin, og hin góðu fjallagrös höfðum við ekki haft vit á að notfæra okkur, eða ekki nennt því. Hversu lengi við lágum þarna man ég nú ekki glöggt, en mig minnir, að það væri fast að hálfum mánuði. Loks rofaði þó til í lofti og setti heldur úr vötnum. Var nú strax tekið fyrsta tækifæri, og skipt liði þannig að þrír skyldu ganga Norðurtungur og smala Kamba með sér fram, en aðrir þrír áttu að freista að reka allt féð yfir Víði- dalsá, þar sem meiri líkur þóttu að koma fénu yfir hana, en yfir Jök- ulsá. Lögðum við nú þrír á stað með féð að Víðidalsá, en hún reyndist meiri en við hugðum og stóðum við við ána allan daginn og komum rösklega helmingnum af röskvasta fénu yfir, en um kvöldið urðum við svo að fara með afgang- inn í réttina aftur. En þar sem við höfðum erfiðað allan daginn, vor- um við sem vænta mátti matlyst- ugir, en nú var bara ekkert til að borða, og þó við værum húsbónda- hollir, sem við þóttumst vera, þá stóðumst við nú ekki mátið lengur, og var nú lógað lambi. En heldur versnaði þó í því þeg- ar átti að kveikja eldinn, því allar eldspýtur höfðu blotnað um dag- inn. Þó tókst það um síðir, og lögð- umst við svo fyrir mettir og sælir með okkur, þó í allri bleytunni værum; var ég þá t. d. blautur upp undir hendur, en ég átti góðan hund, og lét ég hann liggja ofan á mér um nóttina og varð mér ekkert kalt. Næsta morgun var svo lagt aftur á stað til árinnar og hafði þá sett svo niður að allt gekk fljótt yfir. Litlu síðar voru svo komnir menn heiman að. Var nú allt safnið rekið upp hinar erfiðu og bröttu Svip- tungur og fram Hnappadalinn. Er þessi leið aldrei farin með fé nema í mestu neyð, og þrátt fyrir alla þá góðu mannhjálp, sem við fengum heiman að, vorum við ekki komnir niður á slétt í Hellisskóginum fyrr en í svarta myrkri. Margar og miklar sögur mætti segja af ýmsum gönguferðum bæði vor og haust, en þar sem þetta er nú þegar orðið alltof langt, verður hér látið staðar numið. Ef einhvers staðar kann að vera hallað réttu máli í línum þessum, vil ég biðja velvirðingar á því. Gunnar Snjólfsson. í í í Betra að blða Skoti nokkur frá Norðurlandi var á ferð í Glasgow. Þar rakst hann á fólk úr Hjálpræðishernum og hann lagði eitt penny í söfnunarbauk þess. Síðan hélt hann áfram göngu sinni. í næstu götu rakst hann svo á unga stúlku úr Hjálpræðishernum og hún bað hahn ‘að leggja eitthvað í samskotabauk hers- ins. - tg var einmitt að gefa peninga handa fátækum hérna í næstu götu, sagði hann. — Það var fallega gert af yður, sagði stúlkan, en menn geta aldrei gert góð- verk of oft, og auk þess mun guð launa yður það hundraðfalt. — Jæja, þá skulum við bíða og sjá hvað kemur út af þessu, áður en ég geri annað góðverk.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.